Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 36
PONiMBD
er bíll þeirra, sem hafa vit á að
velja sér bíl - eini bíllinn sem sam-
einar þægilegt rými fullstóru bílanna,
sparneytni smábílanna og aksturs-
kosti sportbílanna. PANHARD er
bíllinn sem varð þrefaldur sigurveg-
ari í Monte Carlo fyrir árið 1961.
Góð vinnsla Panhard-bílsins yfir
illfæra vegi íslenzks fjalllendis
sannar gæði hans og kosti. í akstri
um Vestfirði, Norðurland og Aust-
firði reyndist benzíneyðsla aðeins
rúmir 6 lítrar á hverja 100 km.
Auk margra annarra gæða og þæg-
inda má nefna loftkælingu, sem
kælir vélina með stöðugum loft-
straumum og notkun frostlögs því
óþörf.
Hámarksakstur í fulla 21 tíma,
eins og átti sér stað í Le Mans
keppninni, sannar bezt styrkleika
og þol vélarinnar.
örijggi
Þfegindi
hvndi
Umboðsmenn:
Björn Sc Ingvar
Austurstræti 8. — P. 0. Box 204. — Sími 1460*.
BLÓM Á HEIMILINU :
Drekatré
°g
Mímósa
eftir Paul V. Michelsen. «
Stöðugt fjölgar grænu og marg- «f
litu blaðaplöntunum hjá garð-
yrkjumönnum, og Því meiru úr að
velja fyrir húsmæður.
Ein af þeim síðustu I safnið er
Dracæna, en af henni eru allmörg
afbrigði. Dracæna, eða Drekatré,
eins og jurtin er nefnd á íslenzku,
er ættuð frá suð-austur Afríku.
Algengasta tegundin hér er D,-
fragans, sem hefir löng og breið,
dökkgræn, ydd blöð. Hún getur
orðið mjög stór og glæsileg gólf-
planta.
D. sanderiana er fíngerðari, hvít-
röndótt og oft með lillablæ á
jöðrum og löng ydd blöð. Kemur
með marga hliðarsprota neðan frá,
mjög falleg planta.
D.deremensis warneckii, er mjög
falleg hvítröndótt, frekar blaðstór
og getur orðið glæsileg gólfplanta,
eða I blómagrind.
Drekatré eru frekar nægjusam-
ar jurtir, en betra er þó að gefa
þeim, eins og öðrum plöintum,
blómaáburð einu sinni i viku yfir
vaxtartímann. Þeim er fjölgað
með rótarskotum. sem oftast kem-
ur nóg af. Þær þurfa venjulega
moldarblöndu, mikið vatn yfir
sumarið, og er gott að úða yfir
þær. Drekatré þrífast mjög vel i
stofum og björtum norður eða
austurgluggum.
Blóm eru til margs nytsamleg,
og geta prestar af stólnum lagt út
af þeim í ræðum sínum. Því var
það, að eitt sinn í sumar kom til
mín prestur norðan úr landi og
spurði eftir plöntu, sem heitir Mí-
mósa, á íslenzku er hún nefnd
„hreyf-mig-ei. Hann hafði í einni
ræðu sinni lagt út af viðkvæmni
plöntunnar, og kirkjugestir á eftir
spurt um plöntuna, og nú var hann
kominn til að fá eina, svo hann
gæti sýnt söfnuði sínum.
Mímósa er falleg, lítil, viðkvæm
planta og sérlega skemmtileg.
Þegar komið er við blöð hennar,
eða blásið á þau, dregur hún blöð-
in saman og verður þá mjög fyrir-
ferðalítil. Mímósa blómstrar lilla-
bláum blómhnoðrum, þarf góða
birtu, en ekki of sterka sól, góðan
og jafnan blómaáburð, þolir illa
kulda og súg.
Mímósa lifir af veturinn, er bezt
að skera hana tölvert niður, og
byrjar hún svo aftur með nýjar
greinar. Börn hafa sérstaklega
gaman af að eiga Mimósu, og leika
sér að blöðum hennar. ^
36 VIKAN