Vikan


Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 39
VIÐSKIPTAFRÆÐI: Kaupsýslumannssonarinn hafSi nýlokið námi og var þegar kominn í starfið í fyrirtæki föður sfns. Hon- um var sagt að hann ætti aldrei að taka ákvarðanir nema með föð- ur sínum og læra góða viðskipta- fræði af honum, sem reyndum kaup- sýslumanni. „Pabbi,“ sagði sonurinn eitt sinn, „það er viðskiptavinur hérna fyrir utan og spyr hvort nylon skyrt- urnar, sem við seljum hlaupi.“ „Er skyrtan mátuleg á honum?“ „Nei! hún er aðeins of stór.“ „Nú jæja þá hleypur hún auð- vitað:“ KSK-u CjBöUMulc I n N Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðandi. Viltu vera svo vænn að ráSa eft- irfarandi draum fyrir mig. Mér þótti ég og maðurinn minn, sem er þó farinn frá mér, leiðast hönd í hönd í löngum gangi i stórri byggingu og leituSum aS útgöngu- dyrum og fundum þær við enda gangsins. ViS flýtum okkur þangað, en sjáum þá aS þaS er mjög hátt niSur, en engar tröppur og vorum viS nærri búin aS stíga fram af, en þá hefSi illa fariS fyrir okkur. Snérum viS þá frá og fundum ann- an gang, sem viS álitum aS mundi enda i utgönguleiS. Man ég svo ekki lengra., Viltu nú einu sinni vera snar í snúningum og senda mér ráSningu í næsta blaSi. Ég hef svo oft sent þér draum meS tilskyldu gjaldi, en aldrei séS birta ráSningu. Bættu nú i hvelli fyrir þau mistök og sendu mér fína ráSningu. Ég er svo spennt. VongóS. Svar til Vongóðrar. Tvennt vekur mesta athygli í draumi þínum „Vongóð“. Hið fyrra er þegar þið hjónin þrædd'- uð ganginn og voruð nærri fallin út, sem er tákn um erfiðleika f sambúð ykkar og leit að úr- lausnum, sem ekki komu f þetta skiptið, síðara atriðið er að þið sáuð útgönguop, en hins vegar verður ekki skilið af frásögn þinni hvort þið komust út eða ekki og verður því að álíta að þetta op sé aðeins tákn vonar- innar, sem býr í brjósti þínu um að samband ykkar verði aftur, það sama og áður. Mér þykir leitt að þú skyldir ekki hafa fengið svar við bréfum þínum, sérstaklega þar, sem greiðsla fylgdi með. Það var reynt allt sem hægt var til að svara bréfum, sérstaklega þegar greiðsla var látin fylgja með. Hins vegar hefur sá urmull af bréfum borizt að óhugsandi hef- ur reynzt að svara þeim nema að tiltölulega litlu leyti. En nú í síðari tíð höfum við látið þau nýrri sitja fyrir. Kæri draumráðandi. Mig langar til að fá ráðinn draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu síð- an. — Mér fannst ég vera stödd í litlu herbergi, sem ég kannaðist ekki við og fannst mér vera hálf skugg- sýnt inni. Eitthvað var af fólki þarna en ég gekk strax út að glugga, sem þarna var og fannst mér vera byrjað að húma að kveldi. Þegar ég stend þarna, finnst mér allt í einu komi til min maður, sem ég kannast við og taka utan um mig og segir við mig: „Er langt siðan þig hefur dreymt föður þinn?“ En pabbi var dáinn. Mér fannst undar- legt að hann skyldi spyrja um þetta og man ég ekki hvort ég anzaði því nokkuð. En þá fer hann að lýsa fyrir mér staðháttum, þar sem faðir minn sé og þar var undurfagur blómagarður með trjágróðri og dá- samlegum fjólubláum blómum. Mér fannst ég sjá ferkantaðan garð, út úr honum lá braut. Ekki man ég hvort ég sá lit blómanna, en hann lýsti þessu svona en garðinn sá ég. Svo finnst mér ég snúa mér frá þessum manni og -hugsa hvað þetta ætti að þýða, hjá þessum manni, að vera þarna hjá mér og var mér ekki vel við það. Én er ég ætlaði að fara, kemur annar maður, sem ég vissi ekki hver var og segir líka við mig: „Er þig alveg hætt að dreyma föður þinn, og við það vaknaði ég. Mér finnst þessi draumur svo undarleg- Sfjíi ea»et.n**jjsfi Í I % I tæS * m a % i #4?i Í 1 5<ÍW m m n ■1& ps m m, Sfga 11 § ssi 1 gf I I m m Ég 1 I ; 8 ÍgA Ija Gott og velunnið rúðugler flytur meiri birtu inn í híbýli og vinnustaði. Við flytjuni inn og seljum úrvals gler, sem fram- leitt er úr völdu hráefni í fullkomlega sjálfvirkum verksmiðjum. Höfum fyrirliggjandi rúðugler í öllum þykktum og flestum stærðum. Hafið samband við okkur sem fyrst varðandi glerpantanir yðar. Til afgreiðslu nú strax eða síðar. Mars Trading Company Klapparstíg 20. ur að mig langar til að biðja yður um svar fljótt. Með fyrirfram þökk og kveðju, Jóhanna. Svar til Jóhönnu. í draumi þessum er faðir þinn tákn þess, sem elskar þig. Hér er um tvo menn að ræða, sá fyrri hefur upp á mikla möguleika og Sími: 17373. veraldleg gæði að bjóða, þar, sem hann talar um blómagarðinn o. s. frv. Samt sem áður snýrðu við honum bakinu. Sá síðari, sem þú barst ekki kennsl á í draumnum er hins vegar líklegur til að vinna hug þinn allan. Frh. á bls. 43. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.