Vikan


Vikan - 14.12.1961, Síða 6

Vikan - 14.12.1961, Síða 6
Gef mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir lika frá eesku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA ! Nívea inniheldur Euoe- rit — efni skylt húðfit- unni — frá þvi stafa hin góðu áhrif þess. ■Hi-spot er betra! er drykkurinn! H.F. Ölgerðin Egill Skallagrímsson 6 VÍKAN VIKAM 00 tæhnin SVIFIÐ UPP f FALLHLÍF. Það er margt sem snýst öfugt við á þessum blessuðum „siðustu og verstu“ tímum. Tæknin hefur hausa- víxl á öllum hlutum og fólk, sem ekki hefur neina tæknilega þekk- ingu, stendur bara og glápir. Og það fer nánast eftir skapferli hvers og eins hvenær hann bregzt við öll- Stökkmaðurinn réttir út armana til merkis um að nú leysi hann taug- ina. Stökkstíllinn h'efur sitt að segja, öldungis eins og í skíðastökki. um þessum furðum á svipaðan hátt og Daninn, sem var viðstaddur skíðastöklckeppni að Holmenkollen — þegar hann sá Norðmennina svifa í loftinu fram af stökkpallinum, labbaði hann sig á brott og tautaði: „Nei, þetta er sko lygi. . . .“ Hingað til hefur manni skilizt að fallhlífar væru til þess gerðar að menn svifu í þeim til jarðar; maður hefur meira að segja reynt af öllu afli að trúa því, að þannig mætti fá þægilegustu ferð ofan úr skýjun- um til síns heima ef á lægi og þetta væri ekki neitt — vitanlega að því tilskildu þó, að fallhlífin þendist út. En nú er búið að snúa þessu við eins og öðru. Nú stökkva þeir orðið i fallhlif frá jörðinni og upp i skýin, eða því sem næst. Fallhlif, sem nota má til þeirra hluta, er að vísu af sérstakri gerð. Það eru franskir hugvitsinenn, sem að þeirri gerð standa, og franskir „angurgapar“, sem eru farnir að gera það að iþrótt sinni að taka allt að þvi hundrað metra há loft- köst með tilstyrk þeirra. Það er meira að segja fullyrt, að sú íþrótt sé orðin ákaflega vinsæl þar í landi. Listin er í þvi fólgin, að bíll er látinn draga stökkmanninn á loft á svipaðan hátt og þegar sviffluga er dregin á loft, og er fallhlífin tengd við bílinn með langri taug með samskonar fyrirkomulagi. Þegar bíliinn er kominn á 40—50 km hraða á fallhlifin að hafa borið stökk- manninn 50—60 m í loft upp, eða jafnvel talsvert hærra, og fer það einkum eftir vindi. Þegar stökkmanninum finnst loftkastið orðið nógu hátt, leysir hann taug- ina og svífur síðan hægt og rólega aftur til jarðar. Að öllu gamni slepptu, þá er þetta ekki eingöngu skemmtiíþrótt, heldur og hentug og raunhæf aðferð til þess að þjálfa menn í fallhlífastökki á tiltölulega hættulausan hátt. En um leið er þetta að verða vinsæl dægra- stytting — en nokkuð dýr, þvi að slík fallhlif kostar um seytján þús- und islenzkar krónur frá framleið- anda. Enn hafa ekki verið staðfest opin- berlega nein met í þessari nýju i- þrótt, en þess verður áreiðanlega ekki langt að biða. Vitað er þó að lekin hafa verið yfir hundrað metra há loftköst á þennan hátt við hent- ugar aðstæður. • SNJÓR BRÆDDUR AF VEGUM. Fáir vita það betur en við, að snjómokstur af vegum er dýr í fram- kvæmd og krefst sterkra moskturs- tækja og mikilvirkra, ef hann á að koma að nokkru gagni. Nú hafa Bretar fundið upp og fullkomnað hið merkilegasta áhald, sem bræðir snjóinn af veginum og virðist sú að ferð hentug, við vissar aðstæður að minnsta kosti. Sjálft tækið er einskonar kassi með tólf eldvörpu- stútum og er loginn, sem fram úr stútunum stendur, 650 stiga heitur, miðað við selsíusmæli, svo einhver er nú velgjan — enda kváðu jafnvel þykkir snjóskaflar bráðna í einu vetfangi í þeim eldi. Tæki þessu er komið fyrir á sterkum „landbúnað- arjeppa," það brennir steinolíu og kvað vera mjög auðvelt í notkun. BYGGT í SAMRÆMI VIÐ LANDSLAGIÐ. Það mun sjaldgæfara en maður veitir athygli, að byggingar verði beinlinis til að prýða landslagið. Þegar bezt lætur, válda þær þar ekki áberandi óprýði. Og fjölmargar byggingar, sem kannski eru ekki Átján hæða gistihús með 600 gisti- herbergjum, byggt inn í hamravegg Miklugjár f Arizona. Líkan, sem sýn- ir að þessar byggingaframkvæmdir verða sízt til að óprýða þetta fagra og sérkennilega umhverfi. beinlínis Ijótar í sjálfu sér, eru þannig í sveit settar að þær verða ljótar þar, og gera allt umhverfið tjótara. Það er að visu til, að þetta sé fyrir nauðsyn gert, eins og til dæmis á sér stað um votheysturn- ana, sem eru íslenzkum bændum þarfaþing, en istenzku landslagi og „islenzkum byggingarstil" — ef nokkur er — hinsvegar forsending. Það er eiginlega ekki fyrr en á síðari áratugum að húsameistarar taka upp þá stefnu að „byggja inn í landslagið“, það er að segja að haga ytra útliti og fyrirkomulagi bygginga í samræmi við landslag og umhverfi. Nú er það orðin viðurkennd „list- grein“ ef svo mætti segja, og þeir húsameistarar og byggingaverkfræð- ingar, sem þar eru snjallastir, hnfn

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.