Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 24
1 litlum garði er lítill gangstígur, sem liggur fram hjá litlum bekk, og bak við bekkinn er götuljósið, sem ég ætla að segja ykkur frá. Þetta var fínt, grænmálað götuljós, og þegar kveikt var á því, lýsti það vel yfir bekkinn og dálítið niður eft- ir gangstígnum. Það var nýfarið að dimma að kveldi og búið var að kveikja á götu- ljósinu. Enga manneskju var að sjá nokkurs staðar, jafnvel ekki smá- hund, og götuljósið stóð þarna eitt og lét sér leiðast. — Hvað á ég að gera af mér? sagði það við sjálft sig. Það er ekk- ert varið í það að standa hér og lýsa engum að gagni. Eftir skamma stund kom þangað maður. Hann settist á bekkinn, tók fram litla bók og byrjaði að lesa í henni. — Kannski ég ætti að láta slokkna á mér, hugsaði götuljósið með sér. Það væri gaman að sjá, hvað mað- urinn gerir. Og götuljósið hló með sjálfu sér. Einn, tveir og þrír, — það varð allt dimmt. — Þetta var undarlegt sagði mað- urinn á bekknujn. Hann tók af sér gleraugun og fægði þau, en það bætti ekki sakirnar. Síðan sat hann örlitia stúnd og beið, og allt í einu kviknaði aftur. — Hi, hí, tísti í götuljósinu. — Jæja, hugsaði maðurinn með sér, ijósið hefur bara aðeins farið úr sambandi. Svo byrjaði hann að lesa aftur, en þá slokknaði á ljósinu í annað skipti, og Þá varð hann svo vondur, að hann stakk bókinni í vasann og fór sína leið. Svo stóð götuljósið aftur eitt og lét sér leiðast. Það leit í kringum sig til allra hliða, en ekkert gerð- ist. — Ó, hvað mér leiðist, sagði það og geispaði. En allt í einu heyrðist eitthvað. Götuljósið sperrti eyrun og hlustaði, hvað var þetta? Jú, þarna komu nokkur börn hlaup- andi. Þau voru í boltaleik og hlógu og hrópuðu. Og nú kunni götuljósið vel við sig, því að það hafði fengið félagsskap. Það gægðist niður á börn- in, og þá langaði það allt í einu svo lifandi skelfing mikið að glettast dá- lítið, það bókstaflega klæjaði. Og einn, tveir og Þrír, — ljósið hvarf. Rétt strax kviknaði á því aftur, og þannig hélt það áfram að kvikna og slokkna og kvikna og slokkna, og þvi meir sem það blikkaði, Því reið- ari urðu börnin. Að lokum kastaði einn drengjanna boltanum beint I höfuðið á götuljósinu, svo að það mölbrotnaði. — Þessu hafðirðu gott af, heimska ljós, hrópuðu krakkarnir og hlupu í burtu. — Bíðið þið bara, hugsaði götuljós- ið með sér, þegar það hafði jafnað sig dálítið. Það skal verða bjart aft- ur. Andartak, svo skuluð þið sjá. Það reyndi mörgum sinnum, en án þess að nokkuð gerðist, því að það var mölbrotið. Og nú varð götuljósið reglulega leitt, — já, það var næstum því farið að gráta. Nú sá það eftir að hafa verið svo hrekkjótt. — Loks eftir langa, langa nótt kom dagiu að nýju. Sólin gægðist fram úr skýj- unum, og fuglarnir byrjuðu að syngja, og svo kom eftirlitsmaðurinn og gerði við götuljósið. Hann settí nýja og fína peru í það, og nú geisl- aði það allt af gleði. Og frá og með deginum I dag hefur það verið þægt og ekki fundið upp á neinum hrekkja- brögðum. GATUR 1. Hvenær geturðu borið vatn í sigti? 2. Hvar var landhelgissamningur- inn undirritaður? 3. Hvenær er það, þegar fíll getur setið á girðingu? 4. Hvaða tveir emberar eru það, sem koma í enda árs? 5. Hvað fæðist með hala, en fóta- laust, og deyr með fætur, en halalaust? Leggið lausnirnar í umslag og sendið Vikunni pósthólf 149. Nafn: .............................................. Heimili: ........................................... Aldur: ............................................. Merkið umslögin með „Gátur“. Hér eru fimm gátur, sem við ætlum ykkur að leysa, og við von- um að þær séu ekki of þungar. Þau, sem hafa allar ráðningar réttar fá verðlaxm. Fyrstu verðlaun eru: Vefstóll eða flugmódel. Mörg auka- verðlaun. Þið munið eftir henni Gullbrá og birnunum þremur. Hér eru vinir hennar birnirnir, en þeir virðast vera I einhverjum vandræð- um. Við verðum vlst að hjálpa þeim að finna það, sem þeir eru að horfa á. KALLI KOKKUR. Nú ætlum við að búa til ávaxta- Kalli og Pétur, þið afhýðið eplið drykk. !Þær ávaxtategundir, sem við og brytjið það i smábita. Og vandið þurfum eru: 1 epli, 1 appelsínu, 1 ykkur dálítið, þannig að allur ávöxt- banana, 2 plómur. Svo byrjum við. urinn fari ekki með hýðinu. Nonni, þú afhýðir bananann og Nú blöndum við öllu saman og skerð hann niður í þunnar sneiðar. setjum í fimm glös. Bætið dálitlu Ég afhýði plómurnar og tek úr þeim vatni og appelsínusafa út 1, en ekki steinana. öli. Lítur þetta ekki freistandi út? 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.