Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 2
CLOZONE er grófkornað þvottaefni
sem náð hefur miklum vinsældum hér
sem erlendis.
CLOZONE hefur hlotið viðurkenningu
sem úrvals framleiðsla.
CLOZONE er drjúgt og kraftmikið —
sléttfull matskeið nægir í 4,5 lítra
vatns.
CLOZONE er þvottaefnið sem leysir
vandann með ullarföt og viðkvæm efni.
CLOZONE fer vel með hendur yðar.
CLOZONE gerir þvott yðar hvítan
sem mjöll.
CLOZONE ER HVÍTAST.
Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJÁ.NSSON & CO. H.F.
Simi 11400
Ný myndasaga
f þessu blaði byrjar ný mynda-
saga, sem heitir á ensku „The
heart of Juliet Jones“. Við höf-
um einfaldlega kallað hana Júllu
Jóns og vonum að hún falli les-
endum Vikunnar vel í geð. Þessi
myndasaga er ein hin útbreidd-
asta sinnar tegundar í heiminum
eins og raunar flestar þær
myndasögur, sem Vikan hefur.
Stjáni blái hefur orðið að víkja
fyrir þessari sögu, þar sem við
teljum hana betri og getum ekki
varið meira plássi úr blaðinu
fyrir myndasögur.
Eins og þið sjáið, er þessi nýja
myndasaga framúrskarandi vel
teiknuð, enda er höfundurinn
Stan Drake, talinn með hinum
allra snjöllustu teiknurum. Hann
er Bandaríkjamaður, 36 ára og
lærði við Arts Students League
í New York. f fyrstu var hann
auglýsingateiknari, en á stríðsáí-
unum gegndi hann herþjónustu
og kvæntist þá kvikmyndastjörnu
Þessi unga stúlka, sem þið sjáið á
forsíðu blaðsins, heitir Claudia Cardi-
nále og er ítölsk. Hún siglir hraðbyri
uppá stjörnuhimininn og velgengni
sína á hún víst einkum að þakka 6-
venju þokkafullu útliti. Claudia er af-
skaplega ítölsk í útliti og vafalaust
afkomandi Caesars ef ekki Nerós.
Henni er spáð frama á borð við Bri-
gitte Bardot hina frönsku og nú kepp-
ast unglingsstúlkur um alla Evrópu
við það að líkjast Claudíu Cardinale
í útliti. Ef þær 'hafa stœlt Bardot
áður, þá er breytingin ekki svo ýkja
mikil, en lielzt verða þær að bæta við
sig nokkrum lcilóum.
Þið munuð hafa tekið eftir fötun-
um hennar Claudíu á myndinni og
þau eru ekki svona fyrir fátœktar-
sakir, lieldur hefur einhverjum ítölsk-
um Ijósmyndara dottið í hug, að feg-
urð ungfrúarinnar nyti sín enn betur »
ef hún klceddist lörfum. Eftir því sem
við bezt vitum, á Claudía heima í
hinni eilífu borg, Róm.
2 VIKAN