Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 14
Sean haltraði áfram með harm-
kvælum og varð Dermot að styðja
hann. Það var kolamyrkur og leiðin
torfær yfir nýplægða akra og garða.
Þeir hvíldu sig við kartöflukofa og
Sean kvaðst að þrotum kominn.
— Og þú hefur þetta af, sagði Der-
mot. Ef þú ert svangur, geturðu
fengið bita af nestinu; annars held ég
hyggilegra að spara það því við eig-
um enn um tíu mílur eftir.
Dermot fór í vasa sinn eftir siga-
rettum, en þær höfðu blotnað í skurð-
inum. Hann spurði Sean hvort hans
hefðu farið eins; er Sean svaraði ekki,
endurtók hann spurninguna, og er
hann svaraði ekki að heldur ýtti
hann við honum og hélt að honum
hefði runnið í brjóst, ne þá féll hann
útaf. — Hver þremillinn, það hefur
liðið yfir hann, tautaði Dermot, lagði
höfuö hans í hné sér og strauk enni
hans og háls unz hann raknaði við.
E’kki vildi Sean viðurkenna að
hann hefði misst meðvitund, sér hefði
aðeins sortnað fyrir augum og væri
bezt að halda af stað. Dermot innti
hann eftir sígarettunum og hann leit-
aði pakkans í vösum sínum: — Fjand-
inn sjálfur, ég er blautur af heitu
blóði langt niður á læri, sagði hann.
Nokkrum mínútum siðar voru
þeir enn lagðir af stað. Þeir gengu
þegjandi og spennan og þreytan und-
anfarna sólarhringa fór að segja til
sin. Það mátti því kallast furðuleg
heppni þegar þeir rákust á asna úti
á einum akrinum og Dermot tókst
að ná honum. Sean dró báðar leður-
reimarnar úr skóm sínum, batt þær
saman og hnýtti upp í asnann, kleif
síðan á bak með aðstoð Dermots, sem
síðan teymdi undir honum og sóttist
þeim nú ferðin betur en áður yfir
akra og engi, en öðru hverju varð
Sean samt að renna sér af baki og
hvíla sig stundarkorn. Ekki höfðu
þeir hugmynd um hvort þeir voru
komnir að landamærunum, því að
fólk á bændabýlunum var allt I svefni
og því ekki neina leiðsögn að hafa
af Ijósunum. 1 birtingu gerðist það,
að asninn hnaut og Sean féll af baki;
varð Dermot þá laus taumurinn og
á meðan hann var að stumra yfir
Sean, brokkaði asninn af stað; Der-
mot hljóp á eftir honum, en asninn
rann á undan og sá Dermot brátt að
eltingarleikurinn var þýðingarlaus.
Enn gdjngu þeir; Dermot studdi
Sean og varð gripinn ótta, þegar hann
sá það í skímunni hve hörmulegur
hann var útlits. Þegar þeir höfðu
staulazt þannig hálfa mílu, hvildu
þeir sig enn. Sean fól andlitið í hönd-
um sér; hann var eins og lítill dreng-
ur, sem reynir að verjast gráti og
hann skalf og nötraði af kuldahrolli.
— Nú væri gott að sitja við arininn,
tautaði hann. Skyldum við eiga langt
eftir enn að landamærunUm. . .
— Það er ekki gott að vita, svar-
aði Dermot og svipaðist um. Ég ætla
að skreppa og vita hvort ég hitti
ekki einhvern, sem ég get spurt.
— Og hvað verður um mig, ef eitt-
hvað kemur fyrir þig?
—• Það kemur ekkert fyrir mig.
Ég verð ekki lengi, svaraði Dermot
og reis á fætur.
— Ef þeir taka þig, máttu fyrir
alla muni ekki segja til mín. Ég
bjarga mér einhvernveginn. . . .
Fjórði foluti kvik-
myndcisoQuonav,
sem verður t sjo
blöðum 09 siðoo
sýnrf í Trípóltbíó
Dermot gekk út á veg skammt frá
og nokkurn spöl eftir honum, unz
hann mætti unglingspilti í hestvagni.
