Vikan - 28.09.1961, Page 18
Spemuiodi 09
skemmtileg óstor-
5090 eftir
Potriko fe wick
12. hluti.
HEFÐIR ÞÚ EKKI TALIÐ I
MIG KJARK . . .
Næstu daga sat Cleveland öllum
stundum við ritvélina, og smám sam-
an íór endursamningin að taka á sig
form og samhengi. Þetta var ekki
eins auðvelt viðureignan og áður;
hann greip ekki til innskotssetninga
eða leysti flækjuna með ósennilegum
atburðum og lét svo slag standa eins
og í fyrra skiptið. Hann vann af
kappi að vísu, en um leið af gætni og
gerhugsaði hverja setningu og hvert
atriði, því að Lísa las það alltaf á
kvöldin, sem hann hafði skrifað um
daginn, og hún var miskunnarlaus og
skarpur gagnrýnandi.
Þau hittust alltaf í sólskýlinu upp
við lækinn seinni hluta dags; þar var
ekki nein hætta á, að þau yrðu trufl-
uð. Ekki bar þeim alltaf saman, þegar
þau rökræddu atriðin, því að á stund-
um sýndist sitt hvoru. . .
E'n honum vannst vel engu að síð-
ur, og hann var ekki í neinum vafa
um, að breytingarnar voru allar til
mikilla bóta. Annað mál var svo það,
hvort það yrði svo gott, að umboðs-
maðuíinn gjprði sig ánægðan með
það. Hitt var engum vafa bundið, að
hann hafði sjálfur mikla ánægju af
að vinna við endursamninguna.
—• Það er ánægjulegt að vinna með
þér, Lísa, sagði hann einu sinni, —
og Lisa, sem einmitt kveið því, hve
allt yrði þreytandi leiðinlegt og fá-
breytilegt, þegar samstarfi þeirra
lyki, — þegar þau hættu að hittast í
sólskýlinu og Victor hætti að sveifla
blýantinum, eins og hann gerði, þegar
hiti hljóp i umræðurnar. ^
Einkennilegt, að mér skyldi falia
svona illa við hann áður, hugsaði hún
og virti fyrir sér hendur hans, stór-
ar og sterklegar, sem hún hefði getað
snert, ef hún rétti arm sinn. . .
—• Þú tekur ekkert eftir því, sem
ég segi, mælti hann ávítandi, og hún
reyndi að taka upp þráðinn, þar sem
frá var horfið.
Fyrirgefðu, sagði hún. Hvað vor-
um við nú aftur . . .
Hann hristi höfuðið. — Nei, sagði
hann, nú hættum við í kvöld. Þú ert
orðin þreytt.
— Ég er ekki þreytt, svaraði hún.
— Ef þú vilt, getum við gengið frá
þessu atriði. . .
— Nei, ég vil það ekki, svaraði
hann. Við höfum þegar rætt þetta
eina atriði í fullar tvær klukkustund-
ir. . . Svo bætti hann við, og það kom
ánægjuhreimur í röddina. — Annars
gengur þetta ljómandi vel. Það ætti
ekki að taka okkur nema viku enn
að Ijúka við leikritið.
Þá verður það sent aftur til New
York, hugsaði hún. Og þá verður
þessu lokið. Þá hittumst við ekki
framar hér á kvöldin. Þá leiðir hann
mig ekki framar heim á kvöldin. Þá
þarf hann ekki lengur minna hug-
mynda við. Þá verður hann hér ekki
einu sinni. Um leið og umboðsmaður-
inn hefur tilkynnt honum. . .
—• Hvenær veiztu svo, hvort um-
boðsmaðurinn telur leikritið sýningar-
hæft? spurði hún.
— Ég bið hann um að senda mér
svarið í símskeyti, sagði hann. •— Ég
segi honum, að þetta sé mér áríðandi.
. . . Verði allt í lagi, hafi ég í hyggju
að ganga í það heilaga. . .
Síðustu orðin vöktu bergmál í huga
hennar, veikt bergmál að vísu, því
að nú virtist svo óralangt, síðan ann-
ar maður sagði svipuð orð við hana,
— tilkynti henni þannig, að hann
væri heitbundinn annarri konu. . . .
Ef samningarnir verða undirritaðir,
geng ég tafarlaust i það heilaga. . .
1 það skipti hafði það látið i eyrum
hennar sem dauðadómur. Einkenni-
legt, að ég skyldi hafa talið mér trú
um, að ég væri ástfangin af þeim
manni, hugsaði hún, — ég, sem var
svo ung, að ég.vissi ekki einu sinni,
hvað ástin var. . .
En nú vissi hún það. Þá þekkingu
hafði hún öðlazt fyrir samverustund-
irnar í sólskýlinu, þegar þau Cleve-
land sátu þar og ræddu leikritið. Og
nú var eins og þessi síðustu orð hans
hefðu svipt hulunni frá augum henn-
ar, svo að hún gat horfzt í augu við
staðreyndirnar. Nú heyrði hún aftur,
að hann var að tala við hana.
