Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 24
— Heyrðu álfaræfill, sagði fkorn-
inn, þá hefurðu kannski ekki
skammað svöluna fyrir mig heldur.
Dag nokkurn var Alli i vondu skapi. I>að er maður oft,
þegar maður er lítill álfur og ekki stærri en svo að litil
stúlka, eins og Anna, getur liaft mann i hendi sinni.
Hann hafði farið upp á loft og sat þar og horfði út um
þakgluggann. Plann langaði til komast alveg út, en þá rann
hann allt í einu niður og lenti í þakrennunni. Hann reyndi
að komast upp í.gluggann aftur, en komst ekki.
Jæja, ég verð að reyna að gera það bezta úr þessu, hugs-
aði hann ineð sér og svo gekk hann cftir þakrennunni. Við
hinn enda hennar rakst hann á feikilega stórt svöluhreiður.
hað er að segja, honum fannst það stórt, þó jiað væri ekki
nema af eðlilegri stærð.
— Heyrðu, svölumamma, sagði hann, geturðu ekki tekið
mig og flogið með mig inn um þakgluggann.
- Ég er svölupahbi, sagði svalan. Konan min fékk sér
smáflugferð og ég passa ungana á meðan. Ég geri kannski
það sem þú ert að biðja mig um, ef þú gerir dálftið fyrir mig
i staðinn. Ef þú labbar yfir á hinn enda þakrennunnar, þá
er stórt tré þar við hana, og þar býr íkorni. Þú átt að
segja við ikornann að hann sé viðbjóðslegasta og ieiðinleg-
asta skepnan á þessari jörð og konan hans sé ekki hótinu
betri. Það er þeim að kenna, að konan mín og ég getum
aldrei farið út saman. Þau mundu éta litlu ungana okkar á
Alli gerist
sáttasemjari
meðan .
— Geturðu ekki gert það sjálfur, Spurði Alli.
— Ertu vitlaus, þá étur hann mig líka. Hann er þorpari.
Alli lötraði af stað eftir þakrennunni og yfir að hinum end-
anum. Þarna var tréð, það var rétt, og inni i nokkurs konar
hreiðri i trértu gat hann séð ikornann.
— íkornapabbi, byrjaði Alli.
— Kemur ekki svona álfakjáni og segir pabbi við mig. Ég
cr íkornamamma, get ég látið þig vita, og ef . . .
Alía langaði ekki til að segja það, sem svalan liafði beðið
hann um. íkorninn var svo stór og hann hafði líka risastórar
framtennur .Það virtist honum, en annars voru þær eðlilega
stórar.
— Fyrirgefðu, sagði hann, þó hann hataði það, að biðjast
fyrirgefningar. En kannski vildirðu taka mig á milli fram-
lappanna og hlaupa með mig upp þakið og setja mig út
um þakgluggann. Ég datt nefnilega út.
— Kannski, sagði ikorninn. En fyrst verður þú að gera mér
greiða. Farðu og segðu þessum freku söluhjónum, að ég hati
og fyrirlíti hvernig þau fljúga og skrækja alveg við eyrun á
vesalings ungunum mínum, svo þeir eru næstum því dottnir
niður úr trénu, og það meira að segja, áður en þeir eru búnir
að læra að klifra almennilega. Farðu og segðu þeim þetta
hreint út, þessum svinum. Komdu svo hingað og segðu mér,
hvað þau segja.
Aili gekk af stað og settist i iniðja þakrennuna til að hugsa.
Hann var tilbúinn til að segja hæði svölunni og íkornanum
meiningu sina. Þau voru bæði vitlaus. Ef liann ætti að segja
þeim sina meiningu, bá gætu þau fengið að vita, að þau væru
........en þá'dátt lionum allt í einu í hug, að hann gæti
auðveldlega drukknað þarna f miðri þakrennunni, ef það byrj-
aði að rigna. Nei, liann varð víst heldur að reyna að gerast
sáttasemjari .Vera svona maður, sem fékk fók til að sættast
heilum sáttum. Þess vegna gekk hann aftur að svölulireiðrinu
og sagði:
Framhald á bls. 35.
Sveitamaðurinn er staðinn Bubbi og KaJli hafa fylgzt
upp og klórar sér í höfð- spenntir með.
inu.
