Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 3
Útgefandi: VIKAN H.F. mtatjóri: Gfali SigurSsBon (ábm.) Auglýsingafitjóri: Jóhannes JÖrundsson. . Framkvtemdaatjóri: Hilmar A. KrÍBljánsson. Bitítjórn og auglýslngar: Skipholtl: 33. Slmar: 35320, 35321,, 35322, Púít- hóíf 149. ÁfgrelBsla og dreiíing: BlaSadreifing, Miklubraut 15, slmi:: 36720. Drélflngarstjóri: Óskar Karis- son. VerB i lauaasðlu kr. 15. Askrlft- arverÐ er 200 kr. órsþriBjungslega, j grelðist. fyriríram. Prentun: - h.f. Myndamót: Eaígrat h.t / næsta blaði verður m.a.: Breyzkur en hjartfólginn bróðir. Grein um Gest Pálsson, skáld í tilefni af 70. ártíð hans. Eftir Gunnar M. Magnúss. Bláu skórnir, smásaga. f fullri alvöru. Greinarkorn eftir Drómund. Grasekkjumaðurinn, smásaga eftir S.A. Sigurjónsson. Litið peð í stóru tafli, sakamálasaga. Hjónakornin: Sóibað í duftinu. Myndun og eyðing rauðu blóðkornanna. Grein um læknisfræðileg málefni. Verðlaunagetraun: Transistor útvarpstæki að verðlaunum. Kvikmyndasagan: Presturinn og lamaða stúlkan. Hús og húsbúnaður: Þrældómur í metnaðarskyni. Greinin fjallar um þá, sem byggja of stórt af einhverjum annarlegum ástæðum og binda sér óviðráðanlegan bagga. Blindi maðurinn. Smásaga eftir norska skáldið Sigurð Hoel. Brennivínsást .. Kæra Vika. Ég leita til þin í vandræðum mín- um og vona, að þú gefir mér ein- hver ráð, sem duga. Svoleiðis er, að ég var í vetur með strák, sem ég er injög hrifin af, en hann kom oftast til mín, þegar hann var full- ur. Hann virtist líka hrifinn af mér. Svo kom upp kjaftagangur um okk- ur —- ég átti að hafa sagt talsvert Ijótt um hann. Hann komst að þess- um kjaftagangi, en ég fór auðvitað undir eins til lians og sagði honum eins og satt var, að ég hefði aldrei sagt neitt um hann. Við höfum stundum verið saman síðan. Ég fór svo í burtu í tvo mánuði, og nó hef ég ekki séð hann. Þó vorum við bæði með hátíðleg loforð, þegar við kvöddumst seinast. „Hann kom oftast til mín, þegar hann var fullur ________“ segir þú. Finnst þér þetta bera vott um sanna og yfirþyrmandi ást? Finnst þér rétt að ganga á eftir manni, sem einungis leitast eftir kunningskap þínum og vináttu, þegar hann er undir áhrifum áfengis? Annars er þetta vanda- mál, sem þú verður að stríða við ein þíns liðs — þú segir allt of lítið í bréfi þínu, til þess að hægt sé að gefa þér nokkur ráð að gagni. Sjálfsagt finnst mér samt, að þú hafir samband við þennan ástvin þinn — ekki sízt vegna þessara hátíðlegu loforða. Reyndu að tala út um þetta við hairn í fyllstu einlægni. Ef hann elskar þig, ættp örlítill „kjaftagangur“ ekki að verða til þess að hann verði þér afhuga. ustu hreinlælisreglum ... Læknar eiga að gera sér far um að endur_ nýja lestrarefnið vikulega. Fólkið, sem verður að bíða lang- stundum á hiðstofu, er yfirleitt ekki ýkja upplitsdjarft, og hirðuleysið og slæm umgengnin á biðstofum er síður en svo til þess að hæta ór því. Með fyrirfram þökk. Það hefur einu sinni eða tvisvar verið minnzt á þetta í bréfum til Póstsins og ég er fyllilega samála Kötu hvað það snertir, að nauðsynlegt er að biðstofur séu þrifalegar og eins notalegar og unnt er. Þetta er beinlínis sál- ræn nauðsyn fyrir sjúklinginn, sem situr og bíður, oft kvíðinn og hrelldur. Læknar gætu með litlum tilkostnaði bætt úr þessu. — Auðvitað eru hér eins og ann- ars staðar til heiðarlegar undan- tekningar, sem aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. — Það er dýrt spaug fyrir læknana að end- urnýja forðann vikulega, og því miöur eru þeir, sem á biðstofum bíða, oft svo ósvífnir að stinga girnilegu lestrarefni í vasann. Er grenið að drepast? Kæri Póstur. Þó, sem leysir margan vandann, vertu mér nó hjálplegur. Þannig er mál með vexti, að ég hef yndi af trjárækt og garðrækt yfirleitt. I fyrra gróðursetti ég nokkrar greni- plöntur i garðinum hjá mér. Ég lét sprauta trén i vor, en nó eru all- flestar plonturnar að veslast upp. Það er eins og eitthvert drep sé komið í trén. Ég kem ekki auga á neinn trjámaðk. Getur verið, að sprautunin hafi hálfdrepið trén? Sum trén eru orðin brón og ve- sældarleg. Get ég nokkuð gert ann- að en henda þeim? Með fyrirfram þökk. Garðyrkjukona. P.s. Hvernig er skriftin? Það kemur varla til greina, að trén séu að veslast upp, vegna þess að