Vikan


Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 13
l’ÓRAÍt IW BJÖUNKSSOIV skolamcistari Meðan landinn drakk sér til sorgar og vanza og leitaði holds- ins fanga á Signubökkum, sigldi Þórarinn hraðbyri upp á hefðar- tind lærdómsins, flaug í gegnum prófin eins léttilega og hann gengur skólagöngin í M.A. eða götur Akureyrar. Hann var fá- tækur og til að slá tvær flugur í einu höggi vann hann við upp'- vöskun á kaffihúsum: Þannig þjálfaði hann sig í að tala frönsk- una viðstöðulaust, og jafnframt hafði hann ofan í sig. Námsmenn voru blankir á þeim árum og ekki óalgengt, að þeir syltu. ... Þórarinn mótaðist á þessum ár- um af franskri jafnaðarmennsku. Á seinni árum hefur hann hneigzt til frjálslegrar íhaldsemi, enda eru menn íhaldssinnaðir í ætt hans, eins og t.d. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra. Hann og Þórarinn eru þéttings skyldir og ekki ólíkir um suma hluti, ó- trauðir hatursmenn kommúnista og skynja hættu af þeim á næsta leiti. Jafnaðarmennsku-hugsjón Þórarins héfur sennilega verið reist á gamla franska kjörorðinu: frelsi, jafnrétti og bræðralag, en ekki af stéttarmeðvitund eða van- metakennd hins fátæka. Það eim- ir enn talsvert eftir af af þessum hægfara krata í Þórarni, og kem- ur það glöggt fram í ræðu hans, sem hann flytur skóla og alþjóð við ýmis tækifæri. Hann bendir á hinn gullna meðalveg og varar við hættu af of miklurn aura- ráðum, honum blöskrar spennan og óhófið og eyðslan, sem hvar- vetna gín við nú á dögum, vill koma á jöfnuði, hefur andstyggð á drottnunargjörnum mönnum. Það er þessi hógværi krati í hon- um, sem hefur ofnæmi fyrir hvers kyns ráðríki. Hann er ekki beinlínis valdglaður maður, þó að hann, sem aðrir mannlegir í hans stöðu í þjóðfélaginu, vísi ekki á bug viðurkenningu og verðleikum. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON heitinn lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 1948. Þá var nú úr talsvert vöndu að ráða um val á eftirmanni. SSkólinn hafði löngum verið sjálfstæður þáttur í akureyrsku bæjarfélagi, hafði ekki hið minnsta sýnt andlega undirgefni við ákveðið hugarfar, sem löng- um hefur þótt ráða ríkjum á Akureyri. Skólinn heitir Mennta- skólinn á Akureyri, en ekki Menntaskóli Akureyrar, sem svo margir flaska á, og er eign þjóð- arinnar, en staðsettur á Akur1- eyri. Sjálfbyrgingslegir borgarar gátu aldrei gert skólann að feimnum hikandi leiguliða í bæj- arfélaginu, þótt þeir fegnir vildu. Enda kom að því, að þeir máttu þakka fyrir, að Menntaskólinn var þar í sveit settur. Þessi arf- taki Hólaskóla er hjúpaður því af akureyrsku andrúmslofti, sem lyktar bezt: Bærinn er kyrrlátur og siðfágaður og blessunarlega laus við skrílsmennsku, með hefðir, og þess vegna tilvalinn skólabær. Skólinn þar hefur að sumu leyti betri skilyrði en aðrir skólar til að manna sundurleitan nemendahóp og kenna góða siðu. Einnig ætti að gefast þar betra tóm til lærdómsiðkana, því að freistingar eru færri. Bæði bær- inn og skólinn eiga sammerkt í því að vera sómakærir. Svo sómakærir, að ef eitthvað bjátar á, þá getur það nálgazt móður- sýki. Áður fyrr var hins vegar, þrátt fyrir sjálfsvirðingu skól- ans, aldrei tckið tillit til álits bæjarbúa á því, er laut að málum og stjórn skólans. Hollvinur Sigurðar, Þórarinn Björnsson, tók við stjórn skól- ans með talsve(rða reynslu af skólanum, því að hann hafði verið staðgengill skólameistar- ans urn alllangt skeið. Sigurður Guðmundsson gat ekki hugsað sér heppilegri eftirmann. Síðan eru liðin 14 ár, og Þór- arni hefur farnazt vel. Hann langaði ekki til að verða skóla- meistari. Hann hefur snemma eygt hættuna við starfið, vegna afskipta af viðkvæmum málum ungra sálna og aðstandenda og að þurfa að stjórna. Hann er sjálfur auðsærður, ef nemandi brýtur eitthvað af sér, þá finnst honum í mörgum tilfellum viðkomandi bregðast sér persónulega, eins og svikari í vináttusambandi. Honum hættir til að taka þetta grimma í eðli unglingsins ekki með nægum fyrirvara, vegna þess að hann er hrekklaus sjálfur. Það er því ekki óeðlilegt og óal- gengt, að sumir nemenda, sem gera á hlut skólans, hafi vonda samvizku gagnvart Þórarni, sem leitar út í ýmsum myndum. ... Þórarinn Björnsson er minnis- stæður öllum nemendum fyrir að vera afbragðs kennari og hon- um hefur alltf þótt gaman að kenna, og hann á bágt með að líta á kennslu sem leiðan vana (rút- ínujobb). Hann er merkilegur að því leyti, að hann getur kennt það sama ár eftir ár án þess að fá óbeit á því. Hann kennir latínu og frönsku og innlifunarkennd og hæfileiki í starfinu eru hvort- tveggja gædd þeim endurnýjunar'- mætti, að hann getur kennt byrj- endum í latínu beygingu sagnar- innar amo (að elska) eins og það væri rómantískt og spennandi og væri að gerast í fyrsta skipti. Hann kann þá list góðs kennara að setja nýjabrumsbragð á þurr- an lærdóm og staglfræði. í kenn- arastól njóta kostir Þórarins sín bezt, þetta skjótsæi, þetta heita skap, sem sumum verður á að misskilja í skólastarfi hans. Þór- arni hefur kannski ekki tekizt að virkja það í sjálfum sér, sem nýt- ur sín hjá honum í kennarastól, til þess velfarnaðar, sem stund- um væri æskilegur í jafnvægri og sterkri stjórn á sundurleitum þáttum skólans, þ.e.a.s. kennur- um og nemendum. Þó munu allir kennarar, sem vinna undir hans stjórn, og allir réttsýnir nemend- ur með fullu viti, vera sammála um, að þaegilegri yfirmann en hann getur tæpast. Hann er til- tölulega afskiptalítill og kann flestum skólamönnum betur að meta árangur starfs og náms. Hitt Framhald á bls. 26.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.