Sveitamaðurinn seg-
ir: — Ég ætla að
snúa skaútunum við.
Svo er hann kominn
aftur út á svellið.
Strákarnir hafa alveg hlegið Hann rennir sér
sig máttlausa. Þeir eru alveg léttilega á svellinu.
hissa hvað karlinn er róleg-
ur. Hann er ekki alveg á því
að gefast upp.
Hann er kominn á Hann fer marga hringi á
fleygiferð. Hann tjörninni. Hann þýtur fram-
virðist ekkert óstöð- hjá strákunum á ofsaferð.
ugur.
Hallbjörg
Fyrir tuttugu árum siðan kom ung jazzsöngkona íram með hljómsveit á Akureyri. Það út
aí lyrir sig, að hún söng jazz, var nóg til að vekja athygli og jafnvel hneykslun, en það var
annað atriði, sem mikið var slegið upp í auglýsingunum, hún söng í hljóðnema. Ungur danskur
lyfjafræðingur, sem búsettur var á Akureyri var á leið heim til sín sama kvöldið og rak augun
í þetta í götuauglýsingu, honum þótti að vonum nokkuð einkennilegt að vekja athygli á hljóð-
nemanum og ákvað að fara á hljómleikana. Söngkona þessi hét Hallbjörg Bjarnadóttir og lyfja-
fræðingurinn Fischer Nielsen. Þau giftust viku seinna og liafa haldið farsællega saman, gegnum
þykkt og þunnt, síðastliðin tuttugu ár.
Enginn verður spámaður i sínu föðurlandi og það sannaðist á hinni ungu söngkonu. Hún
freistaði gæfunnar erlendis og þar voru henni allar götur greiðar, það var eins og fyrri daginn.
Islendingar gerðu sér ekki ljóst hvað var á ferðinni, fyrr en aðrir höfðu bent þeim á það. Frami
Hallbjargar óx með hverju árinu sem leið, hún kom heim öðru hverju, en var ekki of vel tekið,
eins og hún segir sjálf; ég var alltaf á undan tímanum.
Nú er hún heima einu sinni enn og skemmtir fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld og það er ekki
að undra, því Hallbjörg er ekki aðeins söngkona, heldur líka eins og enskurinn segir „a great
entertainer". Nú þegar Hallbjörg fer til Bandaríkjanna aftur, en þar hefur hún dvalizt að und-
anförnu, ætlar hún að setja upp eigið leikhús, rétt fyrir utan Broadvvay og Fischer mun verða
henni til ómetanlegrar aðstoðar, en hann hætti við lyfjafræðina þegar þau giftust og hefur
helgað sig „show business" síðan. — Hér á eftir fara nokkrar myndir af síðustu skemmtun þeirra
i Austurbæjarbíói.
Fischer sýnir okkur hvernig ung stúlka úr Reykjavík
fer yfir poll, fyrst lítur hún vonleysislega á pollinn,
en tekur svo í sig kjark og hoppar yfir. Það var
annað með sveitastúlkuna, hún göslaði yfir, rétt eins
og hún væri að sækja beljurnar.
Tveir ástfangnir unglingar í Reykjavfk, sitjandi í bíl [>
á rúntinum. Atriðið er þverskurður af ástarkúltúr
unga fólksins og nær hámarki þegar stúlkan eftir
rnikið þóf lofar að gera það fyrir hann og hann biður
hana að fara og kaupa „tvær pulsur“.
Hallbjörg í gervi
Brendu Lee. —
Henni tókst meist-
aralega vel að
hernta eftir henni
og byrjaði atriðið
með því að rnæna
vonleysislega út í
salinn hengja höf-
uðið og sjúga
rækilega upp í
nefið.
Línurnar koma greinilega í ljós enda er þetta 18
karakta gullkjóll, svo annað hvort væri nú.
Svona syngja þeir í Las Vegas, sagði Hallbjörg, og [>
kryddaði lagið með sígarettupúi, gúlsopum og ropurn.
Hallbjörg syngur lagið, Ríðum, ríður, rekum
yfir sandinn, í skemmtilegum nútímatakti. Það
stendur til að syngja lagið inn á plötu f Dan-
ntörku með íslenzkum texta.