Vikan


Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 17.08.1961, Blaðsíða 16
5umir hafa hugsað sér þá skýr- ingu, að Wallenberg hafi ver- ið handtekinn í misgripum eða misskilningi á þessu upp- lausnartímabili, þegar algert öng- þveiti var rikjandi og Rússar virt- ust taka menn tii fanga af handa- liófi. Persónulega þekki ég mann nokkurn í 'Búdapest, sem skrapp út til að kaupa brauð dag nokkurn í febrúarmánuði árið 1945 — og kom ekki heim aftur fyrr en síðla sumars árið 1948 og hafði verið haldið allan timann í fangabúðum í grennd við Nisní-Novgorod. En hefði slikt komið fyrir í sambandi við Wallenberg, mundi hann vafa- laust liafa verið látinn laus tafar- laust. Hann talaði rússnesku eins og sitt eigið mál og hefði því ekki veitzt erfitt að skýra frá því, hver hann var. það er þvi varla hugsan- legt, að um nokkur misgrip geti liafa verið að ræða. Ekki er með öllu óhugsandi, a6 hann hafi orðið fyrir því, að ein- hver af foringjum rússnesku lier- lögreglunnar tæki mál hans i „sínar eigin hendur“ og á þann hátt, að Rússum hafi Jitizt vænlcgast að halda þvi leyndu i þvi skyni að koma í veg fyrir, að lögreglan glataði áliti og virðingu meðal al- Inennings. Sú tilgáta virðist þó ekki heldur sennileg, þar eð Tsérnítsév hershöfðingi tilkynnti sænska utan- ríkismálaráðuneytinu það um miðj- an janúarmánuð, að Wallenberg hyti verndar Rússa. Auðvitað kann að vera, að Rúss- ar hafi áður verið varaðir við þess- um hlutlausa sendisveitarmanni, sem Icgði lif sitt i hættu til að bjarga mönnum frá dauða og berj- ast gegn handtökum og fangelsun- um. Atburðir þeir, sem síðan hafa gerzt, benda ótvirætt til þéss, að Rússarnir, sem stóðu að hertöku Búdapest, hafi ekki talið slikt beinlinis æskilega manngerð. Og það verður að minnsta kosti að teljast ákaflega líklegt, að Wellen- berg hafi ekki farið í launkofa með skoðun sina, hafi hann orðið sjón- arvitni að einhverjum þeim atburð- um, sem vöktu gremju hans og and- úð, heldur horið fram harðorð mót- mæli tafarlaust og reynt að koma i veg fyrir þá. Orð Böhms sendd- herra gætu bent til þess: ■—■ Eftir frelsun landsins tók hann liins veg- ar að blanda sér í mál, sem komu honum ekki við ... Ýmislegt það, sem siðan hefur gerzt, virðist og renna stoðum und- ir þá tilgátu. Ég hcyrði til dæmis sagt mörgum árum eftir þetta, að rússneskur sendisveitarmaður hefði látið þau orð falla í opinberu sam- kvæmi i Stokkhólmi hinn 15. sept- emher 1948, að Wallenberg væri á lífi. Við vorum hins vegar til- neyddir að handtaka hann, vegna þess að hann framdi glapræði, eftir að Ungverjaland var frelsað. ersónulega er ég þess full- K 1 viss, að hvarf Wallenbergs y stafi hvorki af misskiln- w ingi né slysni. Sú skipu- lagða ofsókn, sein hafin var gegn öllum þeim, sem unnið höfðu með honum í sænska scndiráðinu, sann- ar það. Iivers vegna skyldu Riíssar ann- ars hafa komið gagngert heim til mín þeirra erinda að handtaka mig? Hvers vegna vörpuðu þeir föður minum i fangelsi og fóru bannig með hann, að hann kom baðan andlega og likamlega niður- brotinn? livers vegna voru fjölda- margir teknir og yfirheyrðir, svo að klukkustundum skipti, eingöngu fyrir þá sök, að þeir höfðu haft einhver kynni af Wallenberg? Ég held. að mér hafi tekizt að ráða Wallenberg-gátuna. Skömmu eUir að Rússar komu til .Búda^p.st, hafði liann fund með nánustn samstarfsmönnum sinum, og var sá fundur levnilegur. Þar skvrðí h->nn beim frá fyrirætlun- um sinum. Hann hafði í hyggju að koma á fót stofnun, sem átti að hafa það hlutverk með höndum að aðstoða alla útlæea Ungverja on aðra ungverska flóttamenn við að komast aftur heim t'l