Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 78
66 21. desember 2009 MÁNUDAGUR Það andar ansi köldu milli annars vegar forsvars- manna Frostrósatón- leikanna og Jólagesta Björgvins hins vegar. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Samúels Kristjáns- sonar hjá Frostrósum og Ísleifs B. Þórhallssonar sem hefur annast skipulagningu Jólagesta Björgvins enda báðir barist hart um áhorf- endur á jólatónleika sína. Og nú virðist hafa soðið upp úr. Forsagan er sú að eftir Frostrósa- tónleikana í Laugardagshöll nú fyrir skemmstu fór á kreik sá orðrómur að sést hefði til Ísleifs og Björg- vins Halldórssonar á tónleik- unum og að annar þeirra hefði verið með myndbandsupptöku- vél. Fréttablaðið hafði í kjölfarið samband við Samúel, sem sagðist geta staðfest þennan orðróm og að fjöldi vitna væri til frásagnar. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig neitt meira um málið og mann- eskjan sem á að hafa séð til þeirra fyrst vildi ekki koma fram undir nafni. Samúel hélt því hins vegar fram í samtölum við Fréttablaðið að fjöldi vitna hefði séð þegar Ísleifur og Björgvin létu sig hverfa þegar upp um þá komst. Þegar þetta var hermt upp á Ísleif B. Þórhallsson sagði tónleika- haldarinn að þetta væru ekkert annað en lygar og rógburður sem fjölskylda Samúels, en hún á og rekur fyrirtækið sem heldur Frost- rósir, væri að dreifa út um borg og bý til að koma höggi á sig og sína tónleika. Þessi saga væri algjör fjar- stæða, þeir hefðu keypt miða og ætlað að horfa á þrjú lög og fara svo. Þessu vísaði síðan Samúel algjörlega á bug. Sem sagt orð gegn orði og baráttan um jólaskap landsmanna á næsta ári verður væntanlega ekkert annað en hatrömm. - fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. glansa, 6. óð, 8. fæðu, 9. lúsaegg, 11. guð, 12. gnótt, 14. mont, 16. tveir eins, 17. að, 18. drulla, 20. bókstafur, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. skothvellur, 3. í röð, 4. asfalt, 5. beita, 7. ruglun, 10. gegnsær, 13. hrygning, 15. litur, 16. rúmá- breiða, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. gljá, 6. ær, 8. mat, 9. nit, 11. ra, 12. gnægð, 14. grobb, 16. ll, 17. til, 18. aur, 20. ká, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. pæng, 3. lm, 4. jarðbik, 5. áta, 7. ringlun, 10. tær, 13. got, 15. blár, 16. lak, 19. rú. allt hitt dótið. Sigríður Klingenberg Ve m Sm óla. jólaspá... Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið hefst 4. Janúar. Skráning hafin í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org Verð 14.900 kr. Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið Meðgöngujóganámskeið Stakur tími 1.500 kr. • Mánaðarkort 10.900 kr. • 3 mánaðakort 23.900 kr. • 6 mánaðakort 36.000 kr. • 10 tíma klippikort 10.000 kr. Meðgöngujóganámskeið 10.500 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð PERSÓNAN „Hann hefur alltaf verið svona, skapgóður, glaður, fjörugur og uppátækjasamur á skemmti- legan hátt. Hann var alltaf að gera kvikmyndir sem krakki. Maður kom kannski heim og þá var Örlygsstaðabardagi í gangi í fullum skrúða. Mér finnst bara mjög eðlilegt að hann skuli vera að gera þetta allt saman.“ Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur er móðir Ara Eldjárns. Hann er meðlimur í Mið-Íslandi og hefur gefið út gamandisk- inn Grín skrín. Hallgrímur Helgason fær frábæra dóma fyrir bók sína 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp í danska blaðinu Berl- ingske Tidende, eða fimm stjörn- ur. Í umfjölluninni er bókin borin saman við glæpasögu Yrsu Sigurð- ardóttur, Ösku, þar sem Hallgrím- ur hefur vinninginn. „Hallgrímur Helgason leikur sér að glæpa- sagnaforminu og fær íslensku glæpasagnadrottninguna Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í sam- anburðinum,“ skrifaði gagnrýn- andinn. Áður hafði bók Hallgríms fengið fjórar stjörnur í Politiken og fimm stjörnur í Jyllandsposten. Í sjónvarpi sagði menningarrit- stjóri Jyllandsposten hana eina af tveimur bestu bókum haustsins. Hallgrímur er að vonum ánægð- ur með þessa góðu dóma. „Þetta gladdi mann, sérstaklega af því að hún fékk misjafnar viðtök- ur hérna heima. Maður var far- inn að hafa áhyggjur af þessari bók,“ segir hann kátur. Hann hefur áður fengið góða dóma í Danmörku, síðast fyrir bókina Rok- land. „Danmörk hefur reynst mér bara mjög vel á undanförnum árum, Danmörk og Þýskaland eru sterk- ustu vígin erlendis.“ Hallgrímur vill ekki meina að hann sé að ryðja íslenskum glæpa- sagnahöfundum úr vegi, þrátt fyrir samanburðinn hjá Berlings- ke Tidende við Yrsu. „Það var ekki hugsunin. Ég held ég sé frekar undir áhrifum af þessari krimma- bylgju. Ég hefði aldrei skrifað skáldsögu með morðingja í aðal- hlutverki nema út af þessari bylgju.