Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 30
CITROEN
*
ID-19 Confort, 5 manna
Áætlað verð kr.: 237.700,00.
Benzíneyðsla 9—10 litrar pr. 100 km. ID-19 er hægt að
hækka með einu handtaki (með vökvakerfi) úr 6,5“ nor-
maihæð í 9,“ og 12“ hæð, eftir ástandi veganna. Luxusbif-
reið á hóflegu verði.
AMI-6, 4ra manna
Áætlað verð kr.: 143.300,00.
Benzíneyðsla 5,5—6,5 litrar pr. 100 km.
Sparneytin hifreið með miklum þægindum.
2CV-AZL, 4ra manna
Áætlað verð kr.: 113,100,00.
Benzíneyðsla 4—5 lítrar pr. 100 km. Bifreið fyrir þá, sem
vilja ferðast ódýrt.
2CV—'AZU, sendibíll, 2 sæti, áætlað verð kr. 94.500.00.
Benzíneyðsla sama og 2CV—AZL (4 lítrar pr. 100 km.) Allar
ofantaldar bifreiðir eru með framhjóladrifi og alveg óvið-
jafnanlegu fjöðrunarkerfi, sem hæfir vel íslenzkum vegum
og vegleysum. — Afgreiðslutími frá verksmiðju er nálægt
þrem vikum.
Nánari upplýsingar gefur umboðsmaður:
Haraldur Sveinbjarnarson
Snorrabraut 22 — Sími 11909.
30 VIXAN
PLUGFREYJA UPP A
MILLJÓN MÍLUR
Framh. af bls. 8.
hillunum og slengdi þeim á gólfið.
- Kay ég bað þig að afhenda
farþegunum blómvendina, mælti
Andy ávítandi.
— Það hef ég líka gert, svaraði
liún. En hvar i ósköpunum er steik-
in? Þó gestunum hafi verið heitið
sérstökum miðdegisverði, get ég
varla borið þeim steikta blómvendi.
Andy varð skelfdur á svipinn. —
Ég veitti vörunum móttöku sjálfur,
sagði hann. Ég tók steikina út úr
skápnum til að sjá hvort hún væri
eins og beðið var um. Og í því
komu blómvendirnir, og þeir voru
of margir, svo ég . . .
— Svo þú sendir kjötið til baka,
en hrúgaðir öllum blómvöndunum
inn í skápinn, mælti Iíay bliðlega.
— Hamingjan góða, hrópaði
Andy. Þetta verður reginhneyksli.
við getum ekki látið sjá okkur i
New York eftir þetta. Blaðamenn-
irnir gera út af við okkur .. .
Kay opnaði skúffur og skápa. —
Hefur þú tilkynnt hvaða mat þeir
eigi að fá? spurði hún.
— Nei, ég hef bara heitið þvi,
að það yrði góður matur ...
Kay hugsaði sig um. — Franskar
kartöflur og asparges . . . egg ...
Geturðu náð talsambandi við þá
í Lundúnum, og pantað fyrsta
flokks veizlumat, þegar þangað
kemur?
Andy kinkaði kolli.
— Gott. Það er hérna ýmislegt,
við skulum sjá hvort það bjargast
ekki af, sér í lagi ef farþegarnir
fá svo mikið af kampavini, að þeir
veita matnum ckki alltof nána
athygli.
— Láttu brytann bera þeim meiri
kokkteil, sagði Andy og vafði hana
örmurn. Stundum þykir mér svo
vænt um þig, að það veldur mér
beinlinis vandræðum, sagði hann.
Hún losaði sig úr faðmi hans.
— Það hefur valdið mér vand-
ræðum lengi, svaraði hún. En ein-
hvern grun hef ég um það, að
þetta verði í síðasta slciptið, sem
ég bjarga þér út úr vandræðum ...
Andy stóð á þröskuldinum. —
Kay, ástin mín, þú veizt að við
höldum saman, þegar við fljúgum
til tunglsins, tvisvar á sólarhring.
— Vertu ekki viss um það, svar-
aði hún og skellti á hann hurðinni.
Það tók tvær klukkustundir að
framreiða matinn og bera farþeg-
unum hann. Kay lét hallast upp að
veggnum i eldhúskytrunni, ör-
magna af þreytu, þegar brytinn
kom aftur með bakkana. — Það
þykist enginn hafa bragðað annan
eins mat, Kay, sagði hann. Það
eru nokkrnr konur, sem vilja fá að
vita nafnið á réttunum og upp-
skriftina að þeim.
— Við skulum kalla þá „Neyðar-
úrræði“, svaraði Kay, en uppskrift-
ina man ég ekki lengur, nema hvað
ég hef notfært mér allt matarkyns,
sem ég fann, annað en neyðar-
vistirnar . . .
Hún hneppti að sér einkennis-
treyjunni og hélt fram i farþega-
rýmið með ábreiður og svæfla
handa farþegunum, svo þeir gætu
lagzt til svefns. Þeir brostu til
hennar í sæluvimu.
Joe Crimmins gekk í veginn fyr-
ir hana. — Það verður að taka
mynd af þér, þegar þú býrð far-
þegana undir nætursvefninn, sagði
hann.
—Ef ég held á þessum svæfli
andartaki lengur, legg ég höfuðið
á hann, og þá getið þið fengið
sanna mynd af svefni í seytján
þúsund feta hæð, andvarpaði Kay.
Vertu fljótur, Joe. Ég er gersamlega
að farast af þreytu.
Ljósmyndarinn smellti af. — Og
eina mynd af henni og drengnum
þarna skipaði Joe.
Kay var of þreytt til að hreyfa
andmælum og hélt þangað sem
Barry sat hjá móður sinni. En
henni brá í brún. Frú Crane var
náföl.
— Er eitthvað að, frú Crane?
spurði hún.
Frú Crane leit á úrið. Nú eru
ekki nema þrjár mínútur á milli
hríðanna, hvíslaði hún. Það lítur
út fyrir að við ætlum ekki að hafa
undan storkinum . ..
Kay gleymdi gersamlega allri
þreytu. — Komið þér með mér,
frú Crane Þér getið legið í áhalda-
klefanum. Getið þér gengið?
Frú Crane komst með naumind-
um inn í klefann, og var þvi ber-
sýnilega fegin, þegar hún gat lagzt
fyrir. Kay breiddi ábreiðu ofan á
hana. — Ég kem að vörmu spori,
sagði hún. Ég ætla að vita hvort
ekki er einhver læknir meðal far-
þeganna.
Joe fylgdi henni eftir inn i far-
þegarýmið, þar sem þau gengu á
milli sætanna og ýttu við farþeg-
unum, en ekki var þar neinn lækni
að finna.
— Ég þori að bölva mér upp á,
að það er Andy sjálfur, sem hefur
lcomið þessu öllu í kring i aug-
lýsingaskyni, varð Joe að orði.
Brytinn kom fram í farþega-
rýmið. Kay, sagði hann. Andy segir
að nú sé stundarfjórðungur þangað
til þú nærð milljón mílna mörkun-
um. Og þá áttu að vekja alla far-
þegana með kampavíni, svo þeir
geti drukkið skál þina. Og hann
ætlar sjálfur að halda ræðu, þegar
þar að kemur.
— Segðu Andy, að allir farþeg-
arnir séu sofnaðir, mælti hún
þreytulega, að frú Crane undan-
skilinni, sem liggur inni i áhafnar-
klefanum og fæðir barnið þá og
þegar. Segðu flugstjóranum að sjá
svo um að læknir og sjúkrabill
bíði á flugvellinum, og . . .
Ilún beit á vörina og þagnaði
við.