Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 31
— Haltu áfram, sagði Joe. Mig
langar til að heyra lok ræðunnar.
Kay leit fast á hann. — Ég verð
hjá frú Crane, og veiti henni þá
hjálp, sem ég má, sagði hún. Það
eru lok ræðunnar ...
— Ekki þau lokaorð, sem þú
hafðir hugsað þér, sagði Joe.
— Kannski ekki, viðurkenndi
hún. En nú verð ég að fara inn
til frú Crane.
Hún tók, sjúkragagnakassann úr
skápnum með sér, og rifjaði upp
það, sem læknirinn hafði kennt
þeim í flugfreyjuskólanum, að gera
skyldi, ef það kæmi fyrir að kona
yrði léttari um borð i flugvélinni.
Frú Crane var föl, en brosti þó
við lienni. Hún starði enn á arm-
bandsúrið. — Ég er viss um að
þetta gengur vel, sagði hún.
Og það varð orð að sönnu.
Nokkrum minútum siðar var barn-
ið fætt. Frú Crane brosti og starði
enn á úrið. — A mínútunni tíu,
varð henni að orði. Það er mikils-
vert að vita það, í sambandi við
stjörnuspá hans. Trúið þér á
stjörnuspár, flugfreyja?
Kay, sem var að sinna barninu,
leit upp og brosti. — Ég er viss
um, að stjörnuspáin mín i dag lief-
ur verið svohljóðandi, að ég skyldi
halda kyrru fyrir heima á Iiverju
sem gengi.
Hún vafði litla drenginn í á-
breiðu og lagði liann hjá móður
sinni. .—■ Ég kem eftir andartak.
Ég hef grun um, að farþegunum
þyki gaman að heyra fréttirnar . ..
Andy stóð fyrir utan hurðina.
Hann var náfölur af æsingu. —
Kay, misheyrðist mér, eða er þetta
satt?
Kay varð máttvana í hnjánum
eitt andartak. — Jú, farþegunum
hefur fjölgað um einn. Viltu ekki
líta á liann?
Þegar Andy laut með varúð að
frú Crane og barninu, fann Kay
tár koma fram í augu sér öðru
sinni i þessari ferð. Ef hún lægi
þarna á sæng, og Andy lyti þannig
að henni og syni þeirra .. .
Nei, það mundi aldrei verða.
Andy gat ekki kvænzt henni nú,
þvi að þá gerði hann þetta nýja
auglýsingarmáitæki sitt ónothæft.
Þá yrði ekki nein milljón mílna
flugfreyja hjá flugfélaginu lengur.
Og þetta hlaut hann að hafa
vitað, þegar hann undirbjó þessa
auglýsingabrellu, hugsaði hún og
þerraði tárin af hvörmum sér. Nei,
ekki skyldi hún verða til þess að
eyðileggja árangurinn af hcnni, en
hins vegar varð hún að binda endi
á þetta tilgangslausa samband
þeirra á milli. Og þegar Andy kom
inn til hennar hafði hún tekið
ákvörðun sína. — Ég verð að vera
inni hjá frú Crane og barninu, ])að
sem eftir er leiðarinnar, sagði hún.
Andy kinkaði kolli. ■— Ég segi
blöðunum allt um þig og þennan
atburð, sagði hann. Þetta verður
forsíðufrélt i öllum stórblöðunum
ú morgun. Annars vildi svo ein-
kennilega til, að þú fórst yfir millj-
ónmílumarkið um leið og barnið
fæddist. ..
Hann horfði ástúðlega á hana.
í LEIT AÐ LÍFSFÖRUNAUT
Framh. af bls. 19.
ekki láta í ljós.
Þegar hún sú hann koma inn úr
dyrunum, smeygði hún sér samstund-
is úr örmum hins ókunna manns,
hraðaði sér til Stenlunds og vafði
örmum um háls honum. Sem snöggv-
ast varð hún alvarleg á svipinn, en
dró hann svo með sér í hóp dans-
endanna.
— Jan, hvislaði hún og hvarmar
henar döggvuðust tárum. Hvar hef-
urðu eiginlega haldið þig? Ég var
orðin svo hrædd ...