Hann kvað þetta vera drjúgan spöl
innan við landamæri friríkisins, og
þegar Dermot sagði honum undan og
ofan af hvernig ástatt væri með fé-
laga sinn, var hann fús til að veita
hjálp. Sean svaf eins og steinn, þegar
þeir komu þangað, sem hann beið og
hrökk upp með andfælum, þegar Der-
mot ýtti við honum. — Við erum í
þangað til sárið er gróið og kannski
lengur. Ég læt þig vita nánar um
það.
— Þú tilkynnir McGinnis hvernig
fór, sagði Sean.
— Já, svaraði Dermot, og ef þig
skortir peninga, verða einhver ráð
með að koma þeim til þín.
— Ég hef nóga peninga. Svo seg-
irðu þeim heima, að það sé allt í
lagi með mig. Minnist ekki á að
ég hafi særzt.
næsta undrandi, Þegar hann sá Der-
mot. — Hvar hefurðu haldið þig?
spurði hann þegar þeir voru komnir
inn I verzlunina og McGinnis hafði
lokaö dyrunum.
— Ég kom með níulestinni.
— Hvar er Sean. . .
— I fríríkinu.
— Særður?
— Ekki neitt að ráði, flýtti Der-
mot sér að segja. Hann verður fleygur
og fær aftur eftir viku.
SkivaiUðiai' ns
fríríkinu, sagði Dermot.
— Guði sé lof, sagði Sean.
Þeir klifu upp i vagninn og ungl-
ingurinn ók af stað til næstu borgar.
Hann hafði ekki lengi ekið, þegar
báðir þessir kynlegu farþegar hans
voru i fastasvefni. Að sjálfsögðu hafði
hann heyrt fréttirnar af árásinni og
fór nærri um hverjir þeir mundu
vera — og hann hlakkaði til að
segja kunningjum sínum söguna.
Þegar til borgarinnar kom, vakti
hann þá fyrir utan hús læknisins, sem
tók þeim vel. Dermot steinsofnaði í
stól á meðan læknirinn athugaði sár
Seans, en vaknaði við það að ungling-
urinn kom aftur inn í biðstofuna. —
Þið eigið að koma heim til mín að
borða, sagði hann. Ég á að bíða eftir
ykkur.
Læknirinn fylgdi Sean fram. Kvað
„starfsbróður" sinn hafa gert vel að
sárinu, hann þyrfti aðeins hvíldar og
góðrar umönnunar. •—- Honum er
borgið ef hann kemst í kvenmanns
hendur, sagði hann og vildi enga
greiðslu taka fyrir ómak sitt.
Heima hjá piltinum beið þeirra mik-
ill matur og góður og uppbúin rúm,
og þegar 'þeir höfðu etið nægju sína
féllu þeir óðara í fastasvefn. Klukkan
var orðin sex að kvöldi þegar Dermot
vaknaði og brá sér fram úr. Sokk-
ar hans og buxur hafði verið þvegið
og þurrktjð og þegar hann jmfði
klæðzt, gekk hann að rekkju Seans og
vakti hann. — Ég held heim í kvöld,
sagði hann.
-- Þú heldur að það sé óhætt?
— Ég held að þeir hætti ekki á að
taka mig fastan, enda hef ég skýringu
á reiðum höndum, eins og ég sagði
þér, ef í það fer. Þér er hyggilegast
að dveljast hérna, að minnsta kosti
Dermot laut að honum og tók í
hárið á honum, eins og í kveðju skyni.
— Og gættu þín nú á stelpunum hérna
í fríríkinu. Þær kváðu vera svo ólm-
ar í að komast í hjónasængina, að
hverjum karlmanni stafar hætta af
þeim. . .
17.
1 lestinni lenti Dermot í klefa með
karli einum, sem bölvaði Irsku þjóð-
frelsishreyfingunni niður fyrir allar
hellur, og þó einkum síðasta tiltæki
Þjóðfrelsishersins. — Það er aldrei,
að þeir hafa verið athafnasamir með-
an ég var að heiman, varð Dermot að
orði. Þegar kom á landamærastöðina,
spurði lögregluþjónn hann spjörunum
úr um ferðir hans, unz Dermot þótti
hann gerast helzt til hnýsinn og tók
það ráð til þess að þurfa ekki að
gefa honum rangar upplýsingar, sem
síðar gætu komið sér í koll, að segja
að honum kæmi þetta ekki við frekar.
