Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 17
lenn strepni Við sáum engan á flugi og mannlaust með öllu á flugvell- inum, sem þeir svifflugsmenn hafa komið sér upp af miklum dugnaði. Við ókum heim að flugskýlinu og húsunum, sem þeir hafa reist sunnan vegarins. Áhugamaðurinn sagði, að það ætti að standa yfir námskeið í svifflugi og þeir hlytu að vera þarna einhvers staðar. Það kom líka í ljós, að svo var. Einluim voru það ungir strákar, sextán til átján ára, og einn kennari var þar með þeim. 'Þeir voru að gera „sjóklárt“; innan tíðar höfðu Framhald á bls. 35. Kennarinn ásamt nemendum á svifflugsnámskeiði. Fallhlífin bundin í strenginn til þess að draga úr falli hans, eftir að honum hefur verið sleppt. Nemandinn í framsætinu, kennarinn í aftursætinu. Beltin hafa verið spennt, og þeir eru þess albúnir að fljúga. Þegar öllum undirbún- [> ingi er lokið, veifa þeir flaggi til merkis um það, að óhætt sé að setja vinduna í gang. 17 ....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.