— Elsku Maud ... Hvað svo sem
ætti að geta gerzt hér?
— Mér datt helzt í hug að þú hefðir
gengið út á svalirnar og fallið fram
af ... Hún þrýsti sér fast að hon-
um. Elskan min, þú verður alltaf að
láta mig vita, þegar þú ferð eitthvciö
frá. Ég verð viti mínu fjær, þegar
ég finn þig ekki þar, sem ég býst
við þér.
Þegar hann heyrði þessi orð henn-
ar og sá glóðina í augum hennar,
varð honum það allt í einu ljóst, að
hann brast þrek til að fórna lífi
sinu fyrir konu, sem elskaði hann
svo taumlaust.
Annars hefði það líka verið með
öllu óskiljanlegt, að huga hans skyldi
sífellt verða reikað til stúlkunnar,
sem lá í einmenningsherbergi á
sjúkrahúsinu, stúlkunnar, sem hann
varð að bjarga, hvað sem það kost-
aði ■— ekki eingöngu fyrir það, að
hún var sjúklingur hans og honum
bæri skylda til þess, heldur og vegna
þess, að til hennar var að rekja ræt-
ur þess afbrots, sem hann var nauð-
beygður að fremja gagnvart konunni,
sem nú hvíldi við barm honum.
—• Maud, sagði hann. Ef ég bæði
þig um að koma á brott héðan ...
— Þá kæmi ég auðvitað fús með
þér, ástin min. Ég fylgi þér hvert
sem þú ferð,. Að eilífu ...
Lubitil
Sputnik
vélin
Heildsölubirgðir
Eiríhur Ketílsson
Garðastræti 2.
— Mér þykir það leitt, en frænka mín hefur ákveðið að minnast
yðar í erfðaskrá sinni í staðinn fyrir að borga núna.
— Þá er bezt ég gefi henni annan lyfseðil.
— Hvernig líður þér að þeim á-
fanga loknum.
— Dálítið einkennilega, svaraði
Kay. Þetta verður að breytast,
Andy. Ég skal sjá svo um að aug-
lýsingabrellan verði þér ekki ónýt,
fyrst ég lét tilleiðast. En Joe
Crimmins lét þau orð falla fyrir
skammri stundu, að það væri meir
en nóg að vera samferða einum og
sama manni milljón mílur. Og ég
er honum þar sammála.
Hún dró signethringinn af fingr-
inum og rétti honum. — Þakka
þér fyrir samfylgdina.
Andy lét hringinn liggja í lófa
sér. — Það var gott að þú sparaðir
mér ómakið að biðja þiff um hann.
Kay fannst sem hann ræki sér
löðrung. — Ég er alltaf að spara
þér ómak . ..
Hann stakk hringnum í vestis-
vasann. Svo dró hann upp litlar
öskjur. — Það er langt siðan ég
gerði mér það ljóst, að það væri
of mikil áhætta að láta þig aðeins
ganga með signethring; ég lief svo
sem tekið eftir augnatillitinu, sem
Joe sendir þér.
Kay starði orðlaus á demants-
hringinn, sem hann lagði í lófa
henni.
— Og svo breytum við slagorð-
inu, mælti hann enn. Nú verður
það „flugfélag milljón milu flug-
freyjunnar", því að þegar þú giftist
mér, verður þú meðeigandi að
flugfélaffinu.
Hann vafði hana örmum.
— Þú, með öll þín auglýsinga-
slagorð, hvíslaði hún.
Fyrstu sólarhringana lá Sonja
Wallin í dái aö mestu leyti, en vakn-
aði svo smám saman til meðvitund-
ar, sljó af þreytu og kvalin af höf-
uðverk; tók að átta sig á umhverf-
inu — að hún hvíldi ekki í sinni
eigin rekkju, og við henni blöstu Ijós-
ir, kaldir veggir og gluggi, sem virtist
vita út að sjálfu himinhvolfinu, þar
sem skýin svifu stöðugt um — björt
og skínandi eða myrk og ógnandi,
MUCAN 31