Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 17
Þessi texti er svo eftir Andrés Indriðason
við lagið Michael og er kynntur af Flamingo-
kvintettinum.
Hámundur á Hernum söng (Hallelúja)
Herrann prisaði dægrin löng (Hallelúja)
Á kassa stóð er skyggja tók, (Hallelúja)
að syndurunum hnefann skók (Hallelúja)
Þannig var hans ævin öll (Hallelúja)
Einatt mátti heyra hans köll (Hallelúja)
Hámundur á Hernum o. s. frv.
„Þú gengur fram og gáir ei að (Hallelúja)
því glötunardjúpið er ferlegt svað (Hallelúja)
Þín auma sál þar sekkur á kaf (Hallelúja)
En Satan hefur ánægju af. (Hallelúja).
Hámundur á He-rnum söng o. s. frv.
Hann brosir breitt og fagnar þér (Hallelúja)
en bak við stendur djöflaher (Hallelúja)
Þitt hjarta kramið kveinar þá (Hallelúja)
þú kallar Herrann skelfdur á (Hallelúja)
Hámundur á Hernum o. s. frv.
Heimskur hlær i hjarta sér (Hallelúja)
en hamingjan er brothætt gler (Hallelúja)
Því gefið orðum mínum gaum (Hallelúja)
og glepjist ei af lífsins giaum.“ (Hallelúja)
Iíámundur á Hernum o. s. frv.
Sonet's Blue Boys.
Samkeppnin er hörð á dægurlagasviðinu og það
er erfitt að komast upp á toppinn. En enn erf-
iðara er samt 'að tolla á toppinum. Samt sem
áöur hafa Sonet's Blue Boys haldið sér þar í tíu
ár. Það er mikið afrek og til þess þarf að halda
vel á spöðunum. Og nú ætla þessir fjórir að leggja
út í heiminn og hafa tekið upp nafnið Scandia
IV. Leiðin liggur fyrst til Hollywood, það er að
segja þegar Bandarikjamenn hafa komiö auga á
þá. En fjöldi af söngvurum og hljómsveitarmönn-
um fer árlega til Bandarikjanna og týnast þar
I fjöldanum og eru dauðfegnir að koma heim
aftur. Þar má segja að enginn business sé eins
harður og show business og líkindi til að öðlast
vinsældir eru sáralitlar, þó frægðin sé kannski
mikil í Evrópu. En vonandi ná þessir fjórir kátu
félagar einhverjum frama.
Að fara í bað
ý3y,.
Allir vita hvernig þeir eiga að
baða sig, en samt sem áður hafa
flestir baðið of heitt og eru of
lengi i því. Ef þið baðið ykkur
daglega eigið þið ekki að vera
lengur en það tekur að sápa sig
og skola og í lok heita baðsins
á alltaf að skola sig með volgu,
eða ef þið þolið það, köldu vatni,
þvi það lokar svitaholunum og
hefur hressandi áhrif á húðvef-
ina. Stundum er maður þó svo
þreyttur og illa upplagður, að
maður þarfnast þess að fara í
langt hressandi bað með bað-
salti og undrameðulum fyrir
húðina og þá er um nóg að velja.
Fyrst er að kaupa hráefni í
næstu lyfjaverzlun, en úr þeim
er hægt að blanda mjög ódýrt
og áhrifarikt sjósalt. Þið þurfið
5 kg af mjög grófu matarsalti,
25 g af magniumsulfati, 15 g af
brómkalium, 20 g joðkalium og
10 g af klórkalium. Þessu er öllu
blandað vel saman og þá hafið þið sjósalt sem gott er bæði i hressandi og
megrandi böð.
í hressandi og styrkjandi bað þarf %—Yi kg af sjósalti. í megrandi bað þarf
1—2 kg af sjósalti ef baðið er mjög heitt. Eftir megrandi bað á ekki að skoia sig
úr köldu, heldur fara strax i eitthvað hlýtt og beint i rúmið, þar sem áríðandi
er að svitna dálítið, ef kilóunum á að fækka.
Mýkjandi bað: % kg af hveitiklíði er sett i poka og lagt í heitt baðið i u. þ. b.
stundarfjórðung. Síðan er pokinn rifinn og kliðið, sem kemur út mýkir vatnið
og húðina.
Ef maður er sérstaklega þreyttur og taugaóstyrkur er gott að sjóða % kg af
jurtate i nokkrum litrum af vatni, siið svo teið og hellið því i baðið, það er bæði
hressandi og hvilandi, en um leið styrkjandi. Ef húðin er nudduð með oliu áður
en maður fer i baðið, verður hún sérstaklega mjúk á eftir.
Þó að baðker sé ekki á heimilinu, er hægt að nota áðurnefnd baðmeðul. Það
þarf auðvitað að nota minna af þeim og þegar þið þvoið ykkur standið þið i
stórum bala.
1. Rd7t, Kg7 2. Hf8, Kg6 3. Re6,
fxe6 4. Df7f, Kg5 5. Re5, fxe5 6.
Be4, fxe4 7. Be3, fxe3 8. De7t, Kg6
9. Kh2, h3 10. g3, h4 11. g4, h5 12.
g5, h6 13. Df6t Kh7, 14. g6 mát.
Skákþáttur
Eftirfarandi staða má segja að sé
talsvert óvenjuleg og sérstæð. Hvít-
ur á leikinn og er settur í bann
vanda að máta svartan á dálítið ó-
venjulegan hátt: Ekkert af svörtu
peðunum má drepa. Svarti kóngur-
inn verður að vera á h7 þegar hann
er mátaður. Ekki má máta með nein-
um öðrum manni en peðinu g2 og
það þýðir að koma verður peðinu
alla leið upp á reitinn g6 án þess að
svartur geti drepið það.
Ristað brauð
Ristað brauð þarf ekki alltaf að vera
útbúið á sama hátt. Prófið einu sinni að
smyrja ristaða brauðið vel með smjöri og
setjið það í ofninn í nokkrar mínútur,
þannig að smjörið bráðni alveg niður f
brauðið, sem á myndast falleg gyllt skorpa.
Berið svo brauðið fram eins og venjulega
og við ábyrgjumst að það mun vekja
hrifningu.
VIKAN 17