Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 40
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem snýst um að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjaf- mildra Íslendinga. ABC barnahjálp rekur skóla fyrir 12.000 fátæk börn í Afríku og Asíu og veitir 4000 þurfandi börnum heimili. Vegna lágs gengis krónunnar er erfitt að láta enda ná saman og kemur það m.a. niður á máltíðum skólabarnanna. Fyrir 1000 kr stuðning frá ykkur getum við gefið einu skólabarni máltíð daglega í heilan mánuð. Fyrir 2000 kr framlag getum við veitt einu barni skólavist í heilan mánuð. Meira á www.abc.is Í fátækrahverfum Suður- Afríku reka íslenskar konur hjálparstarf fyrir mæður sem neyðast til að gefa nýfætt barn sitt til ættleiðingar. Ástæðurnar eru oftast sárafátækt og/eða útskúfun. Í mörgum tilfellum er konunum nauðgað, en hvergi í heiminum eru nauðganir fleiri. Ef konan verður barnshafandi í kjölfarið er hún gjarnan gerð ábyrg fyrir nauðguninni og oft gerð brottræk úr samfélaginu. Enza hefur hjálpað konum í þessari stöðu að komast í tækifærin sem eru til staðar á svæðinu. Með tölvukennslu í Enza skólanum hefur sumum þeirra tekist að fá vinnu. Þannig geta þær séð fyrir sér - og jafnvel öðrum - og orðið í leiðinni fyrirmyndir annarra kvenna í fátækrahverfunum. Draumur okkar í Enza er að geta byggt hús sem verður tímabundið heimili fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni á ný. Fjárþörf Enza fyrir byggingu hússins, innbúi og rekstri í eitt ár er 6,5 millj. Draumur Stígamóta er að geta endurvakið verkefnið „Stígamót á staðinn”.  Verkefnið fólst í því að ráðgjafar okkar flugu/ sigldu eða óku til fólksins okkar á sex stöðum utan höfuðborgarsvæðisins og snéru síðan aftur með leyndarmál þeirra. Starfsemi Stígamóta fór þannig fram á sjö stöðum á landinu. Mikil vinna var lögð í þetta kæra verkefni og alls staðar komust færri að en vildu.   Fjárhagsstaða Stígamóta versnaði mjög við kreppuna og þurfti m.a. að segja upp tveimur starfskonum og lækka laun, auk þess sem starfskonur skúruðu í vinnutímanum.  Engin leið var til þess að halda úti svo dýrri og tímafrekri vinnu og verkefnið varð að leggja niður.   Sú ákvörðun var erfið, því það er vont að klippa á vinnuferli sem farin eru í gang.  Til þess að endurvekja megi starfið, þarf að safna a.m.k. 6 milljónum króna. Mæðrastyrksnefndir um land allt hjálpa fyrst og fremst einstæðum foreldrum sem eru í erfiðleikum. Til Mæðrastyrksnefndar leitar alls kyns fólk sem þarfnast aðstoðar, t.d. fólk sem hefur misst vinnuna eða heilsuna, eða hafa einhverra hluta vegna lent í erfiðleikum. Fólk virðist yfirleitt vera rólegt og yfirvegað og ber sig vel þótt við vitum að líðanin sé ekki alltaf góð. Aðsóknin hefur án efa tvöfaldast á árinu 2009 jafnvel meira. Við hafa bæst eldri borgarar, öryrkjar og einstæðir atvinnulausir erlendir karlmenn. Greinilegt er að fólk er meira vakandi fyrir réttindum sínum og hvar aðstoð er að finna. Markmiðið er að geta veitt aðstoð til þeirra sem leita til okkar. Það er mikill styrkur fyrir okkur á þessum tímum í því að finna stuðning frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er símaþjónusta fyrir fólk í vanda. Þar er veitt ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda t.d. vegna þunglyndis, kvíða eða vanlíðunar. Öll getum við átt erfið skeið í lífinu og orðið fyrir áföllum, þá er gott að vita af einhverjum sem er tilbúinn að hlusta og veita sálrænan stuðning. Með framlagi þínu gerir þú okkur kleift að halda áfram á sömu braut, að veita ókeypis sólarhringsþjónustu fyrir þá sem þurfa að létta á hjarta sínu. Frjáls framlög www.jolagjofin.is 904-1000 kr. 1.000 904-2000 kr. 2.000 904-3000 kr. 3.000 jolagjofin.is gjöfin JÓLAGJÖFIN rennur óskert í einn sjóð og skiptist jafnt á milli eftirtalinna félaga: Mæðrastyrksnefnda + ABC-barnahjálpar + Rauða krossins + Stígamóta + ENZA Mæðrastyrksnefndir Tónleikar í kvöld kl. 19-21 Við hvetjum landsmenn til að horfa á Ísland í dag í kvöld kl. 18:55 - 19:25 á Stöð 2 og gefa með okkur veglega jólagjöf. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera þessa tónleika og söfnun á Stöð 2 að veruleika. Allir sem koma fram gefa sína vinnu. Sérstaklega þökkum við Rio Tinto Alcan sem gerði okkur m.a. mögulegt að auglýsa söfnunina og tónleikana.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.