Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 15
Janúar 1945: Örvakrossliðar hafa ungan Gyðing að skotmarki, er hann reynir að flýja yfir Dóná. Það varð Iöng ferð, sem þeir Wallenberg og hinn tryggi bílstjóri hans, Langfelder verkfræðingur, voru neyddir til að takast á hendur. 5júkrahússvist minni lauk í ágústmánuði, og ég hófst taf- arlaust handa um aðstoð við föður minn í eftirgrennslun- um hans varðandi hvarf þess manns, sem við höfðum dáð öllum öðrum framar. Þá var ekki enn lagt neitt bann við því, að fólk hefði samband við þær erlendar sendisveitir, sem höfðu aðsetur sitt i borginni, og okkur heppnaðist að komast yfir nokkrar upplýsingar, auk þess sem við heyrðum fjölda sögusagna, sem ekki var nokkur leið að fá staðfest- ar, hvorki þá né siðar. Meðal þeirra upplýsinga, sem virtust svo áreiðanlegar, að taka mætti þær sem staðreyndir, voru þessar helztar: Hinn 16. janúar 1945 hafði fulltrúi Sovétríkjanna, Dekanozov, tilkynnt sænska am- bassadornum i Moskvu, að sam- kvæmt tilkynningu frá Tsérnittsév hershöfðingja nyti Wallenberg verndar Sovétríkjanna. Hvernig hefðu menn örvakross- hreyfingarinnar þá átt að geta myrt hann hinn 17. janúar? Seinna heyrði ég svo frásögn af atburðum, sem hlýtur að teljast á- reiðanleg með tilliti til þeirra upp- lýsinga, sem siðar hafa komið fram. Kona Giinthers, sænska utanrikis- málaráðherrans, var stödd í heim- sókn hjá frú Kollontai, þeirri frægu konu, sem þá var ambassador Sovétrikjanna i Stokkhólmi, og lét frú Ivollontai þess þá getið i sam- tali, að Wallenberg væri staddur i Sovétríkjunum, þar sem honum liði svo vel, að ekki væri nein ástæða til að liafa áhyggjur hans vegna. En hvernig stóð á því, að þessi maður, sem bjargað hafði manns- lifum, svo hundruðum þúsunda skipti, skyldi vera sendur til Sovét- ríkjanna, án þess að honum gæfist tækifæri til að hafa áður nokkurt samband við fjölskyldu sína? Þess var beðið með eftirvæntingu bæði i Stokkhólmi og Búdapest, að Rúss- ar gæfu einhverja skýringu á þessu. En Rússar þögðu, eins og þeim er lagið. Og opinberlega ríkti stöðugt dul- arfull órofaþögn um Wallenbergs- málið, — unz ungverski sendiherr- ann i Stokkhólmi, Wilmos Böhm, skýrði blaðamanni einum, sem átti tal við liann, frá þvi hinn 28. júni 1946, að fundizt höfðu blóðug fata- slitur á þjóðveginum frá Búdapest til Debrecen, og mætti af því ráða, að það hefðu verið þýzkir nazistar, sem myrtu Wallenberg og hina rússnesku fylgdarmenn hans. Þegar blaðamaðurinn lét i Ijós nokkurn efa varðandi þessar upp- lýsingar, gerðist Böhin sendiherra reiður og sagði þá meðal annars: — Wallenberg hafði unnið mikið starf og gott. En eftir frelsun lands- ins tók hann hins vegar að blanda sér i mál, sem komu honum ekki við. Wallenberg er dauður, og hann átti það skilið. Ef til vill eru þessi orð eins kon- ar lykill að lausninni á þeirri dul- arfullu gátu, sem hvarf Wallenbergs hefiir orðið mönnum. Framhald á næstu blaðsiðu. Sænska forsætisráðherranum, Tage Erlander, voru sýndar margar og miklar verksmiðjur r Rússlandi — en hann fékk ekki að sjá Raoul Wallenberg. Krushtjov — lét taka Beria Molotov — veitti honum að- af lífi. stoð ... þá ... Bulganin, sem nú er einnig í ónáð, tók þátt í samsærinu gegn Beria. Og Beria, sem einn vissi um örlög Wallenbergs, varð því miður ekki spurður. VtKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.