Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 30
30 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
➜ ÍSLENSK FYRIRTÆKI Í KÍNA
E
xpo 2010 hefst í maí á næsta
ári en allt þarf að vera tilbúið
1. apríl þegar skólabörnum og
öðrum boðsgestum verður boðið
á sýningarsvæðið. Þrjú starfa
við undirbúning Íslands ytra;
Hreinn Pálsson, framkvæmdastjóri þátttöku
Íslands, Hafliði Sævarsson og Yan Ping Li.
Hafa þau í nógu að snúast við að móta dag-
skrá, útvega þá aðstoð sem íslensk fyrirtæki
þurfa og sjá til þess að íslenski skálinn verði
kominn í rétt horf áður en herlegheitin hefj-
ast. Nokkrir starfsmenn eru á Íslandi og senn
fjölgar í starfsliðinu ytra.
„Við fengum skálann í lok september, til-
búinn undir tréverk,“ segir Hreinn en iðnað-
armenn vinna hörðum höndum við að koma
öllu í rétt horf.
Plús Arkitektar og Saga film sjá um útlit
skálans og er Páll Hjaltason arkitekt, aðal-
hönnuður og listrænn stjórnandi. Skálinn er
500 hundruð fermetrar, þar af er meginsýn-
ingarrýmið 300 fermetrar.
Yfirskrift Expo 2010 er „Betri borg, betra
líf“ og formerki íslenska skálans verða
„Hrein orka – heilbrigt líferni“. Útlit hans
tekur mið af því, sem og allar áherslur
Íslands.
Expo er ekki fyrirtækjasýning heldur landa-
og þjóðakynning. Engu síður koma fyrirtæki
að þátttökunni með einum eða öðrum hætti.
„Við njótum stuðnings nokkurra góðra fyrir-
tækja sem vinna með okkur og það er ásetn-
ingur þeirra að af hljótist samfélagslegur
ávinningur,“ segir Hreinn. Styrktaraðilar eru
Geysir Green Energy, Landsvirkjun, Orkuveita
Reykjavíkur, Icelandair og Iceland spring.
Að sögn Hreins eru tæplega tuttugu íslensk
fyrirtæki með starfsemi í Kína og hyggjast
þau nýta Expo til að treysta viðskiptasambönd
og afla nýrra. Hópur þrjátíu annarra fyrir-
tækja hyggur svo á landvinninga. „Þau eru
með starfsemi á Íslandi og ætla að markaðs-
setja sig fyrir Kínverjum á heimssýningunni.
Okkar verkefni er að styðja þau og veita þeim
ráðgjöf og hjálp við að finna samstarfsmenn í
viðskiptalífinu.“
Expo í Sjanghaí verður stærsta og umfangs-
mesta heimssýning sem haldin hefur verið.
Þátttökuríkin eru tæplega 200, hátt í 60
alþjóðastofnanir taka þátt og er búist við að
gestir verði um 70 milljónir. Til samanburðar
má nefna að Expo í Hannover árið 2000 sóttu
á milli 10 og 20 milljónir og færri sóttu sýn-
inguna 2005 sem haldin var í Aichi-héraði í
Japan.
Hreinn segir heimamenn leggja mikið
undir svo allt verði flott og gott. „Það er búið
að umbreyta borginni. Hótel, neðanjarðar-
lesta- og hraðlestakerfi eru byggð og það er
ráðist í stórar og viðamiklar framkvæmdir á
nánast öllum sviðum borgarlífsins. Þetta er
umfangsmeira en Ólympíuleikarnir í Peking
á síðasta ári,“ segir hann. Mörgum þótti nóg
um tilstandið þá.