Ungverja- lands og setiast þar að og einnig að vinna að hví. að Gyðingar fengjn aftur allar hær eignir, scm þeir höfðu verið raendir. Hann gerði sér ”onir um. að ungverska stjórnin mundi veita sér styrk og liðsinni við að koma slikri stofnun á fót. Þegar hann hélt frá Búdapest til Debrecen hinn 17. janúar 1945, hefur hann vafalaust verið stað- ráðinn í að fara þess á Ieit við Malínóvski hcrshöfðingja, að hann styddi hann við að koma þessari stofnun á fót. Það fer varla milli mála. eð þeirri uppástungu hafi verið tekið með tnkmarkaðri hrifn- ingu; við vitum það að minnsta kosti nú. að Rússar höfðu sjálfir flæmt fjölda manna i útleggð. Ætli þeim hafi ekl i litizt það hyggileg- ast að taka þann mann úr umferð, sem fengið hafði svo hættulegar flugur i kollinn? Með þvi að tilkynna öllum um- heimi, að þýzkir nazistar hefðu myrt Wallenberg, voru Rússar sjálf- ir úr öllum vanda, að minnsta kosti i Búdapest. Ungverjar þökk- uðu Wallenberg það, sem hann hafði fyrir þá gert, með því að vefja minningu hans dýrðarljóma og kenna við hann götu eina í höfuðborginni, — götu i borgar- hverfi því sem eitt sinn naut verndar hans og þar sem ótalmörg- um flóttamönnum og ofsóttum var búinn griðastaður fyrir atbeina Framhald á bls. 39. Alragrai I up Það var eitt kvöldið, að ég hitti einn með áliuga, — við skulum segja áhuga fremur en dellu; jiað væri ekki nægilega virðulegt. Áhugi hans beindist hvorki að frímerkjum né bilum, — ekki einu sinni að gömlum hílum, — og þá farið þið sjálfsagt að halda, að maðurinn hafi verið skrýtinn. Þá vil ég minna á þá stað- reynd, að þetta er virðulegur maður, og sem slíkur hefur hann virðuleg áhugamál. Hann vildi fá mig með sér í svifflug. Jú, alveg rétt, jiað var cinmitt svifflug, þetta virðulega áhugamál hans, — svifflug og Þetta er vindan, sem notuð er til þess að koma flugununi á loft. f henni er eins km Iangur vírstrengur, sem vindan vindur upp á sig, svo að flugan nær 90 km hraða í atrennunni. A hað eru heldur spartverskir lifnaðarhættir hjá fluggörpunum. Hér sjást kojurnar í skála Svifflugfélagsins. aftur svifflug. Enginn hugsandi maður léti sig engu skipta það mál málanna, íþrótt íþróttanna. Ég vildi ekki láta jiað á mig sannast, að ég væri ekki alvarlega þenkjandi maður ineð hag alþjóðar í huga, og þess vegna gat ég ekki skorazt undan þvi að fara með honum upp á Sandskeið. Það er þar, sem þeir hafa bækistöðina. Þið hafið sjálfsagt séð liá við iðju sína kringum Sandskeiðið. Á góðviðrisdögum, þegar Reykvíkingar skreppa austur fyrir fjall til þess að fá sér ryk í lungun, staldra þeir stundum við í mekk_ intim á Sandskeiðinu til jiess að sjá ltá svífa upp, og síðan má sjá þessar rellur þeirra utan í Vífilfellinu; annar vængurinn næstum sleikir hliðina, og „áhugamaðurinn“ sagði mér, að það væri hryllilega æsi-spennandi að lyfta vængjunum yfir steina i hlíðinni. Ég tók eftir því, að bíllinn var næstum farinn að svífa hjá honum, þegar við nálguðumst hinn helga reit. Það var greinilegt, að hann ímyndaði sér hæðarstýri og allar hugsanlegar svif- „græjur" á honum. Veðrið var heldur óhagstætt, sagði hann, — norðanátt eða ég man ekki hvað. Það var að minnsta kosti mjög slæm átt. Uppstreymi sennilega lítið, sagði hann. Það er upp- streymi loftsins, sem er aðal-„fídusinn“ fyrir svifflug. Það gerir mögulegt að vera sem allra lengst á lofti, og það er keppikefli allra góðra svifflugsmanna. Uppstreymi verður mest yfir fjöllum og grýttu landi, þess vegna varð Sandskeiðið sjálft fyrirheitna landið og hafði að auki prýðileg lendingarskilyrði að bjóða. 16 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.