— . . . og dæmist leikritið sýn-
ingarhæft, verður það fyrst og fremst
þér að þakka, Lísa. Ég hafði mesta
löngun til að hætta við þetta allt sam-
an, eftir að ég hafði lesið bréfið frá
umboðsmanninum. Hefðir þú ekki tal-
ið í mig kjark. . . .
Það varð upphafið, hugsaði hún.
Hann var mér ekki neitt fyrr en þá
um kvöldið. Þangað til hefði mér
staðið svo gersamlega á sama um,
hvort hann fór eða var.
Hún reyndi að bregða á gaman. —
Þú verður svo að senda mér alla leik-
dómana. . .
Hann kinkaði kolli. — Auðvitað.
Þú átt jafnmikið í þessu verki og ég.
Og verði leikritinu vel tekið, Þá verð-
urðu að taka þér hvíld frá öllu strit-
inu hérna og skreppa til New York til
að sjá það á leiksviði.
— Hún hló. — Þú segir það. Hvað
er eiginlega langt þangað?
— Þrjú til fjögur þúsund kílómetr-
ar, sagði hann. — Ég vildi óska, að
það væri dálítið skemmra. Þú skilur
það, Lísa, að ég mun sakna alls hérna,
þegar ég er farinn.
— Þið Marin komið hingað, þegar
þú tekur þér hvíld frá störfum. Hún
reyndi að vera létt í máli.
Hann leit á hana. — Þú saknar
Marinar auðvitað, sagði hann.
— Já, auðvitað, sagði hún og þótti
gott, að hann skyldi hafa tekið orð
hennar þannig.
— Enn ein ástæða til þess, að Þú
komir til New York, sagði hann.
Og búi hjá þeim, hugsaði hún, verði
vitni að ást þeirra og hamingju. . .
— Það fer að dimma, sagði hún.
— Hyggilegast fyrir okkur að halda
heim á leið.
Hann hreyfði ekki neinum andmæl-
um, en fór að taka saman vélrituðu
síðurnar og stakk á sig blýantinum,
en henni varð hugsað um öll þau hin
mörgu kvöld, sem hún átti í vændum,
þegar hann væri farinn og sólskýlið
stæði autt og yfirgefið.
— Þá komum við, sagði hann og
rétti henni höndina, um leið og hún
reis úr sæti sínu. Andartak snertust
fingur þeirra og lófar, en svo smeygði
hann hendinni undir arm hennar, og
þau lögðu af stað út á myrkan stíginn.
HVAÐ GAT GENGIÐ AÐ
MARÍNU?
Seinna um kvöldið kom Marín inn
i herbergið til hennar, gerði sér það
til erindis að biðja um naglaþjöl að
láni, en spurði svo, hvernig leikritinu
miðaði áfram.
— Gengur það nokkuð?
Lísa hló. — Þú ættir heldur að
spyrja Victor sjálfan, svaraði hún.
Hann er að semja leikritið, en ekki
ég.
— Hann segir, að þú eigir eins
mikið í verkinu og hann sjálfur, varð
Marínu að orði. Hún starði út um
gluggann upp í myrkbláan nætur-
himininn, þar sem stjörnurnar glóðu
og tindruðu. Lísa virti hana fyrir sér.
Hvað gat gengið að henni? Fyrst nú
kom henni til hugar, að hún kynni
að vera afbrýðisöm, og ákvað að
kveða það niður í eitt skipti fyrir öll.
— Hvað gengur að þér, Marín? Er
þér það kannski á móti skapi, að ég
reyni að hjálpa honum?
— Síður en svo, svaraði Marín, og
rödd hennar virtist einlæg. — Mig
langar bara til að vita, hvort leikrit-
ið verður í rauninni frambærilegt, nú
þegar það hefur verið endursamið.
Það . . . það skiptir svo miklu . . .
Ég á við, . . . það er svo margt, sem
er undir því komið.
•— Hvenær þið giftið ykkur? spurði
Lísa. Frá hennar sjónarmiði var það
hið eina, sem hún taldi, að gæti skipt
Marínu nokkru máli, eins og á stóð.
Hins vegar kom henni ekki til hugar,
að það, hvort leikritinu yrði vel tekið
eða ekki, hefði nokkra þýðingu fyrir
hana að öðru leyti.
— Já, vitanlega á ég við það, sagði
Marín fljótmælt. Og þegar hún fann
augu Lísu hvíla spyrjandi á sér, flýtti
hún sér að bæta við — eins og til
aukinnar áherzlu: — Vitanlega er
það hið eina, sem máli skiptir, . . . og
ekkert annað . . .
— Þú þarft vonandi ekki að bíða
dómsins lengi, sagði hún. — Hann
lýkur við leikritið innan skamms. Og
hann telur, að þ,,ð sé gott.
