Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 43
Gnangrið óetur
6EGN HJTA
OG KULDA
20
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgeiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem
unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun
notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lækjargötu . Hafnarfirði . Sími 50975.
TL,
YQ\a
HVenJU
Er*
d£öUMLiE>lr>N
Draumspakur maður ræður drauma
fyrir lesendur Vikunnar.
Herra draumráðningamaSur.
Fyrir nokkru dreymdi mig að ég var á gangi
niðri í bæ. Þá hitti ég pilt, sem ég var einu
sinni með. Fannst mér hann vilja gefa mér hring
og fannst mér við fara inn i skartgripaverzlun.
Mér fannst ég velja mér hvítan hring með stórri
slaufu eða fiðrildi á. Skömmu siðar dreymdi
mig að sami pilturinn væri búinn að bjóða mér
á ball og var ég i vafa hvort ég ætti að fara
með lionum eða ekki. Þá fannst mér ég ganga
fram hjá húsinu, sem hann var i. Og sá ég hann
þá út i glugga og var hann í hvítri skyrtu. Þá
finnst mér ég taka þá ákvörðun að fara með
honum á ballið og fer ég heim og hef fataskifti.
Þá finnst mér hann koma að sækja mig og var
þá kominn i svarta skyrtu.
Með fyrirfram þökk.
Svar til A. B.
Fyrri draumurinn þar sem þið gangið inn
f skartgripaverzlun og elskhugi þinn fyrr-
verandi gefur þér kost á vali hrings með
slaufu eða fiðrildi bendir til skammvinnrar
ástar. Slaufan gefur til kynna endir, þar sem
hnútur táknar í þessu tilfelli endalok. Fiðr-
ildið mundi hins vegar vera tákn um léttvæga
ást þar sem það var á hringnum, en eins og
alkunna er, er hringurinn tákn ástarinnar. —
Síðari draumurinn er boðskapur til þín um
að flagð búi oft undir fögru skinni.
Kæri draumaráðandi.
Mig dreymdi nýlega að ég ætti heima í húsi,
sem var grátt að lit og mjög drungalegt. Mér
fannst fleiri eiga þarna heima og var ég búin
að eiga lítinn dreng í lausaleik og var önnur
stúlka þarna i herberginu og var hún einnig
búin að eiga dreng. Ég lá þarna í rúmi og
var ég að gefa drengnum að drekka úr hægra
brjósti minu, en svo sá ég mann standa við rúm-
ið, ég sá hann svo ógreinilega, en nóg til þess
að ég sá að þetta var barnsfaðir minn og fannst
mér hann eiga heima í þessu húsi líka. Eftir
þetta gekk ég niður i þorp þarna rétt hjá og
til systur minnar. Móðir mín var þar og spurði
hún mig hvort ég hefði nýlega verið með pilt-
inum, en ég hvað nei við. Svo fór ég aftur heim,
á leiðinni mætti ég barnsföður minum og var
hann hár og ljóshærður og spurði hann mig
hvort ég væri að fara heirn og hvort hann mætti
þá verða samferða. En ég hikaði við að svara
og ætlaði að biðja stelpur, sem voru þarna að
koma með lilca, en hætti við það og lét tilleið-
ast að fara með honum ein.
Með fyrirfram þökk,
Elfa.
Svar til Elfu.
Fyrir ógifta stúlku er það vissulega ekki
efnilegt að dreyma slíkan draum, sem bend-
ir til einhvers miður þægilegs atviks. Lausa-
leiksbörn er flestum ungum stúlkum þyrnir
í augum, sem vonlegt er, því venjulega neyð-
ast þær til að giftast sér í óhag miðað við
aðstöðu þeirra barnlausra. Túlkun draums-
ins verður því sú að þú verðir fyrir sérleg-
um óþægindum í ástarmólunum á næstunni,
og ættir þú að varast að ganga of langt í
þeim efnum.
LÁTIÐ EKKI FRAMHJÁ
YKKUR FAIÍA
myndafrásögn á fimm síðum í
næsta blaði úr ferðalagi, sem Vik-
an bauð hinum noirænu fegurðar-
drottningum í. Á meðfylgjandi
mynd eru þær staddar við Öxarár-
foss, en þær heimsóttu Þingvelli,
komu við hjá Sogsfossum, hittu
rekstrarmenn í Ölfusi, sáu gos og
blómahús í Hveragerði og snæddu
kóngamáltíð í Skíðaskálanum —
allt í boði Vikunnar. Og myndir af
þessu öllu saman sjáið þið eftir
viku — í VIKUNNI.
VIKAN 43