Dermot til undrunar gerðist lögreglu-
þjónninn hinn spakasti og afhenti
honum aftur skilríkin orðalaust, en
karlinn leit Dermot illu auga, og
lét orð liggja að Því, þegar lögreglu-
þjónninn var farinn, að eitthvað
mundi gruggugt við þetta allt saman.
— Ég er yfirforlngi þjóðfrelsishers-
ins, sagði Dermot storkandi, og varð
það til þess að espa karl um allan
helming, en Dermot hló og loks fór
svo að karlinn flúði úr klefanum.
Klukkustundu síðar var Dermot
kominn til Duncrana. Hann spurði
sjálfan sig hvort lögreglan þar mundi
hafa nokkra hugmynd um fjarvist
hans og ferðalag. Hann kom að reið-
hjólaverzlun McGinnis lokaðri og
mundi þá að það var sunnudagur, en
McGinnis bar að í Því, og varð hann
Augu McGinnis leiftruðu af hrifn-
ingu, þegar hann fór að skýra Der-
mot frá því sem gerzt hafði. Lögregl-
an hafði gert húsrannsókn á átta
stöðum í borginni, en vitanlega ekkert
fundið. Brezkir herlögreglumenn
settu tálmanir á alla vegi, fólk var
yfirheyrt og allt í uppnámi. Deildar-
foringinn i Applebridge var tekinn
höndum, aðstoðarforingi hans og
fjórir menn aðrir — og það sem
McGinnis þótti mest um vert; hon-
um hafði borizt sú orðsending frá
aðalstöðvunum, að upp frá þessu væri
Duncranasveitin frjáls aðgerða á eig-
in spýtur. Kvaðst hann þegar hafa
ráðgert tvær árásir, báðar á stöðvar
brezkra herlögreglumanna; þeir
hefðu ekki nema gott af að kvittað
væri fyrir hdlndtökurnar. Siðan
spurði hann Dermot hvernig árásin
hfeði farið fram og hvernig Sean
hafði særzt. Dermot sagði honum það,
en þegar McGinnis gekk á hann og
viidi vita hver skotir hefði brezka her-
manninn, varðist hann allra frétta.
Ðáðist McGinnis mjög að árásinni og
árangrinum af henni, en þegar Der-
mot fór þess á leit að hann sendi
Sean eitthvað af peningum, fór hann
undan á flæmingi.
Þegar heim kom, heyrði hann að
Bella lék á harmonikkuna og þótti
það góðs viti. Móðir hans krossaði
sig í skyndi, þegar hann kom inn,
spurði hann síðan hvort hann vildi
ekki te. Bella spurði hann hvar hann
hefði haldið sig.
— Ef einhver spyr, þá skrapp ég að
heimsækja Josie frænku i Donegal.
Patrick gamla langaði mest til að
inna son sinn frétta af árásinni, en
þorði ekki vegna konu sinnar. — Lög-
reglustjórinn kom og spurði eftir þér;
við sögðum að Þú hefðir skroppið
eitthvað, nefndum ekki hvert og ekki
heldur hvenær þú værir væntanleg-
ur aftur.
Kathleen starði á son sinn; vissi
ekki hvort hún ætti heldur að hlæja
eða gráta; bar honum mat og hafði
orð á að hann væri „ljóti strákurinn".
Þegar hann hafði lokið matnum,
kvaðst hann ætla að ganga til náða.
Andartaki siðar var hann kominn í
rekkju sína og breiddi sængina upp
yfir höfuð. Hann heyrði móður sína
koma inn og athuga sokkaplögg hans.
— Hefurðu lesið bænirnar þinar?
spurði hún.
— Ég er að lesa þær.
Hún hagræddi ábreiðunni ofan á
honum. — Nú ætlarðu að segja skilið
við þá, mælti hún bænarrómi.
— Þegar kom á landamærastöðina,
spurði lögregluþjónn hann spjörun-
um úr um ferðir hans, unz. - .
14 VlkAN