— Það vantaði nú ekki heldur, að
hann gerði það í fyrra skiptið, svar-
aði Marín, en þessi karlskratti í New
York var þá ekki sömu skoðunar. Það
var auðheyrileg beizkjan í rödd henn-
ar, vegna þess að gagnrýni umboðs-
mannsins hafði ekki aðeins valdið
henni vonbrigðum, heldur og svipt
hulunni af augum hennar, svo að
henni varð Ijóst, að það var alls ekki
Victor sjálfur, sem hún unni, heldur
einungis allt það, sem hann mundi
geta látið henni í té!
Kætin í rödd Lísu kom ónotalega
við hana í þessum hugsunum. — Vict-
or viðurkennir það sjálfur, að leikritið
hafi ekki verið eins gott og skyldi.
Hann segist sjá það núna.
Svipur Marínu varð enn dapurlegri,
og Lísa skildi.að hún var sannarlega
þurfandi fyrir huggun og hughreyst-
ingu. — Þetta lagast allt, sagði hún.
— Þið getið gift ykkur von bráðar
og flutzt til Bandaríkjanna, og þá
gengur þetta allt samkvæmt áæLun.
Brúðkaupsferðin til Flórida, glæsi-
leg íbúð í New York, kádiljákurinn,
loðfeldurinn, ljósaauglýsingarnar,
samkvæmin, — allt þetta vildi hún fá.
Það var einmitt vonin um eitthvað
þess háátar, sem orðið hafði til þess,
að hún brá heiti við Andý.
— Já, það gengur eflaust allt sam-
kvæmt áætlun, ef leikritið verður
tekið til sýningar, sagði hún. -— Þá
þurfum við ekki neinar áhyggjur að
hafa af neinu. Og svo brast rödd
hennar allt í einu.
— Ef þessi karlskratti i New York
hefði ekki komizt í spilið, þá værum
við Viktor þegar gift og allt i lagi. . .
Að svo mæltu gekk hún hröðum
skrefum á brott og inn i sitt herbergi.
Lísa starði á eftir henni. Það var ó-
líkt Marínu að láta tilfinningarnar
hlaupa þannig með sig í gönur.
Leikritið verður að sigra, pagði
hún stundarhátt og gleymdi sjálfri
sér i bili fyrir óskina um, að þetta
ástarævintýri Marínar endaði eins og
bezt yrði á kosið.
Marín er allt í einu orðin fulltíða
stúlka, hugsaði hún með sér. Hún er
ekki lengur litla systir, sem öll fjöl-
skyldan finur hjá sér hvöt til að dekra
við. Hún er orðin kona með kven-
legar tilfinningar, sem sveiflast auð-
veldlega milli fagnaðar og hryggð-
ar. . .
MIKKI FÆR LlKA AÐSTOÐ. . .
Þetta er eins og hver önnur fjar-
stæða, sagði Anna við sjálfa sig, þar
sem hún sat í brekkunni ofan við
fossinn. Hvers vegna ætti ég að vera
að skipta mér af því, þó að maður,
sem ég hafði ekki einu sinni hug-
mynd um fyrir nokkrum mánuðum,
að væri til, hafi gert það glappa-
Skot að trúlofast stelpugæs eins og
þessari Beryl, — gæs, sem hver skóla-
drengur ætti að geta séð, hvernig
er? —• Eín það er bara þetta, sem
ég hef sjálf fengið að reyna, að ást-
in gerir mann steinblindan á báð-
um. . . .
En — hvað um það? spurði hún
sjálfa sig. Mér tókst að hafa mig upp
úr mínu ógæfufeni, svo að Mikka ætti
ekki að vera það nein vorkunn held-
ur. Og enda þótt ég viti, hvað illt þetta
getur gert manni, er ekki eins og mér
beri skylda til að bjarga öðrum, sem
lent hafa í hinu sama.
Og einmitt í þessum svifum gerðist
svo það, að hún kom auga á Mikka,
þar sem hann sat á syllu efst við foss-
brún og virtist kasta einhverju út í
glitrandi flauminn með nokkurn veg-
inn jöfnu millibili.
Hvað getur hann verið að gera?
spurði hún sjálfa sig. Hún hikaði við
eitt andartak, en reis síðan á fætur og
hljóp niður brekkuna. Þegar hún var
komin til móts við hann, kallaði hún
til hans:
— Halló, Mikki . . . hvað hefstu
eiginlega að þarna?
Hún hrópaði tvívegis, en hann
heyrði ekki neitt fyrir drununum í
fossinum. Svo klöngraðist hún niður
til hans, og loks leit hann um öxl.
— Hvað ertu að gera? spurði hún
enn.
— Ég er að reyna að mæla vatns-
orkuna, svaraði hann.
Steinarnir voru svo hálir og votir,
að hann varð að taka í hönd henni
og hjálpa henni upp á sylluna.
Þar stóð hún við hlið honum og
virti fyrir sér sólglitrandi vatnsflaum-
inn, sem steyptist fram af brúninni
1Q VIKAN