Sýningin er fyrst og fremst hugsuð fyrir
heimamenn, að sögn Hreins. „Það er ekki
horft mikið til ferðamanna þó væntanlega
komi nokkrir milljónir til landsins vegna
hennar. Aðallega er horft til Kínverja sjálfra,
þeir eru markhópurinn. Það á að fá Kínverja
alls staðar að úr landinu til að koma til Sjang-
haí og upplifa heiminn allan á einum stað.“
Ákvörðun um þátttöku Íslands í sýningunni
var tekin löngu fyrir bankahrun. Í fyrstu var
ákveðið að verja rúmum sex hundruð milljón-
um króna til verkefnisins en í kjölfar hruns-
ins var fjárhæðin lækkuð í rúmar tvö hundr-
uð milljónir. Af þeim mun ríkið greiða 140
milljónir en styrktaraðilar hitt. „Við erum
Íslendingar og gerum allt vel sem við gerum
og látum þessa peninga duga. 140 milljóna
króna hlutur ríkisins eru talsverðir peningar á
erfiðum tímum en ýmsar ástæður eru fyrir því
að ákveðið var að halda þessu áfram. Þar ráða
helst pólitísk samskipti og viðskiptatengsl.
Við gerum þetta með öðrum og einfaldari
hætti en til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirn-
ar sem hafa raðað sér í kringum okkur á sýn-
ingarsvæðinu. Þau verja á bilinu þremur til
sjö milljörðum í þátttökuna en við erum með
okkar tvö hundruð milljónir.“
Hreinn segir Ísland njóta töluverðrar
athygli í fjölmiðlum í Kína þótt við hér höfum
af því litlar spurnir. Umfjöllunin er enda á
móðurmálinu og Google-leitin því lítt hjálp-
leg. „Ísland var eðlilega ekki mjög þekkt hér
en eftir efnahagsvandræðin og það sem gekk
á og gengur á í kjölfarið er mikið fjallað um
landið. Hér var þátttakendaráðstefna um dag-
inn og í kaffihléinu báðu tólf sjónvarpsstöðvar
um viðtal við íslenska sendiherrann. Meðan á
þeim stóð sat breski sendiherrann úti í horni
og drakk kaffi. Enginn hafði áhuga á að tala
við hann.
Kínverjarnir vita því vel af okkur en athygl-
in hefur ekki komið til af góðu. Okkar verk-
efni nú er að grípa tækifærið og gera eitthvað
jákvætt úr þessu, benda á að þótt við höfum
gengið í gegnum efnahagshremmingar þá séu
tækifærin á Íslandi mörg. Við höfum mennt-
að vinnuafl, fallegt land og auðæfi í jörðu.
Þessu þarf og þessu ætlum við að koma á
framfæri.“
Þjóðir heims sýna sig í Sjanghaí
Undirbúningur fyrir heimssýninguna í Sjanghaí á næsta ári er í fullum gangi. Búist er við 70 milljónum gesta og er borgin stóra
nánast á röngunni. Björn Þór Sigbjörnsson sló á þráðinn til Hreins Pálssonar sem heldur um stjórntaumana fyrir Ísland.
BORGIN MIKLA SJANGHAÍ Gunnar Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, heimsótti Sjanghaí fyrir nokkrum
árum. Þessa mynd tók hann, merkilegt nokk, ekki úr flugvél eða þyrlu heldur úr skýjakljúfi. Húsin handan
fljótsins virðast lítil en eru býsna há þegar að er gáð.
ÍSLENSKI
SKÁLINN
Tilbúinn undir
tréverk.
SVONA VERÐUR ÍSLAND Í SJANGHAÍ Ætlunin er að flytja gesti heimssýningarinnar til Íslands í huganum. Til þess verða veggir við inngang klæddir íslensku hrauni, fjallagrös verða í skálanum til að gefa honum keim
íslenskrar náttúru og loft hans verður kælt meira en gengur og gerist á heitum sumrum í Sjanghaí. Stuttmynd um Ísland verður varpað á striga og ímynd jökulíss dregin fram.
Bakkavör (matvæli)
CCP (tölvuleikur)
Eimskip (flutningur)
Enex (jarðvarmi)
Green Diamond (dekkjaframleiðsla)
Húsaco (húsbúnaður)
Icelandair (flutningar)
ICP (sjávarafurðir)
iSupply (umboðssala)
Lexus (fatnaður)
Mind (leikföng)
Össur (stoðtæki)
Phoenix Seafood (sjávarafurðir)
Promens Asia (plastframleiðandi)
Samskip (flutningar)
Ísland var eðlilega ekki mjög þekkt hér en
eftir efnahagsvandræðin og það sem gekk á
og gengur á í kjölfarið er mikið fjallað um
landið.