Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 24
24 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
var ferlið teppt án viðvarana eða
hreinskiptni í tvíhliða samskiptum
við Ísland.
ECOFIN-fundur í Brussel
11. Á fundi fjármála- og efna-
hagsmálaráðherra ESB og EFTA í
Brussel 4. nóvember var lagt hart
að fyrrverandi fjármálaráðherra að
samþykkja bindandi gerðardóm sem
myndi skera úr um ábyrgð á inni-
stæðutryggingum. Gert var ráð fyrir
að gerðardómurinn væri skipaður
tveimur fulltrúum lögfræðideildar
og framkvæmdastjórnar ESB, einum
fulltrúa ESA, einum fulltrúa EFTA
(tilnefndur af Íslandi) og oddamað-
ur væri tilnefndur af seðlabanka-
stjóra ESB. Dómurinn hefði 24 tíma
til að kveða upp úrskurð. Þetta var
með öllu óásættanlegt þar sem ESB
var með meirihluta í dómnum og
umboð gerðardómsins var alltof víð-
tækt en það tók til allra skuldbind-
inga Íslands eða eins og það er orðað,
„the scope of legal obligation of the
Government of Iceland“. Fulltrúi
Íslands (EFTA) mætti ekki til gerð-
ardómsins og Ísland lýsti því strax
yfir að það viðurkenndi ekki nið-
urstöðuna, sem var skýr og Íslandi
í óhag. Þar kemur fram að Ísland
verður að tryggja öllum innstæðu-
eigendum tuttugu þúsund evrur eða
eins og segir í álitinu: „Iceland has to
make sure that its deposit-guarantee
scheme has adequate means and is in
a position to indemnify depositors.“
Af hálfu allra fulltrúa ESB og EFTA
ríkjanna var þvertekið fyrir að fara
með málið fyrir dómstól þar sem
allur réttarágreiningur og óvissa
um innlánstryggingar myndi grafa
undan trausti almennings á bönkum
og gæti valdið fjármálakerfi Evrópu
ómældum skaða.
12. Á þessum tíma lá ljóst fyrir
að dómstólaleiðin var lokuð og við
Íslendingar vorum að einangrast á
alþjóðavettvangi. Skilaboðin sem
við fengum úr öllum áttum voru þau
sömu: Semjið um lágmarkstrygging-
una og það mun greiða fyrir aðstoð
frá ESB, AGS sem og tvíhliða aðstoð.
Við höfðum lagt mikið traust á lána-
fyrirgreiðslu frá hinum Norður-
landaþjóðunum en nú var hún bundin
því skilyrði að okkur tækist að koma
Icesave-deilunni í einhvern farveg.
Sú lánveiting var aftur órjúfanlega
tengd aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins sem ekki vildi afgreiða umsókn
okkar nema heildarfjármögnun væri
tryggð. Við bættist svo að við höfð-
um áreiðanlegar heimildir fyrir því
að Bretar beittu sér gegn okkur hjá
sjóðnum.
Umsamin viðmið
13. Í kjölfar Ecofin-fundarins héldu
fulltrúar utanríkisráðuneytisins
nokkra fundi með fulltrúum ESB
ríkja og framkvæmdastjórnarinn-
ar til að freista þess að finna leiðir
til að leysa þá erfiðu deilu sem upp
var komin. Á þeim fundum kom m.a.
fram að ef strax væri hægt að finna
pólitíska lausn á málinu sem allir
gætu við unað myndu ESB og aðild-
arríki þess finna leið til að aðstoða
Ísland til að takast á við aðsteðjandi
fjárhagsvanda. Frakkar, sem for-
mennskuríki í ESB á þessum tíma,
voru tilbúnir til að hafa milligöngu
og var ákveðið að freista þess að
marka stefnu fyrir áframhaldandi
viðræður aðila. Hinn 14. nóvember
náðu viðræðunefnd Íslands, Hol-
lands, Bretlands og (Þýskalands)
undir forystu Frakklands sam-
komulagi um stuttan texta, Agreed
guidelines, sem þýtt var umsamin
viðmið. Þetta er diplómatískt sam-
komulag sem leiddi til þess að ríkin
létu af tafaaðgerðum innan AGS,
féllu frá niðurstöðu gerðardóms sem
bindandi og hófu formlegar samn-
ingaviðræður á grundvelli EES-
réttar, með aðkomu stofnana ESB
og með hliðsjón af sérstaklega erf-
iðri stöðu Íslands. Þar með var sam-
komulagið við Hollendinga frá 11.
október úr sögunni.
