Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 31
Mig langaði til að tala til liennar
huggunarorðum, koma meS útskýr-
ingar, biSja hana fyrirgefningar, en
tíminn virtist ekki vera hentugur.
Ég bað hana þess vegna aS koma
aftur annaS kvöld, þvi að mig lang-
aði til að tala við liana. Hiin lyfti
hægri augabrúninni lítið eitt og
horfði einkennilega á mig, en féllst
á að koma. Siðan þrýsti hún hand-
legg minn og hraðaði sér út.
16. desember.
Hún kom ekki.
10. janúar.
í tvær vikur hafði hana vantaS
i tónlistartímana. Hvað hef ég gert?
Þetta getur ekki gengið svona leng-
ur. Ég rugla einungis námsferli
hennar.
„Kæra Hilda. 17' janÚar‘
Ég bið þig, vertu alveg róleg. Það
er óþarft fyrir þig að forðast mig,
það veldur þér aðeins áhyggjum,
auk þess sem það er engin lausn.
Þú þarft eltkert að útskýra fyrir
mér; aðild þin i málinu er alveg
ljós, en verið getur, að af minni
hálfu sé þörf skýringar. Ef ég gæti
fengið að tala við þig i hálftima i
kvöld, þá vona ég, að ég geti kippt
öllu i eðlilegt horf.
Með hinum leynilegu funduni
okkar hef ég stofnað bæði þér og
mér í hættu. Siðast, þegar við hitt-
umst, móðgaði ég þig meir en orð
fá lýst. Vertu róleg, kæra barn.
Vitfirringin er liðin hjá, og sam-
band okkar fær aftur sinn fyrri,
eðlilega svip.“ (An undirskriftar).
18. janúar.
Hún kom ekki. Ég er sleginn ótta
vegna þessa opinskáa bréfs.
19. janúar.
í dag kom hún í músiktima. Ég
bað hana að hinkra við eftir
kennslustundina og spurði, hvort
hún hefði fengið bréf mitt í fyrra-
dag. „Ó, hvers vegna sendirðu það?“
spurði hún. „Það varð alveg uppi-
stand. Mamma og pabbi opnuðu það
og lásu á undan mér. Þau spurðu,
frá hverjum það væri. Þegar þau
fengu að vita það ...“
„Þú sagðir þeim frá þvi?“ sagði
ég rámur.
„I-Ivað gat ég gert? Þau heimtuðu
það! Þau — þau —“ Hún þagnaði
og horfði á mig flóttalega; síðan
leit hún undan.
Það fór ískukli um mig allan. Guð
minn góður, hugsaði ég. Iiingað hef-
ur brjálsemin leitt mig. — Ég sagði
við hana:
„Farðu, farðu, harnið mitt. Guð
veit, hvað verður úr þessu. Þú ert
saklaus, ekkert mun hendi þig. Og
ég------með mig verður líka allt
i lagi. Farðu, og láttu mig einan.
Við tölum betur saman seinna.“
Kl. 6 að morgni.
Ég hef ekkert sofið 1 nótt. Um
lágnættið var ég þó rólegri, en nú
fer að daga, og nóttin liefur ekkert
ráð getað gefið mér.
Borgin er að vakna, og fyrstu
hljóð dagsins nistast gegnum vit-
und mína.
Árförull sporvagn, fullur af
verkamönnum, fer fram hjá með
skerandi hvini og bláleitum glær-
ingum. Ég lít út um gluggann. Kald-
ieitar stjörnurnar eru farnar að
fölna úti við sjóndeildarhring.
Kanarifuglinn minn tístir syfjulega
og færir sig til á prikinu sínu.
Vesalings litii fangi! Bráðlega
færð þú freisi. Ég skal hleypa þér
út úr þessu búri, út í morgunroð-
ann, og síðan hleypi ég sál minni
út úr búri brjósts mins, út í ljós-
vakann.
Vertu sæl, kæra stúlkan mín.
Haltu djarflega áfram á breiðum,
björtum vegi lifsins. Zoffany fer
— — stytztu leiðina, gegnum
myrkrið.
Eftirmáli Evgens Gilpins.
Hinn óvænti dauði Zoffanys vakti
geysimikla athygli i bænum. Þremur
dögum eftir sjálfsmorð hans var ég
að fara í skólann að morgni dags,W
þegar ég heyrði samtal þjónustu-l||
stúlkunnar okkar, Margrétar, sem ■
er málgefin, heimsk kona, og bréf- !
berans.
„Jarðarför Zoffanys kennara fer
fram í dag,“ sagði bréfberinn.
„Æ, vesalings maðurinn! Hvað gat
rekið hann til svo liræðilegs verkn-
aðar? Hann virtist hlédrægur mað-
ur, en ekki óhamingjusamur. Hvaða
leyndarmáli hefur hann búið yfir,
sem kom honum til að ráða sér
bana?“
„Við vitum það ekki, fröken. Það
er leyndardómur. Og leyndarmálið
tekur hann með sér i gröfina.“
(Þýtt úr esperantó með leyfi höf-
undar).
LÍFSYIZKA
Framhald af bls. 25.
LISTIN AÐ DEYJA.
Eins og lygn á liður lif sumra
manna fram, liðast e. t. v. i mjúkum
bugðum, en rekst hvergi á þver-
hnýpi, sem þvinga það í krappa
beygju og þröngvi því i harðan
streng. Slík ró er þó ekki eingöngu
ytri aðstæðum að þakka; miklu
fremur sprettur hún af þvi samræmi
skapgerðarinnar, sem ég drap á áð-
an. En hvort sem æviskeiðið likist
lygnu eða straumþungum streng,
verður jafnan nokkurt brot ofan við
ósinn, sem minnist við haf dauð-
ans. Þar á lífsvizkan að standast
sína hörðustu raun.
Dauðinn er fólginn i öllu lífi. En
manninum, einu lífverunni, sem er
gædd hæfileikanum til lífsvizku,
veitist örðugt að sætta sig við þá
tilhugsun, að dauðinn afmái per-
sónuleik lians. Samt er það hlutverk
lifsvizkunnar að finna lausn á þess-
um vanda, að vísu ekki fullsannaða
og óyggjandi, en þó trúarlega stað-
reynd. Lausnirnar verða auðvitað
margbreytilegar, eftir lifsviðhorfi
manna og lieimsskoðun.
Þeir, sem fastast eru tengdir lif-
inu, óska að fá að njóta unaðssemda
þess einnig eftir dauðann. Norræn
Óðinstrú tofaði æsandi ævintýrum
og dýrlegum veizlum víkingalífsins.
í lok hildarleiksins skyldu hinir
föllnu rísa upp og gangá í veizlu-
salinn mikla, þar sem aldrei þraut
mjöð. í líkum tóni lofar Múhameð
hinum trúuðu dýrð annars heims.
„Til þess að þjóna yður munu ungl-
ingar, gæddir óþrotlegri æsku, bera
yður krúsir, skálar og ker full af
Framhald á næstu siðu.
Husqvarna
ELDAVÉLASETT GERIR HÚSIÐ ÞÆGILEGRA OG FALLEGRA.
Bökunarofn með sjálfvirkum hitastilli og glóðarrist.
ELDUNARPLATA með 3 eða 4 hellum.
Fullkomin viðgerðarþjónusta varahlutir jafnan fyrirliggjandi.
EINKAUMBOÐ:
Gunnar Asgeirsson h.í.
Suðurlandsbraut 160. — Sími 35200.
Umboðsmenn víða um landið.
31