Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 72
60 21. desember 2009 MÁNUDAGUR Vodafone og Bylgjan kynna Árlegir Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í Háskólabíói þann 23. desember og hefjast kl. 22. Hafdís Huld hitar upp fyrir tónleikana. Miðasala er hafin í verslunum Vodafone og á vodafone.is. Miðaverð kr. 2.900 kr. Allar nánari upplýsingar á vodafone.is og prime.is Þorláksmessutónleikar 2009 í Háskólabíói KÖRFUBOLTI Stjörnumenn tryggðu sér toppsætið í Iceland Express- deild karla út árið með 89-74 sigri á Blikum í síðasta leik sínum fyrir jól. Þjálfarinn Teitur Örlygsson hefur á einu ári stimplað Stjörnu- liðinu inn í hóp bestu körfubolta- liða landsins. „Ég var rosalega ánægður með þennan síðasta leik fyrir jól á móti Blikum. Við erum búnir að vera lélegir í þessum leikjum þar sem við eigum að vera með betra liðið. Í þessum leikjum sem allir hafa búist að við myndum vinna örugglega þá höfum við bara verið í vandræðum og það var einnig þannig eftir jól í fyrra,“ segir Teitur en annað af tveim- ur deildartöpum liðsins kom ein- mitt á heimavelli á móti liðinu í níunda sæti, Tindastól. „Við töl- uðum um það fyrir Blikaleikinn að ef við ættum að eiga skilið að vera í toppbaráttunni þá yrðum við að vera betri í þessum leikj- um líka. Mæta á tánum í alla leiki en ekki bara geta komið okkur í gírinn fyrir stóru leikina,“ segir Teitur en Stjarnan hefur unnið leiki sína á móti liðunum í öðru til fjórða sæti og sigrarnir á Njarð- vík og KR skila þeim í efsta sætið yfir jólin. Það verður að taka okkur alvarlega „Við erum búnir að vinna öll liðin í kringum okkur nema Grindavík og það er æðislegt. Þetta eru líka skilaboð til allra í deildinni að það verður að taka okkur alvarlega því það er það mikið búið af mótinu,“ segir Teitur. Teitur Örlygsson tók við Stjörnu- liðinu fyrir ári þegar lítið gekk hjá liðinu og aðeins tveir af tíu leikjum höfðu unnist í deildinni. „Það var auðvelt fyrir mig að koma þarna inn þegar staðan var svona slæm. Liðið var gjörsamlega í rúst á botninum og sjálfstraustið var ekkert. Liðið var jafnframt mun betra en stigataflan sagði,“ segir Teitur en liðið hefur nú unnið sextán af 22 deildarleikjum undir hans stjórn. „Núna er mótið hálfn- að, við erum efstir, ríkjandi bikar- meistarar og meistarar meistar- anna líka. Við erum búnir að taka risaskref fyrir félagið á þessu ári og ég vil helst ekki að 2009 endi því þetta er búið að vera alveg æðislegt ár,“ segir Teitur. Erfitt að missa Fannar Stjarnan missti fyrirliða sinn, Fannar Freyr Helgason, í meiðsli í byrjun nóvember og tapaði í framhaldi af því þremur leikj- um í röð á ellefu daga kafla. „Við tölum um það þegar mótlætið kom að við mættum ekki brotna eða fara inn í einhverja skel eins og litlir krakkar. Þá þurftu menn að spýta í lófana og gefa í og strák- arnir gerðu það heldur betur. Það var ofboðslega jákvætt að menn komu svona sterkir til baka,“ segir Teitur. Stjörnuliðið vann Njarðvík og KR í næstu leikjum og komst í framhaldinu á toppinn í fyrsta sinn. Teitur segir liðið sitt þó ekki vera farið að hugsa um Íslands- meistaratitilinn. „Það hafa verið menn að koma og segja af hverju bætið þið ekki við manni og þá bara vinnið þið þetta. Ég vil bara meina að hlutirnir eiga ekki að gerast svona hratt. Ef þetta kemur svona hægt og rólega þá er þetta frekar komið til að vera heldur en að kaupa sér einn titil og svo bara búið,“ segir Teitur. „Ég hef heyrt menn segja að við séum bara einum manni frá því að vera í sjöunda eða áttunda sæti. Við misstum okkar miðherja í meiðsli einmitt þegar við spiluðum bikar- leikinn. Það var erfiður tími, við duttum út úr bikarnum og töpum tveimur deildarleikjum í kring- um meiðslin hans,“ segir Teitur en bætir við: „Ég segi á móti, myndi Snæfell hafa efni á því að missa Hlyn út, hvað myndi gerast ef Njarðvík myndi missa Frikka Stefáns eða Keflavík myndi missa út Sigga Þorsteins. Ekkert lið hefur efni á því að missa svona leikmann,“ segir Teitur. Shouse til fyrirmyndar Justin Shouse hefur spilað einstak- lega vel með Stjörnuliðinu, hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar og jafnframt í fimmta sæti yfir flestar stoðsendingar. „Það er búið að mæða mikið á Justin og hann er besti maður deildarinnar til þessa. Ég held að allir séu sammála um það. Hann var oft í vandræðum með skapið hjá sér í lok leikja. Missti hausinn og var á yfirsnún- ingi. Við erum búnir að vinna í því og núna er hann algjör kóngur í fjórða leikhluta,“ segir Teitur. „Þetta er algjör sigurvegari og svona járnkarl. Við vorum að spila við Hamar um daginn og hann er búinn að spila í 36 mínútur þegar hann grýtir sér í gólfið á eftir lausum bolta þó að leikurinn hafi verið tæknilega unninn. Hann er til fyrirmyndar. Ef þú ert ekki að berjast við hliðina á honum lítur þú bara kjánalega út á vellinum,“ segir Teitur. Fram undan eru spennandi mán- uðir þar sem úrslitin ráðast. „Þetta verður alveg magnað eftir áramót því ef þú missir einhverja einbeit- ingu í tvær vikur þá verður þú kominn niður í sjötta sætið áður en þú veist af. Við getum tapað fyrir öllum liðum ef við erum ekki klárir. Það er bara skemmti- legt held ég og hjálpar okkur að vera á tánum. Við vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur þegar við erum tilbúnir.“ ooj@frettabladid.is VIL HELST EKKI AÐ ÁRIÐ 2009 ENDI Teitur Örlygsson er búinn að ná frábærum árangri með körfuboltalið Stjörnunnar á þessu ári. Hann gerði liðið að bikarmeisturum í febrúar, meisturum meistaranna í októberbyrjun og er nú með liðið í efsta sæti Iceland Express-deildarinnar yfir jólin. ÁKVEÐINN Teitur Örlygsson segir sínum mönnum til á bekknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.