Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 9
A þjóðin nð þegnr forsetinn gengur Umgengnisvenjur og kurteisissiðir hafa verið vandamál meðal flestra þjóða alla tíð, þó að íslend- ingar hafi löngum látið sig slík mál litlu varða. Það hefur verið látið liggja milli hluta, hvernig menn heilsast og kveðjast, og þótt bezt, þegar minnst var um haft. Þó hafa risið upp deilur um ýmsar umgengnisvenjur, og er skemmst að minnast vandamálsins: Þú eða Þér. Nú hefur mál svipað þessu skotið upp kollinum og urðu um allsnarpar deilur á öndverðum vetri. Snerust þær um forseta vorn, og réðu stjórnmála- skoðanir mestu um það, hvernig menn brugðust við. Thorölf Smith: [> Eg svara þessari spurningu Vik- unnar 'biklaust játandi. Eg geri ráð fyrir, aS hér sé um þaS spurt, hvort menn eigi aö risa úr sætum fyrir forsetanum viö ýmsar hátíölegar at- hafnir, t. d. á hátíöasýningu í Þjóö- leikhúsinu eöa öörum mannamótum, þar sem forseta er boöiö eöa hann er viöstaddur samkvæmt embættis- skyldu sinni. MeÖ þessu móti erum viö aö votta þessu æösta embætti landsins viröingu okkar. Ég fæ ekki séö, — þó aö ég hafi heyrt því fleygt, — aö meö þessu séum viö aö gera okkur sek í einhvers konar hégóma- skap eöa „snobberíi“, eins og þaö er kallaö, heldur finnst mér þetta heyra undir almenna og sjálfsagöa mannasiöi. 1 lýöveldisfyrirkomulagi er aö sjálfsögöu ekki eins mikil form- festa eöa erföavenjur og jafnan hafa fylgt konungdœmi. En engu aö síöur er í lýöveldi tiltekin formfesta, sem skapar viröingu, og þessu hljótum viö aö halda. Sumir 17lafa haldiö þvl fram, vegna þess hversu islenzkt þjóöfélag er lítiö og allir þekki atla, aö elcki sé sama nauösyn hjá okkur á sömu formfestu og þykir sjálfsögö meö öörum og stærri þjóöum. Ég held, aö litilli þjóö sé ekki siöur nauösyn aö sýna æösta embœttismanni þjóöarinn- ar fulla viröingu en þaö er meö hin- um fjölmennari þjóöum. En á hinn bóginn lít ég svo á, aö forseti Islands sé eini embœttismaöur landsins, sem menn eigi aö rísa úr sætum fyrlr, þegar hann gengur í salinn. Skiili Thoroddsen: Sjálfsagt geta allir oröiö sammála um þaö, aö forsetinn og aörir Islendingar veröi aö heilsast meö einhverju móti, er þeir hittast á mannamótum. Hins vegar finnst mér, aö kveöja sú, sem viöhöfö er t. d. t Þjóöleikhúsinu, minni fullmikiö á hermenn votta látnum manni viröingu sína, og ekki get ég varizt þeirri hugsun, aö jafnan yröi ég glaöari aö sjá forseta minn, ef vér vcérum ekki liersetin í landi voru. Thor Vilhjálmsson: Því slcyldi ég vera aö amast viö því, of menn endilega viljat Ef állur þingheimur sprettur á fætur, býst ég viö, aö ég tœki þaö ekki nœrri mér aö gera þaö líka, — cf ég væri ekki þvi verr fyrirkallaöur eöa vant viö látinn, — eins og til aö viötirkenna félagsskapinn r.ieö útakslausu viöbragði, sem skuldbindur mig ekki á neinn hátt. stnndn upp í snlioo? Þar sem málið snertir æðsta embætti í þjóðfélagi voru, er fróðlegt að vita, hvernig ýmsir aðilar bregðast við, þegar lögð er fyrir þá spurningin: Á þjóðin að standa upp, þegar forsetinn gengur í samkomusal. Þá er að sjálfsögðu átt við, að hann komi fram í nafni embættisins, en ekki sem „prívatmaður.“ Vill Vikan með því móti reyna að varpa Ijósi á þetta atriði frá þeim sjónarhóli séð, hvort æskilegt sé að hafa þennan hátt á og hvort menn vilja líta þannig á, að hér sé kurteisissiður á ferðinni, sem okkur beri að iðka, eða einungis snobb, eins og sumir hafa haldið fram. Einar Ágústsson: Eg segi, aö menn eigi hiklaust aö standa upp fyrir for- setanum sem slíkum, þegar hann gengur í salinn. Og ég tel, aö þaö sé vegna þess, aö hann sé einingartákn þjóöar- innar, og meö því aö sýna þvl einingartákni viröingu, þá sýnir þjóöin sjálfri sér viröingu um leiö. Mattlúas Jóhannessen: Já, ef menn hafa heilsu til. vikan 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.