þau voru sprautuð í vor, og er ekki gott að segja hvað að þeim gengur, og væri þér hollast að leita til okkur fróðari manna um það. Fyrir skömmu flutti Hákon Bjarnason erindi I út- varpið og minntist þá einmitt á, að grenitrén væru mjög veik fyrir alls kyns utanaðkomandi áhrifum, og hefði rnikið borið á visnun í þeim síðustu árin. Ekki kann ég samt að nefna orsakir þessa krankleika, en Hákon sagði ennfremur, að vafalaust væru til mörg lyf gegn þessu, en bezti græðirinn væri samt náttúran sjálf. Þess vegna skaltu umfram allt ekki henda þessum trjám, þótt vesældarleg séu, því að öll líkindi eru fyrir því, að náttúran grípi til sinna ráða og græði þessi mein. — Skriftin er mjög þokkaleg, og gæti verið enn betri, ef þú vandaðir þig örlítið. Kæra Vika mín, ég get ekki gleymt honum. Það minnir mig svo margt á hann. Hvað á ég að gera? Gulla Valda. Elsku Vika mín, þó mátt til með að segja mér, hvað ég á að gera. Ég er viss um, að ég kynnist aldrei eins góðum strák og hann var. Biðstofur ... Kata skrifar okkur langt bréf og segir m. a.: Hvernig stendur á því, að það er alltaf svo hörmulegt um að litast á öllum læknabiðstofum hér í bæ? ... og svo liggja eldgöm- ul og snjáð blöð eins og hráviði um alla biðstofuna. Ekki skil ég í því að það sé samkvæmt ströng- Vín með í helgarferðina ... Kæra Vika. Það er sagt, að gamla fólkið sé alltaf að nroldra ót af ungu kynslóð- inni, og það er svo sem ofur eðli- legt. En mig langar að koma eftir- farandi á framfæri, og finnst mér ástæða til: Nó orðið getur ungt fólk alls ekki skroppið ót ór bæn- um um eina lielgi, án þess að hafa með, sér vín — og þá dugar ekki minna en ein flaska á mann. Vínið er orðið jafnnauðsynlegt og matur- inn var í gamla daga. Það verður að gera eitthvað við þessu. Getur ekki Vikan skrifað svo sem eina grein, til þess að benda á þessa hneisu? Kona af gamla skólanum. i ■! i Þetta er gamall barlómur, kona góð, og þótt eitthvað sé satt í bréfi þínu, finnst mér þú allt of róttæk. Það er mesta fjarstæða, að ungt fólk geti ekki ferðast, án þess að hafa með sér vín. Ég held, að greinin verði að bíða, enda þótt Vikan sé meira en fús til þess að leggja sinn skerf að marki, til þess að uppræta allan heimsósóma — og við tökum undir með þér hvað það snertir, að unga fólkið nýtur mun betur dvalarinnar úti í náttúrunni, ef Bakkus er ekki einn f þeirra hópi. Fegurðardísirnar enn - klíkuskapur? Grímsey, 23/6 1961. Ka^ri Póstur. Þ^r sem engin ferð var héðan, rétt áður en átti að senda atkvæði um fegurðardrottningu, (þó ég bó- ist ekki við, að mitt hefði breytt miklu) þá get ég ekki látið hjá líða að láta í ljós þá skoðun mína, að þetta hljóti að vera hreinasti klíku- skapur hvað órslitin snertir, því þær stó.lkur, sem ófriðastar eru, eftir myndunum að dæma, komast í 1. og 2. sæti. Þessi ungfró Reykja- vík er hreinasta hörmung, og hissa er ég, ef höfuðborgin á ekki feg- urri fulltrúa. Tilfellið er, að þess- ar stólkur, sem taka þátt i þessu, bera ekkert af yfirleitt, því að það er svo mikið af laglegum stólkum til. Ég sá fegurðardrottninguna í fyrra. Hón er sem maður segir snot- ur, en hefur engan sérstakan persónuleika. Enda er það auðfund- ið hvað þessar stólkur eru innan- tómar, því engin á sér veglegra áhugamál en að verða sýningar- stúlka. Er það nó smekkur. Með beztu kveðju. Sveitakona. Klfkuskapurinn, sem þú minnist á, er sannarlega mesta fjarstæða, þvf það var þjóðin sjálf (kannski mestmegnis Reykvíkingar) sem völdu þessar veglegu dísir. Hitt skal ég ekki segja um, hvort smekkur manna er svo gífurlega ólfkur í höfuðstaðnum og Gríms- ey, að eyjarskeggjar þar nyrðra gefi sér tíma til þess að stinga niSnr penna og kvarta sáran undan smekknum hér syðra. Það ber flestum saman um það, að þær áttu það skilið, stúlkurnar í efstu sætunum, að verða þessa heiðurs aðnjótandi. — Ég veit ekki hvað myndi gerast, ef stúlk. urnar væru sendar norður til Grímseyjar, en eitt er þó víst, að hér syðra hefur margur karl- maðurinn fengið hálsríg, þegar þessir fögru fulltrúar kvenþjóð’- arinnar sjást spranga um götur bæjarins. — Ef þú talar fyrir munn allra Grímseyinga, Sveita- kona góð, sé ég ekki annað ráð en þið haldið ykkar eigin, prívat fegurðarsamkeppni. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.