Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 25
 I: yitzrsm rnimjm t Mgs * ■« _ - i •V' . Dr. Matthías Jónasson: Leonardo da Vinci gæti verið ímynd líísvizknnnar, sem menu öðlast ekki fyrr en með árunnm. Listin að lifa er ekki alltaf léð gáfnmönnum; lífsvizkan er framar ölln fólgin í samræmi skapgerðarinnar, innra öryggi og eðlilegri ytri takmörkun. SAMRÆMD SKAPGERÐ. Listin að lifa er ekki fyrst og fremst háð vitsmunum í almennum skilningi. Sú list reyndist torlærð mörgum gáfumanni, svo að á honum sannaðist átakanlega, að gæfa og gjörvuleiki eiga ekki ávallt samleið. Lif annarra formast aftur á móti í feirulausa, listræna heild, þó að gáfur séu annars ekki miklar. í hverju er lífsvizkan þá fólgin? Við svarið koma auðvitað margvisleg sjónarmið til greina samkvæmt þeirri heimsskoðun, sem ræður á hverjum stað og tima. Jafnvel persónuleg sjónarmið geta ráðið þvi. Þannig taldi t. d. Schopenhauer lífsvizkuna fólgna í sjálfsnægð einstaklingsins. Því betur sem ein- staklingurinn fullnægir sjálfum sér, þvi óháðari sem hann er öðrum, þvi dýpri og sannari verður lífsvizka hans. Þess vegna skortir ung- menni jafnan alla lífsvizku. Þau þola illa einveru, hvað þá heldur einmanaleika, og sækjast stöð- ugt eftir samvistum við aðra. En hver sá einstaklingur, sem er gæddur anda og göfugu hjartalagi, ætti á efri árum að vera orðinn sjálfum sér nóg- ur. Lífsvizkan væri þvi fram- ar öllu skart ellinnar, árang- ur reynslu og sjálfslögunar. Þetta var skoðun Schopen- hauers. Hún er ekki rökheld, þó að hún bendi að ýmsu leyti i rétta átt. Það er auð- vitað einher lcredda, að hin sterka félagslineigð æskunnar stafi eingöngu af hviklyndi. Og tilhneiging hins aldraða til einveru er oft hrörnunarfyrirbæri. Eigi að síður öðlast sá einn sanna lífsvizku, sem hefur þroskað með sér samræmda skapgerð, er að nokkru marki sjálfum sér nógur og lifir sáttur við tilveruna. Vanréttisduldin, sem vex af magnlausum hefndarhug þess manns, sem finnst samfélagið hafa kúgað hann, og siðbótarástríðan, sem sveitist stöðúgt við að bæta hinn spillta heim, þær loka braut lifsvizkunnar. Lífsvizkan er framar öllu fólgin í samræmi skapgerðarinnar, í innra öryggi og eðlilegri ytri takmörkun. Forn-Grikkir eru taldir hafa raun- hæft þessa skapgerð betur en við þekkjum dæmi um með öðrum þjóð- um. List þeirra er framar öllu túlkun þessarar lífáskoðunar og þeirrar manngerðar, sem hyllir hana. Hún einkennist af samræmi og innri ró, sem ýmist kemur fram sem stolt sigurvissa eð’a bljúg undirgefni undir þjáningu og dauða. Þessi heilsteypta manngerð þarfnast engrar grimu. Forn-Grikkinn er opinskár bæði 1 gleði og sorg. Hann blygðast sín ekki fyrir að bugast undir þunga örlaganna. Jafnvel hetjunni sæmir að gráta. Tárið fellir engan skugga á hreystiljómann. Allsendis frábrugðin þessu er sú gerð lifsvizkunnar að bæla niður og breiða yfir þá kvöl, sem bitur örlög valda. Glögg dæmi um hana finnum við víða 1 íslendinga sögum, t. d. áhugi Atla á hinni nýju vopna- gerð, þegar spjótið stendur i gegnum hann. „Þau tiðkast nú in breiðu spjótin“. Með þau orð á vörum féll hann dauður. Annað dulargervi sársaukans er ofsinn, sem í vonlausri heift læzt mundu sigrast á al- heimsöflunum, t. d. heitingar Egils Skalla-Grímssonar og Bólu-Hjálmars við guðina. Þannig reyna þeir að draga dularhjúp yfdr þá harma, sem eru í þann veginn að buga þá. Lífsvizka VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.