Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 39
hugsa, að hún skuli ekki enn hafa
sýnt yður herbergið yðar, mælti
Kitty afsakandi. — Komið þér með
mér, herra Cleveland. Þetta þolir
að sjálfsögðu ekki samanburö við
Copaeabana-gistihöllina, — en það
hefur þó að minnsta kosti tekið hin-
um ótrúlegustu stakkaskiptum, siðan
við komum hingað. Þá var hvergi
snefill af málningu. Og hann, sem
skrifaði okkur, að þetta væri eitt af
glæsilegustu gistihúsunum í allri
Suður-Ameríku ...
— Hann Terens, bróðir minn. Það
var nú ekki neitt smáræði, sem hann
ætlaði að gera og græða fé á, þegar
hann hélt að heiman frá Irlandi fyrir
tuttugu árum. Og ég var svo heimsk,
að ég trúði öllu, sem hann skrifaði
og var búin aö steingleyma því, hvað
hann var alltaf ýkinn. Og þetta bless-
að gistihús ...
►t/jOKKRU síðar sátu þau úti á ver-
líl öndiimi og drukku te. Victor
* Cleveland gerðist sérlega ræð-
inn, og Marin bókstaflega drakk
hvert orð af vörum hans. Það leið
ekki á löngu, áður en hann hafði
sagt þeim alla sina ævisögu. — For-
eldrar hans voru látnir, en nánasti
ættingi hans var systir, sem hann átti
i Kanada, en hafði ekki séð í áratug.
Um hrið hafði hann starfað við vá-
tryggingafélag, en sleppt því starfi
algerlega, þegar fyrsta leikrit hans
var tekið til sýningar og hlaut hina
beztu dóma. Það hét Söngur vorsins,
sagði hann, og yfirleitt varð honum
tiðræddast um það timabil ævi sinn-
ar, sem fór á eftir þeim sigri.
Hann virðist hafa einhverja gilda
ástæðu til þess að fara sem fæstum
orðum um það, sem þar á undan er
gengið, hugsaði Lisa með sér. Aftur
á móti var hann fjölorður tun New
York, — leikhúsastrætið fræga,
Breiðgötu, leiftrandi ljósaauglýsing-
ar, hástemmt hrós i dagblöðunum, —
sem sagt, Sigur, með stórum upp-
hafsstaf, eins og hann komst að
orði.
— Það hlýtur að vera dásamlegt
að sjá sitt eigið leikrit á sviði, mælti
Marin, og hrifning hennar leyndi sér
ekki.
Hann hló. — Já, því verður ekki
neitað, að það hefur sterk áhrif á
mann að heyra lófaklappið og hrifn-
ingarköllin og vita, að verk manns
hefur öðlazt viðurkenningu, mælti
hann ánægður. — Söngur vorsins var
sýnt í tíu mánuði samfleytt i New
York og alltaf fyrir fuUu húsi.
— Og nú vinnið þér að nýju
leikriti, sagði Kitty hrifin. — Ekkert
skil ég í, hvernig þér farið að þessu.
— Þetta er víst, nánast tUtekið,
meðfæddur hæfileiki, svaraði rithöf-
undurinn lítillátur, — annaðhvort
getur maður þetta eða getur Það
ekki, bætti hann við af rökfastri
hreinskilni. — En sigurinn hefur
líka nokkra hættu i för með sér. Ég
geri mér Það vitanlega ljóst, að Það
er ágætt að vera mikið auglýstur,
og vitanlega verður maður að sýna
aðdáendum sinum fyllstu tUlitssemi,
en þó var svo komið um mig, að ég
sá fram á, að ég yrði að flýja New
York, ef mér ætti að takast að oin-
beita mér að samningu nýs leikrits
og fylgja sigrinum eftir, — flýja
þangað, sem ég væri ekki eins þekkt-
ur og frægur ...
Marin starði á hann aðdáunaraug-
um. — Og þess vegna fluguð Þér til
Ríó?
Hann kinkaði kolli. — Já, en það
kom mér ekki að neinu haldi, því
miður. Ég rakst þar þegar á nokkrar
manneskjur, sem báru kennsl á mig,
og þar með var úti friðurinn. Hann
hló enn. — Og þá gerðist Það, að
ég sendi út neyðarmerkið, sem þið svo
svöruðuð.
— Já, þér fáið áreiðanlega ró og
næði til starfa hérna hjá okkur, mælti
Kitty af sannfæringu. — Hér verður
ekkert til að tefja yður eða trufla.
— Þaö er nú það, mælti hann lágt
NÝTT TÆKNIAFREK!
HIN NÝJA
NEC
TRANSISTOR
FISKSJÁ
FER SIGUR-
FÖR UM
ALLT LAND
SMÁBÁTAEIGENDUR.
Með NEC-FISKSJÁNNI haf-
ið þið tryggt aukinn afla og
bætta afkomu.
Hin handhæga og örugga NEC-FISKSJÁ, eykur
stöðugt vinsældir sínar meðal smábátaeigenda í
landinu.
