Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 45

Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 45
MÁNUDAGUR 21. desember 2009 TÍRA eru hekluð endurskinsblóm, handunnin í Hafnarfirði úr íslenskum lopa og endurskins- þræði, þannig að engar tvær TÍRUR eru eins. Í miðjunni er svo sjálflýsandi hnappur til að auka enn á endurskinið. Hönnuðirnir eru mósaíklista- konan Alice Olivia Clarke og maðurinn henn- ar, Kári Eiríksson arkitekt, sem reka saman aok-design en hugmyndin hefur verið í vinnslu í nokkur ár. „Hugmyndin kviknaði þegar ég tók eftir því að fólk er ósýnilegt í myrkrinu hér á Íslandi og ég sá að það vantaði falleg endurskinsmerki,“ segir Alice. „Ég er myndlistarkona og geri stór mósaík- verk, til dæmis það sem er í bókasafni Hafnar- fjarðar, og Kári hannaði Hótel Búðir, til dæmis. Við tvö, sem erum vön að gera svona stóra hluti, slógum saman og gerðum eitthvað lítið og fallegt sem gerir eitthvað gott.“ Tírurnar voru fyrst kynntar á pop-up markaði í Hugmyndahúsi háskólans og skemmst frá því að segja að þær seldust nánast upp og greinilega margir sem vilja sameina öryggi endurskins- merkjanna og fallega hönnun. Nú eru Tírurnar fáanlegar í epal. - bb Heklaðar ljósTÍRUR lýsa upp fólk í myrkrinu Alice Oliviu Clarke blöskraði hvað Íslendingar eru ósýnilegir í myrkrinu og ákvað að hanna falleg endur- skinsmerki. Þau eru hekluð úr íslenskum lopa og með sjálflýsandi hnapp í miðjunni. TÍRURNAR eru handgerðar úr íslenskum lopa og engar tvær eru eins. Listakonan Alice Olivia Clarke hefur hannað end- urskinsblóm úr íslenskum lopa sem hún kallar Tírur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N VÖNDUÐ FÓÐRUÐ DÖMUSTÍGVÉL ÚR LEÐRI Í ÚRVALI Til dæmis: Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - S: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.