Vikan


Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 5
I fullri alvöru: Listdómar og listaverkakaup „Málverk eiga ekki að sýna neitt^ sérstakt ... MaSur á ekki að skilja. , myndlistarverk . . . Myndin á að lúta sinum eigin lögum, og lifa sinu sjálfstæða lifi, óháð öllu nema sjálfri sér ... Myndin á ekki að flytja neinn boðskap eða túlka neitt ...“ Þessar setningar eru tindar úr nokkrum umsögnum listamanna og viðtölum við myndlistarmenn i sambandi við sýningar. í sumum þessum umsögnum og viðtölum er almenningur svo hvattur til að kaupa þau listaverk, sem um er að ræða og opinberir aðilar ávitaðir fyrir, að ekki skuli varið meira fé til þess að skreyta opinberar bygg- ingar verkum hstamannanna. Miðað við tekjur manna yfirleitt kostar málverk eftir „kunnan“ listamann mikið fé. Ein slík mynd getur að verði til samsvarað fjög- urra mánaða til hálfs árs launum rikisstarfsmanns i meðaliaunaflokki. Með þeim samanburði er ekki ver- ið að gefa í skyn að listamaðurinn fái of mikið fyrir sinn snúð, heldur eingöngu að ekki sé nema eðlilegt að kaupandi á meðallaunum vilji líka fá eitthvað fyrir sinn, og hugsi sig tvisvar um áður en hann gerir 1 verzlun við listamanninn. Að minnsta kosti verður honum ekki láð þótt hann vilji gjarna vita hvað það er, sem hann ver talsverðum hluta árslauna sinna til að kaupa. En hvernig á hann að fá úr þvi skorið? Þeir fáu hstfræðingar, sem við eigum, slá yfirleitt úr og i; bregða fyrir sig óræðum véfréttar- svörum, en taka ekki beina afstöðu til neins, nema þá helzt að þeir leyfi sér að fordæma hlutlæga list, að minnsta kosti ef viðkomandi málari eða myndhöggvari er ekki af kynslóð frumherjanna, þeirra, sem áunnið hafa sér svo almenna og rótgróna virðingu og viðurkenn- ingu fyrir verk sín, áður en list- fræðingarnir koma til sögunnar, að . ekki verður dregið úr gildi þeirra með háfleygum kennisetningum. Og listdómarar þeir, sem i blöðin rita, gera yfirleitt það eitt almenningi til leiðbeiningar að tönnlast á því . að maður eigi ekki að skilja mynd- list, allt listrænt hljóti sífellt að vera afstætt, fólk megi ekki leita neins sérstaks i verkum listamann- . anna og svo framvegis. Á stundum fræða þeir mann þó á því, að við- komandi listamaður hafi sagt skilið við þá stefnu, sem hann fylgdi áður, . og aðhyllist nýja stefnu, og hafi nú loksins fundið sjálfan sig. Og listamennirnir sjálfir? Það er að vísu ekki nema skiljanlegt, þótt þeir hiki við að leggja dóm á sín eigin verk — og væri þó enn skilj- anlegra að þeir hikuðu við að leggja dóm á verk annara myndlistar- manna. Sumir þeirra verjast líka allra „frétta“ ef svo mætti segja, eða slá úr og i með setningum eins og þeim, sem vitnað er til í upphafi, en þeir eru þó nokkrir, sem láta sig hafa það að gera lítið úr verkum annara, en að vísu helzt óbeinlínis eða á þann hátt að fara niðrandi orðum urn aðrar myndlistarstefnur en þá, sem þeir sjálfir aðhyllast. Geta myndlistarmenn þá búizt við þvi, að almenningur verji stórfé til kaupa á verkum þeirra? Að hann verji til dæmis veruJ^egum hluta árslauna sinna til að prýða híbýli sin myndlistarverkum, sem hvorki hann né aðrir mega skilja, sem ekki mega sýna neitt sérstakt eða túlka neitt, heldur aðeins að lúta sínum eigin lögum og lifa sínu sjálfstæða lifi, óháð öllu nema sjálfu sér? Því skal ekki dróttað að neinum myndlistarmanni, að hann geri það vísvitandi að villa heimildir á verk- um sínum, eða beiti — mér liggur við að segja afsakanlegum — brögð- um vefaranna heimsfrægu, til þess að kitla hégómagirnd keisaraniðj- anna, sem ekki þurfa að horfa í skildinginn. En hitt er vist, að sam- bandið milli þeirra og almennings hefur rofnað, hverju eða hverjum sme um er að kenna, og báðum að- ilum til ómetanlegs tjóns ... -ykr P4RTS CHSPEAU kuldabúfnn Fröken Theodóra Þórðardóttir er í góðu skapi. ... Ekki að undra, segir hún! Ég hef loksins fengið höfuðfat sem ég er ánægð með. Ég er dökkhærð og með brún augu svo ég valdi mér Orange-gula Paris Chapeau kúldahúfu. Ég segi ykkur stúlkur mínar (cdveg i trúnaði) að í síð- asta bréfi frá Birgitte Bardotte segir hún að Paris Chapeau kiddahúfan seljist eins og plöturnar hans Presley og bað mig að skila til ykkar að hver kona sem notaði Paris Chapeau væri smekkleg og listræn. Amor miöar örvum sínum á þær sem bera PARIS CHAPEAU Heildsölubirgðir: UMBOÐS- 8c HEILDVERZLUN Laugavegi 178. - Símanc 36844 - 37880.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.