Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 32
OLIVETTI LEXIKON ELETTRICA
er ódýrasta rafmagnsritvélin á markaðnum og jafnframt
ein hin fullkomnasta. Hefur léttan áslátt, gengur hljóðlaust,.
slekkur á sér sjálf, sjálfvirk, undirstrikun o.fl.
Hin einfalda bygging gerir þessa vél þá traustustu sem hér
fæst. Fullkomin viðhaldsþjónusta tryggir hagkvæman:
rekstur og langa endingu.
G. Helgason ét Helsted h.f.
RAUÐARÁRSTÍG 1 — SÍMI 11644
og að það var hjúkrunarkona I ein-
kennisbúningi, sem átti þessar mjúku,
vingjarnlegu hendur.
Og svo veitti hún þvi athygli dag
nokkurn, þegar rekkju hennar var
ekið út á ganginn og inn í annað
herbergi, þar sem tvær konur lágu
í rekkjum sínum, að hjúkrunarkonan
varð að opna hurðina með lykli og
loka henni aftur á sama hátt, þegar
hún fór.
Þá fyrst rifjaðist síðasta nóttin
heima upp fyrir henni. Að hún hafði
legið andvaka að örvæntingu komin
.. . og svo — svefntöflurnar.
Nú skildi hún það fyrst, að sér
hafði verið bjargað frá dauða, og
að læknarnir og hjúkrunarkonurnar
hlutu að halda að um sjálfsmorðs-
tilraun hefði verið að ræða. Hún
varð gripin skelfingu. Allt mátti fólk
imynda sér, annað en það. Hún varð
að fá tækifæri til að skýra frá því
sanna ...
En þegar hjúkrunarkonan kom og
spurði hversvegna hún hefði hringt,
hafði dregið það úr skelfingunni, að
hún fyrirvarð sig eg bað hana að sýna
sér hvernig stilla ætti útvarjshoyra-
artækið, en hjúkrunarkonan svaraði
bví til, að útvarpsdagskráin væri ekki
byrjuð enn.
Hinar konurnar tvær lágu í rekkj-
um sínum og mæltu ekki orð frá vör-
um. Á fjórða degi bættist enn ein
við í hópinn, og mælti ekki heldur
orð frá vörum.
Glugginn stóð opinn og mildur blær
lék um herbergið. Dag nokkurn kom
prestur, ungur og fríður sýnum, i
heimsókn til fimmtugu konunnar, sem
lá i rekkjunni yzt við dyr. Hann
var ákaflega feimnislegur, talaði í
hálfum hljóðum, kvaddi þær allar um
leið og hann fór, en þær létu sem
Þær heyrðu það ekki. Þegar hann
var farinn, setti grát að konunni
og varð að gefa henni róandi lyf,
svo hún sofnaði.
Kannski álíta læknarnir að ég sé
brjáluð, hugsaði Sonja; sennilega eru
þær allar að einhverju leyti brjálað-
ar, sem liggja á þessari deild. En
hvað um það; hér er hljótt, og Það
mega vera furðuleg lyf, sem mér
eru gefin, fyrst ég get sofið eins og
mig lystir. Ég sem hef ekki getað
sofnað væran blund í meir en miss-
eri. Hvernig skyldi gröfin hans Litla-
dengsa líta út, Þegar ég hef verið
svo lengi fjarverandi. Nei, það getur
ekki verið svo langt um liðið, tíu
dagar eða svo. Bíddu, Litlidengsi, ég
færi þér bráðum ný blóm á gröfina
þina. Þegar mér verður sleppt héðan,
og það getur varla dregizt lengi.
Ég verð að fá því til leiðar kom-
ið. Ég er ekki geðbiluð. Ég reyndi
ekki að fremja sjáifsmorð — ég þráði
bara að mega sofa, sofa.
Og ég verð að skýra þeim hérna
frá því, eins og það var. Það hlýtur
að takast. Ég hlýt að hafa sofið fast,
því ég er eins og ný manneskja. Það
er sem slaknað hafi á hverri taug.
Læknirinn kemur inn á hverjum
morgni og aftur seinni hluta dagsins
og tveir ungir nemar í fylgd með
honum. Hann segir aldrei neitt per-
sónulegt. „Þetta gengur vel; gott að
heyra það, og þó verður það betra.“
Hann er kominn eitthvað yfir þrí-
tugt, ekki samt eldri en þrjátíu og
fimm, laglegur og vel eygður, en
mætti gjarna vera eilítið skrafhreifn-
ari. Á stundum getur maður orðið
þurfandi fyrir orð, ekki síður en mat
og drykk.
Það er sunnudagur. Heimsóknar-
timinn er að hefjast, þegar hjúkr-
unarkonan kemur inn og biður ung-
frú Sonju Wallin að koma til fundar
við Stenlund lækni, og gangastúlka
fylgir henni að lyftunni. Þær halda
upp á við, og þegar út úr lyftunni
kemur, drepur gangastúlkan á dyr
nokkrar; inni er svarað að þær skuli
ganga inn fyrir, gangastúlkan opnar
hurðina, vísar Sonju inn og lokar
dyrunum á eftir henni. Stenlund
læknir réttir henni hendina og býður
hana velkomna —■ og þakka yður
fyrir að Þér verðið við beiðni minni,
enda Þótt það sé sunnudagur.
Hún stendur þarna gersamlega ut-
an við sig og orðlaus; hví skyldi
læknirinn ekki hafa vald til að kalla
sjúklinga á sinn fund hvenær sem
honum þóknast, jafnvel þótt Það sé
sunnudagur. Herbergið er einkenni-
legt, lítill gluggi efst uppi ... skrif-
borð og harður stóll og mjúkur hæg-
indastóll og hillur, fullar af bókum
og skjalahylkjum.
Þetta ruglar hana í riminu, allt
minnir fremur á skrifstofuherbergi á
einkaheimili, en viðtalsstofu sjúkra-
hússlæknis. Það stendur meira að
segja kaffikanna og tvö bollapör á
borðinu.
— Eruð þér ein af Þessum ómögu-
legu mannverum, sem drekka ekki
annað en te, eða má ég bjóða yður
kaffi, ungfrú Wallin? Það er reyndar
bleksvart, en ég hallast að þeirri
kenningu, að Þeir séu fleiri sem ónýtt
kaffi heldur en ofsterkt verður að
bana. Sykur ...
Hún settist í mjúkan hægindastól-
inn. Varaöist að líta upp í gluggann
sem vakti með henni þá hugsun að
hún væri stödd 1 klefa. Stenlund
læknri dró tvö vínarbrauð upp úr
pappirspoka, sem lá á borðinu.
— Sonja Wallin, ég hef beðið yður
að koma hingað svo ég gæti rætt við
yður alvarlegt mál. Þér eruð nefni-
lega að verða of frísk til Þess að við
getum leyft yður að liggja í okkar
Þægilegu og eftirsóttu rekkjum. Ég
vildi því helzt veita yður brottfarar-
leyfi. Hvað segið þér um það?
— Auðvitað vil ég ekkert fremur.
Henni varð litið upp í gluggann. Þér
komið að sjálfsögðu út á hverjum
degi; er komið sumar?
— Sumarið er um það bil að taka
þá ákvörðun að verða sumar.
Það tók hana örlitla stund að átta
32 VIKAN