Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 54
42 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
JANE FONDA ER 72 ÁRA Í DAG.
„Það er aldrei of seint.
Aldrei of seint að byrja upp
á nýtt. Aldrei of seint að
verða hamingjusamur.“
Jane Fonda er bandarísk
leikkona, rithöfundur,
pólitískur aðgerðasinni og
líkamsræktarfrömuður.
MERKISATBURÐIR
1913 Fyrsta krossgátan lítur
dagsins ljós í New York
World.
1929 Fyrsta varðskip Íslendinga,
Þór, strandar á Sölva-
bakkafjörum við Húna-
flóa.
1930 Ríkisútvarpið hefur út-
sendingar.
1945 Ölfusárbrú við Selfoss er
formlega opnuð og leys-
ir af hólmi brú frá árinu
1891.
1948 Írland fær sjálfstæði.
1952 Kveikt er á Óslóartrénu á
Austurvelli í fyrsta skipti.
1988 Farþegaflugvél springur
yfir Lockerbie í Skotlandi.
270 manns farast, þar af
ellefu á jörðu niðri.
Á þessum degi árið 1969
var Árnagarður form-
lega vígður en Handrita-
stofnun Íslands var þar
til húsa ásamt kennslu-
og skrifstofuhúsnæði
fyrir Háskóla Íslands.
Árið 1972 var lögum
um Handritastofnun Ís-
lands breytt og fékk hún
þá heitið Stofnun Árna
Magnússonar á Íslandi.
Kennsla hófst í húsinu
haustið 1969.
Árnagarður var í smíðum í tvö ár en húsið er
hönnun arkitektanna Kjartans Sigurðssonar og
Garðars Halldórssonar sem unnu að húsinu í
samvinnu við starfsmenn húsameistara ríkisins.
Húsið var reist í snarhasti til að hægt væri að
hýsa forn handrit sem
komu til landsins tveim-
ur árum síðar, í apríl
1971. Byggingin er á
fjórum hæðum, samtals
829 fermetrar.
Við vígslu hússins af-
henti formaður bygginga-
nefndarinnar, dr.
Jóhannes Nordal, þá-
verandi seðlabanka-
stjóri, menntamálaráð-
herra húsið fyrir hönd
ríkisins. Ráðherrann, Gylfi Þ. Gíslason, afhenti
svo eigendum húsið og voru það Einar Ólafur
Sveinsson, prófessor í íslenskum fræðum og for-
stöðumaður Handritastofnunar, og Magnús Már
Lárusson, prófessor og rektor Háskóla Íslands,
sem tóku við húsinu fyrir hönd stofnana sinna.
ÞETTA GERÐIST: 21. DESEMBER 1969
Húsnæðið Árnagarður vígt
Friðargangan, sem farin hefur verið
undanfarin ár niður Laugaveginn á
Þorláksmessu, stendur nú á tímamót-
um þegar gengið verður þrítugasta
árið í röð. Ingibjörg Haraldsdóttir,
friðarsinni og einn af skipuleggjend-
um göngunnar, segir þátttökuna hafa
verið mjög góða frá upphafi.
„Friðarhreyfingar um allan heim
hafa staðið að svona göngum í gegnum
tíðina en í fyrstu voru göngurnar farnar
gegn kjarnorkuvánni á níunda áratugn-
um. Fyrstu árin stóðu Samtök herstöðv-
arandstæðinga að göngunni en síðan
bættust við ýmsir friðarhópar eins og
til dæmis listamenn, eðlisfræðingar og
læknar,“ segir Ingibjörg. „Þegar fjara
fór undan kalda stríðinu og eftir fall
Berlínarmúrsins urðu göngurnar að
almennum friðargöngum.
