Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 29
!f
4
'touwar
Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Róleg vika, en
þótt ekki gerist ýkjamargt, verður vikan í heild
skemmtileg. Ungt fólk kemst áþreifanlega að því,
að það e,r tvennt ólíkt að vera ,,skotinn“ eða ást-
fanginn. Þú ferð líklega að heiman einn daginn
og lendir þá í furðulegu ævintýri, sem á eftir að draga ein-
hvern dilk á eftir sér.
Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Þessi vika
verður vika mikilla öfga — ýmist mun þér leið-
ast mjög eða þú skemmtir þér óvenjuvel. Þetta
stafar af því að þú ert mjög duttlungafullur þessa
dagana, og það er eins og þú gerir þér sérstakt
far um að vera það, svo að þetta er að miklu leyti uppgerð.
Gamail draumur þinn rætist nú fyrir tilstilli vinar þíns.
Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þú munt
kynnast einhverjum í vikunni, sem þér lízt mjög
vel á, en þú munt brátt komast að því, að hæst
glymur í tómri tunnu. Helgin verður dálítið öðru-
vísi en þú hafðir gert ráð fyrir, en það er vel, því
að helgarnar eru orðnar of einhliða hjá þér. Þú kemur fram
af mikilli eigingirni gagnvart einhverjum.
Krabbamerkið (22. júni—23. júlí): Það gerist
ýmislegt óvænt I þessari viku. Bréfaskriftir skipta
mjög miklu, og einkum skaltu vanda allt það,
sem þú sjálfur sendir frá þér skriflega. Það
verður eithvað til þess að breyta áformum þín-
um um hrið, en eftir svosem viku getur þú hafizt handa að
nýju Einn meðlimur fjöiskyldunnar kemur þér á óvart.
Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Það mun mikið
snúast ,um peninga i vikunni, og líklega gefst þér
færi á að gera mjög góð kaup. Þú skalt reyna
wém að sinna einu áhugamáli þínu sem mest — því á-
hugamáli, sem þú hefur látið sitja á hakanum
undanfarið — því að þá mun vikan reynast mjög skemmti-
leg og að líkindum einnig arðbær.
Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Þú færð hug-
mynd í vikunni, sem reynist síðar hin mesta
fjarstæða, en ekki er víst að þú komir auga á þá
st.aðreynd, fyrr en um seinan. Þú hefur samt ekki
nema gott af því að reka þig á stöku sinnum,
svo að þetta ætti að verða Þér holl lexía. Þú hefur dregið
það of lengi að heimsækja þennan vin þinn.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú virðist
ætla að vera fullur sjálfstrausts í vikunni og
keyrir það liklega úr hófi fram um helgina.
Reyndar hefur þú þessa dagana fulla ástæðu til
að vera ánægður með sjálfan þig í vikunni. en of
mikið má af öllu gera. Það verður lögð fyrir þig gildra eitt
kvöldið, og munt þú standast raunina með mestu prýði.
Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Laugardagur-
inn verður sá dagur vikunnar. sem skiptir þig
langmestu. Þann dag munt Þú að likindum taka
einhverja ákvörðun, sem skiptir framtíð þína
afar miklu. Þér verður á eitthvert glappaskot í
vikunni, og munt þú líklega taka það allt of nærri þér. Þú
virðist svartsýnn þessa dagana og reynir þá yfirleitt að
sverta allt um of. Heillatala 11.
Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): 1 vikunni
ger;st eitthvað, sem þú hefur lengi beðið eftir
með óþreyju, og mun allt fara vel. Þú munt þurfa
að vinna óvenjumikið i vikunni, svo að lítill tími
gefst til skemmtana, en vinnan verður mjög á-
nægjuleg, svo að i heild verður vikan hin bezta. Orðrómur
er á kreiki um þig og vin þinn, en þú skalt láta hann sem
vind um eyru þjóta.
Geitarmerkið (22. des.-—20. jan.): Þú ert í ein-
hverjum vanda staddur þessa dagana og veigrar
þér við að leita ráða hjá þeim, sem leyst gætu
þennan vanda þinn, en það er auðvitað mesta
fjarstæða. Þú hefur sýnt einhverjum gömlum
vini þínum óeðlilegan kulda undanfarið, og á hann það alls
ekki skilið — þú hefur hann að líkindum fyrir rangri sök.
Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Það er
mikil rómantik yfir vikunni, einkum fyrir fólk
undir tvítugu. Vera kann, að þú kynnist einmitt
ævifélaga Þínum í vikunni, þótt það komi ekki
í Ijós fyrr en löngu síðar. Gleymska þin kemur
þér í einhvern vanda í vikunni — kannski er þetta ekki
gleymska, heldur hirðuleysi.
Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Það gerist
ýmislegt óvænt í vikunni, og I heild verður vikan
hin skemtmilegasta. Einkum virðist miðvikudag-
urinn vera mikilvægur dagur fyrir framtíð þína
næstu vikur. Þú skalt ekki láta tilfinningar þín-
ar ráða um of gerðum þínum i vikunni. Vandamál, sem
steðjar að verður aðeins leyst með skynsamlegri yfirvegun.