Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 34
Þegar þér kaupið nýja bifreið veljið þér SIMCA
vegna eftirtalinna kosta:
1. SIMCA er falleg í útliti
2. SIMCA er sterkbyggð
3. SIMCA er sparneytin
4. SIMCA er rúmgóð miðað við stærð
5. SIMCA er þægileg í akstri
6. SIMCA er ódýr.
Heppileg stöðvarbifreið eða einkabifreið. SIMCA ARIANE
SUPER LUXE. 6 manna einkabifreið. Verð ca: kr. 180.000,00.
Góð einkabifreið SIMCA ETOILE 5 manna. Verð ca: kr.
145.000,00.
Bergur Lárusson
Brautarholti 22. — Sími 17379.
frásögn sinni. „Og Þó gátum við ekki
tekið þau með okkur — ef fjand-
mennirnir næðu tangarhaldi á okkur,
mundu Þeir að sjálfsögðu ræna okkur
þeim, en ef við kæmumst aftur til
okkar manna, mundi fjársjóðurinn
einnig verða af okkur tekinn og af-
hentur rikisstjórninni. Liðsforingj-
arnir myndu að sjálfsögðu hafa hrós-
að okkur í bili, en ekki látið okkur
lengi njóta Þess ... Við tókum Því
það til bragðs að grafa fjársjóðinn
eins og hann lagði sig.“
„Hvar?“ hrópuðu karlmennirnir
báðir í senn.
Swarts dró við sig svarið. „Við
grófum leðurpokana tíu handan við
Blydefljótið,“ sagði hann. „Tókum
miö af trjám og skugga þeirra á
vissri stundu dagsins."
„Við reyndum að komast til Pieters-
burg, en lentum i skærum við njósna-
sveit fjandmannanna; félagi minn
féll og ég var tekinn höndum. Og ég
veit því einn, hvar fjársjóðinn er að
finna ...“
„Hvað gizkarðu á að hann sé mik-
ils virði?“
Swartz hló við.
„Þrír litlir leðurpokar, troðfullir af
demöntum . . . sjö pokar fullir af gull-
hnullungum; það verður alltaf þó
nokkuð, sem kemur í hlut hvers
okkar ...“
Þeir ræddu nú um hríð um hve mikið
fé þeir mundu þurfa með til að kosta
leiðangur sinn, og hve mörgum þeir
ættu að bæta við i félagið. Þeim kom
saman um að hæfilegt væri að þeir
yrðu alls fimm talsins; þá væru þeir
nægilega margir til Þess að ferðin
gæti kallazt nokkurnveginn áhættu-
laus, en þó ekki of margir til Þess
að hlutur hvers um sig yrði ekki
sæmilegur. Þetta var þvi ákveðið
mál.
Van Dyk kvaðst þekkja tvo menn,
sem hefðu fé handbært til að leggja
af mörkum og væru auk þess vanir
að ferðast um frumskóginn. Þeir
komu svo með honum heim til
Swartz og þeirra hjónanna daginn
eftir, og var annar þeirra leynilög-
reglumaður, en hinn nefndist James
Colville, og lézt leynilögreglumaður-
inn vera bróðir hans.
„Við getum farið með járnbraut-
arlestinni til Pietersburg," sögðu
þeir. „Þar verðum við að kaupa það,
sem með þarf til ferðarinnar —
vagna, múldýr, byssur, gnægð skot-
færa þurfum við að hafa með okkur,
og svo að sjálfsögðu tjöld og vistir.
Það tafði för þeirra nokkra daga,
að þeir „Colvillebræður" gátu ekki
strax lagt fram nægilegt fé. Swartz
lék við hvern sinn fingur og eigin-
maður önnu var fullur áhuga.
En Anna sjálf var hinsvegar
kvíðin.
Hún virti þá báða fyrir sér. Eigin-
maður hennar var auðleiddur og
trúði ekki illu á nokkurn mann. Hún
óttaðist að samferðamenn hans
kynnu að hagnýta sér þetta, en hægð-
ist þó, þegar hún hugleiddi Það, að
mágur hans og beztu vinir voru með
í leiðangrinum. Það var ekki eins og
þeir væru sérstaklega á snærum
Swartz.
Henni féllu illa augnagotur Swartz.
Og hún gat ekki heldur sætt sig við
það glens hans, þegar hann hafði
við orð að sennilega mundu ljónin
eta mann hennar upp til agna. „Þvi
ekki þig ?“ spurði hún snefsin, en
hann svaraði: „Ég kann að verjast
þeim.“
EGAR nægilegt fé var hand-
bært, lögðu þeir fimmmenning-
arnir af stað til Pietersburg,
þar sem þeir keyptu sér vagna, múl-
dýr og aðrar nauðsynjar, eins og þeir
höfðu ráðgert. Þann 4. maí, 1903,
lögðu þeir svo af stað, og var fyrsti
áfanginn til borgarinnar Leydsdorp,
sem einu sinni hafði verið miOstöO
gullleitarmanna á þessum slóöum, en
var nú mjög í hnignun. Þeir náðu
þangað heilu og höldnu, og tóku þaö-
an stefnu í suður, aö Makoetsi-fljóti.
Swartz vissi alltaf áttir og kenni-
leiti, að því er virtist. Þeir leiöang-
ursmenn héldu yfir Makoetsifljótið,
síðan yfir annað fljót og loks var svo
Blydefljót framundan.
„Nú fer þetta aö styttast óÖum,"
sagði Swartz og þurrkaði af sér svit-
ann. „En spölurinn, sem við eigum
eftir, er líka erfiöur yfirferðar ...“
„Við verðum sennilega að skilja
vagnana eftir og fara fótgangandi,"
sagði van Dyk. Þeir hurfu aö því
ráði; gengu þarna einnig frá vistum
og öðru, sem þeir hugðust ekki þurfa
að nota fyrr en í bakaleiðinni. „Þessu
verður óhætt hérna á meðan,“ sagði
van Dyk. „Og nú höldum við áfram."
Þeir fylltust kappi, þegar þeir
vissu að nú var fjársjóðurinn skammt
undan. Og frásögn Swartz af demönt-
um og gullhnullungunum hafði óneit-
anlega líka létt þeim erfiði ferðar-
innar gegnum frumskóginn. Þeir
spurðu oftar en einu sinni hvort nú
væri , langt eftir; Swartz kvað þá
verða að fara yfir eitt fljót enn.
Þann 17. mai komu þeir að litlu
fljóti.
„Þá eigum við ekki nema smáspotta
ófarinn," sagði Swartz. Hann svip-
aðist um. „Já, hérna er það. Við eigprm
ekki eftir nema tveggja klukkustunda
ferð.“
Þegar hinir heyröu þetta, vildu
þeir ólmir áfram. En Swartz kvað
hyggilegast að taka sér þarna nátt-
ból, svo þeir kæmu i björtu Þangað,
sem fjársjóðurinn beið þeirra. „Þá
verðum við hvíldir og hressir, þegar
við komum þangiað í fyrramálið,"
sagði hann.
Hinir gátu fallizt á þaö. Hingað
til haföi allt gengiö samkvæmt
áætlun. Þeir höfðu ekki haft neitt
Með FEVON þvottaefninu verður þvotturinn hvítur
og ilmandi — Reynið FEVON.
34 VIKAN