14. Var það mat okkar, sem að
þessum málum komum, að við þær
aðstæður sem þá voru uppi væri það
í raun allra hagur að vinna tíma og
leita pólitískra lausna á málinu. Með
hinum sameiginlegu viðmiðum sem
gengið var frá í Brussel 14. nóvember
var reynt að tryggja að í viðræðum
ríkjanna yrði gætt jafnvægis milli
þeirra skuldbindinga sem Íslending-
ar tækju á sig og þeirra „erfiðu og
fordæmalausu“ aðstæðna sem ríktu
á Íslandi en það orðalag vísaði til
skuldaþols ríkissjóðs og greiningar
AGS skýrslu til sjóðsstjórnar á for-
dæmislausum aðstæðum hér þar
sem bæði ríkti fármálakreppa og
gjaldeyriskreppa. Af Íslands hálfu
var lögð á það mikil áhersla að fram-
hald yrði á aðkomu ESB enda höfðu
verið gefin skýr fyrir heit í þá veru,
og þess vegna segir í þriðja lið við-
miðanna: „Stofnanir Evrópusam-
bandsins og Evrópska efnahags-
svæðisins munu taka áframhaldandi
þátt í þessu ferli sem fer fram í sam-
ráði við þær.“ Ástæðan fyrir þessu
var fyrst og fremst sú að við litum
ekki einvörðungu á þetta sem tví-
hliða deilu við Hollendinga og Breta
heldur væri sú deila afleiðing af því
gallaða regluverki sem gilti um evr-
ópska fjármálamarkaðinn. Mikil-
vægt væri að ESB skynjaði ábyrgð
sína gagnvart Íslandi sem þátttak-
anda í hinum innri markaði með
frjálsu flæði fjármagns þó það væri
ekki aðildarríki að bandalaginu.
15. Á þessu stigi var ákveðið sam-
kvæmt ósk AGS en að kröfu Breta,
sem greinilega beittu sér mjög
innan sjóðsins, að bæta inn í 9. lið
viljayfirlýsingar íslenskra stjórn-
valda til framkvæmdastjórnar AGS
tilvísun til samkomulagsins í Brussel
og þess að viðræður væru að hefjast
milli deiluaðila. Töldum við að með
þessu væru Bretar að misbeita stöðu
sinni innan AGS og freista þess að
rétta sinn hlut eftir niðurstöðuna í
Brussel. Engu að síður var á þetta
fallist af íslenskum stjórnvöldum þar
sem í þessu fólust engin réttaráhrif
eða viðurkenning á ábyrgð Íslands
umfram það að EES-réttur gilti á
Íslandi. Rétt er að ítreka að þar segir
ekkert um að Ísland afsali sér rétti
til málsóknar.
16. Ég leit svo á að í hinum sam-
eiginlegu viðmiðum fælust tæki-
færi sem mikilvægt væri að fylgja
vel eftir og átti ég m.a. samtöl við
starfsfélaga mína í áhrifamestu ríkj-
um Evrópusambandsins, þar með
talið Þýskalands og Frakklands, í
byrjun desember til að tryggja
skilning á erfiðum og fordæmalaus-
um aðstæðum Íslands og kanna með
hvaða hætti ESB gæti lagt Íslandi lið
fjárhagslega. Fann ég fyrir góðum
skilningi á stöðu Íslands hjá flest-
um þeirra og lagði spænski utan-
ríkisráðherrann, Miguel Moratinos,
meðal annars talsvert mikið á sig til
að tala máli Íslands. Fundurinn með
David Miliband, utanríkisráðherra
Breta, var hins vegar erfiður og svo
virtist sem hugmyndin um breska
heimsveldið væri enn í fullu gildi.