Í ár eru það Ungliðahreyfing
Hjálpar starfs kirkjunnar, Change-
maker, Félag leikskólakennara, Frið-
ar- og mannréttindahópur BSRB,
Friðar- og mannréttindanefnd Æsku-
lýðssambands þjóðkirkjunnar, Heims-
ganga í þágu friðar og tilveru án of-
beldis, Menningar- og friðarsamtökin
MFÍK, Friðarhópur búddista - SGI á
Íslandi og Samtök hernaðarandstæð-
inga sem standa að göngunni. Hóp-
urinn er fjölbreyttur að sögn Ingi-
bjargar og fólk sameinast í göngunni
í sameiginlegri von um frið.
„Fólk er yfirleitt mjög upptekið á
þessum tíma, við að undirbúa jóla-
matinn og kaupa gjafir, og margir
líta á þátttöku í göngunni sem sitt
framlag til að bæta heiminn. Það
að ganga með kerti saman er bæði
hátíðlegt og fólki finnst þetta skipta
máli. Og sameiginleg von göngufólks
er sú að hægt sé að leysa vandamál
heimsins með viðræðum en ekki
vopnaskaki.“
Ingibjörg segir að veðurspáin
sé góð og þau geti búist við tvö til
þrjú þúsund manns en margir bæt-
ist í gönguna á miðjum Laugaveg-
inum á meðan aðrir gangi alla leið
frá Hlemmi. Gangan leggur af stað
klukkan 18 og verða kyndlar seldir á
Hlemmi. Í lok göngu verður fundur á
Ingólfstorgi þar sem Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur flytur ávarp
en meðlimir Hamrahlíðarkóranna
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur
munu eins og undanfarin ár syngja í
göngunni sem og við lok hennar.
juliam@frettabladid.is
GENGIÐ TIL FRIÐAR: FER FRAM Í ÞRÍTUGASTA SINN Á ÞORLÁKSMESSU
Ganga sem gefur fólki mikið
BÝST VIÐ FJÖLMENNRI GÖNGU Veðurspáin í ár gefur fyrirheit um góða þátttöku. Ingibjörg Haraldsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar, segir
hana fastan lið í jólaundirbúningi margra fjölskyldna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AFMÆLI
REGÍNA ÓSK
ÓSKARSDÓTTIR
söngkona er 32
ára.
RAY ROMANO
leikari er 51 árs.
JULIE DELPY
leikkona er
fertug.
KIEFER SUTHER-
LAND leikari er
43 ára.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Gísli Sveinsson
Aflagranda 40, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 22. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
Auður Guðmundsdóttir Hilmar Viggósson
María Anna Gísladóttir Jóhann Gunnar Helgason
Guðríður Jóhanna Gísladóttir
Sveinn Gíslason Ester Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingibjörg Sveinsdóttir
frá Kambi,
lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 17. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
22. desember kl. 15.00.
Sveinn E. Magnússon Guðrún Guðmundsdóttir
Sigurbjörg I. Magnúsdóttir Viðar Jónsson
Oddný S. Magnúsdóttir Ingimundur Guðmundsson
Einar Magnússon Margrét Steingrímsdóttir
Helga Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Arnór Sigurðsson
frá Hnífsdal,
verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti
þriðjudaginn 22. desember kl. 11.00.
Guðmunda Arnórsdóttir Björn Ástmundsson
Málfríður Arnórsdóttir
Sigurður Arnórsson Sigríður Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún J. Hjartar
hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður
Flyðrugranda 8, Reykjavík,
sem lést mánudaginn 14. desember, verður jarðsungin
frá Neskirkju, mánudaginn 21. desember kl. 13.00.
Jóna Björg Hjartar Paul van Buren
Sigríður Hjartar Stefán Guðbergsson
Elín Hjartar Davíð Á. Gunnarsson
Egill Hjartar
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Friðriksson
Smáratúni 7, Keflavík,
lést miðvikudaginn 16. desember. Hann verður jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. desem-
ber kl. 13.00.
Sigríður Vilhelmsdóttir
Óla Björk Halldórsdóttir
Sigríður Björg Halldórsdóttir Kristján Sigurpálsson
Sævar Halldórsson Susie Ström
Þórunn María Halldórsdóttir Axel Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.