NEC Transistor fisksjáin vegur aðeins 1,6 kg. (fyrir utan lóð-
stöngina), og er því lang minnsta og handhægasta fisksjá, sem
framleidd liefur. verið til þessa. NEC Transistor fisksjáin er
því sérlega heppileg fyrir trillubáta, aðstoðarbáta við síldveiðar
og fyrir sportveiðibáta.
NEC Fisksjáin er sjálfritandi, notar rakan pappír, og er hver
rúlla 35 m/m breið og 2,5 metra löng.
NEC Fisksjáin hefur 4 dýptarskala, 0—25 m, 20—45 m, 40—65 m
og „Multi“ skala. Signal tíðni: 200 kílórið á sekúndu.
NEC Fisksjáin gengur fyrir venjulegum vasaljósarafhlöðum.
Verð compl. með nælontöskum fyrir mælirinn,
botnstykkið, 12 pappírsrúllum, 1 sett af rafhlöð-
um o. fl. Kr. 5.801,20.
MARCO H.F.
ASalstræti 6. — Símar 15953 og 13480.
og eins og við sjálfan sig. En hann
horfði á Marínu.
Og hún heyrði, hvað hann sagði,
enda ætlaðist hann áreiðanlega til
þess. Hún varð kafrjóð í vöngum,
enda þótt hún reyndi að taka undir
við móður sína. — Nei, hér verður
ekkert til að trufla yður, þvi að hér
gerist aldrei neitt. Og hingað kemur
aldrei neinn, — segi ég það ekki satt,
Lísa?
— Hingað til hefur verið dásamlega
rólegt hérna, svaraði Lísa og lagði
sérstaka áherzlu á fyrstu orðin. Sér'
til gremju sá hún glettnisglampa
bregða fyrir í augum Victors Cleve-
lands.
— Ég skal reyna að trufla ekki
neinn, sagði hann með ýktri kurteisi,
sem varð til þess, að reiðin blossaði
aftur upp í huga hennar.
Hún reis á fætur, bað þau hin hæ-
versklega afsökunar og gekk inn í
húsið, þar sem Mikki var í óðaönn
að lagfæra og taka til í herberginu,
sem Beryl var ætlað. Þegar hún kom
inn, var hann að mála veggina ljós-
bláa. Hann leit um öxl, þegar hann
heyrði fótatak Lísu. — Það er gott,
að þú kemur, sagði hann. — Hjálpaðu
mér að ýta til skápnum þarna, en
gættu þín, því að málningin er ekki
þornuð. Bn svo bætti hann við: —
Fyrirgefðu, ég mundi ekki eftir því,
að þú ert komin í stássklæðin.
Henni varð litið á kjólinn, sem hún
hafði farið í, áður en hún fór að
sækja nýja dvalargestinn. — Bíddu,
á meðan ég skipti, sagði hún. — Það
tekur enga stund.
Framhald í næsta blaði.
HVAR ER
WALLENBERG?
Framhald af bls. 17.
hans, dirfsku hans og falslausan
mannkærleika.
En þóit margir grétu dauða
Wallenbergs, var hahn á lífi ein-
hvers staðar i Sovétrikjunum.
tveimur árum síöar, sumariö
1947, barst mér tilkynning
frá ,,Kat-pol,“ það er póli-
tisku lögreglunni, þar sem
ég var kvödd til að koma i stöðv-
ár liennar.
Slikar tilkynningar eru alltaf dá-
litið óþægilegar, og ég var því i
talsverðu uppuámi, þegar ég var
leidd fyrir ungan lögregluliðsfor-
ingja, Kalman að nafni.
— Kannizt þér við Denes Benz-
eredy? spurði hann.
— Já, svaraði ég. Hann var yfir-
maður gagnnjósnadeildar örva-
krosshreyfingarinnar. Ég sat þar
sem fangi í byrjun árs 1945.
- Það kemur lieim, sagði þessi
Kalman. — Einn af föngum okkar,
Gabor Alapy, mótmælir þvi nefni-
lega harðlega,, að hann skuli vera
settur í sama klefa og þessi náungi,
sem hann heldur fram, að hafi
látið pynda sig. Og hann nefnir
yður sem vitni.
Þessar fréttir komu mér óþægi-
lega á óvart. Gabor sat þá, eftir
þessu að dæma í fangelsi. En ég
fékk ekki ráðrúm til að brjóta
heilann um það til lengdar, því
að nú var ég krafin langra og
flókinna útskýringa á sambandinu
milli þess, að ég starfaði lijá Wall-
enberg og að ég var tekin höndum
af þeim i örvakrosshreyfingunni.
Og brátt varð mér Ijóst, að það var
eingöngu jietta, sem þeiin fannst
máli skipta.
Þegar þetta gerðist, hafði ég ekki
minnstu hugm'ynd um það, að
sænska ríkisstjórnin hafði afhent
Framhald á bls. 42.
VIKAN 39