Fundurinn með Verhagen, utanríkis-
ráðherra Hollands, var hins vegar
jákvæðari og var þar rætt um mun
hagstæðari vaxtakjör en áður höfðu
verið í boði og var því fylgt eftir
formlega.
Lokaorð
17. Mikilvægt er að hafa í huga að
hin sameiginlegu Brussel-viðmið
voru stefnumörkun í viðræðum
deiluaðila með pólitískri aðkomu
þriðja aðila, formennskuríkisins í
ESB. Eins og réttilega kom fram í
álitsgerð lögfræðistofunnar Mis-
chon de Reya frá 29. mars síðast-
liðnum voru þau þaðan í frá „kjarni
málsins“ fyrir Íslendinga því þau
færðu inn í forsendur samninga-
viðræðna tillit til „erfiðra og for-
dæmalausra“ aðstæðna okkar, ekki
bara af hálfu Breta og Hollendinga
heldur ekki síður af hálfu ESB. Að
auki fólst í viðmiðunum að Alþingi
hefði lögfest innistæðutryggingar á
grundvelli EES-gerðar 1999 en engin
réttarleg viðurkenning ábyrgðar
umfram efni laganna. Þannig mörk-
uðu þau nýtt upphaf auk þess sem
tíminn hefur unnið með okkur því í
október/nóvember voru öll stjórnvöld
í Evrópu eins og þaninn strengur af
ótta við óróann á fjármálamörkuðum
og áhlaup á banka hver hjá sér. Sú
staða hefur róast. Rétt er hins vegar
að taka fram að þó að hin sameigin-
legu viðmið feli í sér pólitíska skuld-
bindingu þá skuldbinda þau Ísland
ekki með neinum hætti að þjóðar-
rétti ef ný stjórnvöld vilja hafa þau
að engu.
18. Ég hef hér að framan rakið
meginþættina í þeirri atburðarás
sem átti sér stað allt frá því neyð-
arlögin voru sett 6. október 2008 og
þar til Brussel-viðmiðin voru sam-
þykkt af íslenskum stjórnvöldum
hinn 14. nóvember. Í öllu ferlinu taldi
ég mikilvægt að Ísland sýndi ábyrgð
en ekki sérhlífni á alþjóðavettvangi,
legði áherslu á að ná árangri við
samningaborðið en sætti sig ekki
við að neytt væri aflsmunar og síð-
ast en ekki síst væri ævinlega hald-
ið til haga mikilvægi þess að smá-
ríki njóti verndar af alþjóðalögum og
dómstólum. Meðan á öllu þessu ferli
stóð kom undirrituð og/eða fulltrúar
utanríkisráðuneytisins margsinnis
á fundi utanríkismálanefndar og
kynntu henni stöðu mála. Margt af
því sem hér hefur verið sagt kom
m.a. fram í minnisblaðinu „Ísland er
einangrað“ frá utanríkisráðuneytinu
til nefndarinnar í nóvember 2008. Ef
utanríkismálanefnd telur að ennþá
sé eitthvað óljóst í þeim þætti máls-
ins sem ég hafði aðkomu að eða vitn-
eskju um er ég fús til að koma á fund
nefndarinnar ef það mætti verða til
að skýra málið frekar.
Virðingarfyllst,
Reykjavík 18. desember 2009
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi utanríkisráðherra.
Upplýsingar um útsölustaði á
www.raymond-weil.com
FRAMHALD AF SÍÐU 22
8. OKTÓBER Gordon Brown og Alistair Darling á blaðamannafundi í Downing-stræti 10 miðvikudaginn 8. október 2008. Þann
dag tilkynntu þeir um aðgerðir gegn íslenskum fyrirtækjum og beitingu hryðjuverkalaga. NORDICPHOTOS/AFP