“ - fb Danir bera saman Yrsu og Hallgrím HALLGRÍMUR HELGASON Hallgrímur er mjög ánægður með viðtökurnar í Danmörku við bók sinni en hún er í Berlingske Tidende sögð fá verk Yrsu Sigurðardóttur til að fölna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta eru fimmaurabrandarar fyrir lengra komna,“ segir Pétur Örn Guðmundsson – Pétur „Jesús“ í Buffinu – um boli sem hann hefur hafið framleiðslu á. Hann kallar fyrirtækið Kríp í dós. „Maður hefur verið að skrifa niður alls konar hug- myndir í gegnum tíðina en ég hef aldrei gert neitt í því. Núna ákvað ég að kýla loksins á þetta,“ segir hann. Pétur hefur búið til fimm tegundir af bolum til að byrja með. „Þetta eru meðal annars bolirnir Ég kemst í hátíðarsaab og Afi María. Einn er stílað- ur upp á krakkana og er með mynd af krókódíl með dekkjum og það stendur „Krókóbíll“ á honum. Ein týpan enn er af Jesú að tala voða mikið fyrir fram- an eitthvert fólk og undir stendur „Kristsmas“.“ Pétur er ekkert á leiðinni að hætta í söngnum, jafnvel þó að bolasalan gangi vel – „Þetta er nú bara smá aukabúgrein. Mig langar þó alveg til að gera miklu meira af þessu enda er til fullt af misgóðum og missúrum hugmyndum. Myndirnar hef ég ýmist látið teikna fyrir mig eða teiknað sjálfur. Munurinn sést vel þar sem ég teikna sjálfur eins og tveggja ára sofandi barn.“ Pétur segir áhugasama geta pantað boli á netinu – Facebook-síðan heitir Kríp í dós – og bolirnir eru einnig til sölu í Bónusvídeósjoppunni í Hraunbæ í Árbæ. „Systir mín er með þá sjoppu, sko,“ segir Pétur. - drg Buffari selur fimmaurabrandara BARA AUKABÚGREIN Pétur Örn hress í kríp í dós-bol en á þeim eru fimmaurabrandarar sem Pétur hefur skrifað niður í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR AF FÓLKI Ragnar Bragason, leikstjóri kvik- myndarinnar Bjarnfreðarson, sendi ráðamönnum þjóðarinnar kaldar kveðjur þegar hann flutti stutta tölu á undan frumsýn- ingu myndarinnar í Háskólabíói. Fyrirhugaður niðurskurður ríki- stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á Kvikmyndamiðstöð og þar af leiðandi kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hefur mætt harðri andspyrnu kvikmyndagerðarmanna, sem telja að með honum verði atvinnu- greininni hreinlega slátrað. Menningamálaráðherrann Katr- ín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að hún muni reyna að fá þessum niðurskurði breytt. Ragnar, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, dró ekk- ert undan í ræðunni þótt í saln- um hefðu setið forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon og utanríkisráðherr- ann Össur Skarphéðinsson. Katr- ín Jakobsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra, var hins vegar ekki meðal gesta og Katr- ín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra forfallaðist á síðustu stundu. Ragnar gaf Fréttablaðinu góð- fúslegt leyfi sitt til að birta brot úr ræðunni, sem þótti ansi mögn- uð að mati viðstaddra: „Leiknar kvikmyndir og sjónvarpsefni eru þjóðleikhús þjóðarinnar allr- ar, nær til fólks í Reykjavík, Sel- fossi og á Súðavík. Að meðaltali nýtur hálf þjóðin hvers leikins sjónvarpsþáttar eða kvikmynd- ar sem framleidd er. En fyrir mig og marga hérna inni fellur skuggi á þennan dag vegna þeirra fyrirhuguðu hörmunga sem yfirvofandi eru. Í uppsiglingu er íslenskur kvikmyndavetur. Stjórnvöld hafa ákveðið að ráð- ast sérstaklega á kvikmynda- gerð í landinu og slátra henni á altari niðurskurðar meðan aðrar listgreinar fá að vera að stærstu leyti óáreittar,“ sagði Ragnar í ræðu sinni og vísaði meðal ann- ars til Írlands, þar sem kvik- myndagerð hefði fengið að standa nánast óáreitt þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu. Ragnar kvaddi með þeim orðum að niðurskurðurinn væri óskilj- anlegur gjörningur sem byggð- ur væri á vanþekkingu. „Hvern- ig er hægt að komast að því að skera niður í grein sem margfald- ar hverja krónu sem ríkið legg- ur í hana? Ég ætla að vona að þið njótið þessarar sýningar í kvöld, á þessari kvikmynd sem við sem gerðum erum afskaplega stolt af. Hún gæti orðið eitt síðasta blómið í dalnum í langan tíma.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: Í UPPSIGLINGU ER ÍSLENSKUR KVIKMYNDAVETUR Ráðherrar fengu kaldar kveðjur á frumsýningu HERÓP Ragnar ásamt þeim Charlotte Böving, Jóni Gnarr og Benedikt Erlingssyni. Ragnar sendi ráðamönnum þjóðarinnar kaldar kveðjur á frumsýningu þjóðarinnar og sagði þá vera að slátra kvikmyndagerð á altari niðurskurðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth. 2 Kammersveit Reykjavíkur. 3 Arbeit macht frei eða vinnan gerir yður frjáls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.