Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 11
Öndin er hreinsuð og nudduð með salti, pipar og sitrónusafa.
Séu notaðir þurrkaðir ávextir eru þeir lagðir i bleyti daginn
áður, annars bara sveskjurnar, en eplin flysjuð og skorin í búta.
Öndin er fyllt með þessu og saumuð saman. Á sama hátt er hin
fyllingin látin í og uppskríftin aukin ef öndin er stór.
Öndin er látin í heitan ofn og brúnuð, síðan er % 1. af heitu
vatni hellt yfir og steikt í 1—2 kls.
Ausið yfir öðru hvoru. Nokkrum mínútum áður en öndin er
steikt er 1—2 msk. af köldu vatni hellt yfir hana, þá verður
skorpan betri.
Soðið er jafnað með hveitijafningi og kryddað ef með þarf.
Borin fram með brúnuðum .eða frönskum kartöflum, rauð-
káli, sykruðum gúrkum og soðnum sveskjum eða góðu mauki.
Löng brauð eru góð með ýmsum súpum eða kjötréttum. Borið
fram volgt (nýbakað) i heilu lagi eða sundurskorið. Hitað upp
sé það 1—2 daga gamalt en þá er naðsynlegt að gera það rétt
áður en borðað er.
Rifjasteik.
114 kg hryggur, sag-
aður eftir endilöngu,
salt, pipar, 50 gr.
smjörlíki, % 1. vatn.
1 msk. hveiti, krydd
eftir bragði.
Kjötið er þvegið með
heitum Mút og stimplar
skornir af. Salti og pipar blandað saman, nrnldað inn í kjötið.
(Sé kjötið magurt eru smjörlíkisbitar látnir yfir). Sett á grind
með ofnskúffu undir og steikt efst í ofninum þar til hún er
fallega brún. Þá er hvin fœrð neðst i ofninn. % I. af vatni hellt
i skúffuna og steikin soðin, ausið yfir öðru hvoru. Ætla má 1—
IV2 klst. fyrir hvert lcg. kjöts.
Það má einnig láta steikina i kaldan ofn, þá er vatnið látið
strax í skúffuna og steikin höfð neðst i ofninum. Steikt við 170
gráður ef ofninn er með hitastilli, annars við minnsta undir-
hita og mið yfirhita. Það tekur lengri tima að steikja þannig
en litil sem engin sterkja verður við steikinguna.
Ef steikt er i málmpappir, er pappirinn smurður áður en hon-
um er vafið um kjötið, steikt á sama hátt en vatninu sleppt.
Soðið er síað og jafnað með hveitijafningi. Sósan er krydduð
eftir bragði, sósulitur settur i ef vill.
Áður en steikin er borin fram þarf að losa kjötið frá beininu
og skera í hæfilega stór stykki, raðað saman aftur og sett á
fat ásamt frönskum eða brúnuðum kartöflum, soðnu grænmeti
og gúrkusalati.
Nautakjötssteik.
1% kg nautakjöts-
vöðvi, 50 gr. smjör-
liki, 2—3 dl. vatn, salt
og pipar, 1 dl tómat-
kraftur. 1 msk. hveiti,
1 dl kalt vatn.
Kjötið er þerrað með
klút, sem undinn er úr
heitu vatni. Smjörlíkið brætt i potti og kjötið brúnað. Kryddað.
Heitu vatni ásamt tómatkrafti hellt yfir. Soðið við hægan hita
3—4 stundarfjórðunga. (Eigi kjötið að vera hálfhrátt er suðu-
tíminn minnkaður).
Kjötið er tekið upp úr og sósan jöfnuð með hveitijafningi.
Krydduð með salti, pipar og sinnepi, einnig er gott að hafa í
hana rjóma og er hann þá settur i rétt áður en steikin er borin
fram. Með steikinni er borinn brúnaður laukur, soðnar kartöflu-
kúlur, pikles og hrátt salat.
Franskar kartöflur.
Kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í strimla
eða sneiðar (þá er bezt að skera þær á gúrkuhefli).
Þerraðar. Steiktar í vel heitri feiti eða olíu. Látn-
ar á pappír sem dregur til sín fitu. Salti stráð yfir.
Kartöflurnar verða sterkari séu þær tvisteiktar en
þá þarf að gæta þess að þær verði ekki of dökkar,
liturinn á að vera ljósgulbrúnn. Bornar fram með
margskonar kjötréttum.
Gúrkusalat.
1 agúrka, 1 dl edik, 1 dl. vatn, % dl sykur, salt, pipar.
Gúrkan er þvegin og skorin i þunnar sneiðar með gúrkuhefli
eða beittum hnif. Ediki, vatni, sykri, salti og pipar blandað
saman. Gúrkusneiðarnar látnar þar i. Bezt er að salatið bíði
nokkrar klst. áður en það er borið fram.
Rauðkál.
1 rauðkálshöfuð, 30 gr smjörlíki, 2 dl vatn, 50 gr sykur,
4 msk. edik, I—IV2 tesk. salt, 1 epli, 1—2 dl rauðvín eða
góð saft.
Smjörliki, vatni, sykri, ediki og salti er blandað saman i pott,
þar i er rauðkálið soðið 3—4 stundarfjórðunga. Eplið er skorið
i smáa bita og soðið með siðustu mínúturnar. Bragðbætt með
góðri saft eða rauðvini.
Nýir og niðursoðnir
ávertir.
Ávextir eru bæði góðir
sem forréttir í staðinn fyr-
ir súpu og einnig sem á-
bætisréttur. Séu þeir hafð-
ir á, undan er ágætt að
skera þá smátt og bera þá fram i ábætisglösum ásamt ávaxtasaf-
anum (ath. að safinn á ekki að fljóta yfir). Borið fram vel kalt.
Nýjum og niðursoðnum ávöxtum er einnig fallegt að raða á
fat (sjá mynd). í miðjunni er t. d. höfð melóna, er þá kjarnhús-
ið fyllt með jarðarberjum eða vínberjum. f kring er fallegt að
setja epli, appelsínur, banana, ananas og ferskjur, eða það sem
fyrir hendi er.
Fallegt er að setja nýja ávexti í körfu eða á disk og skreyta
hann með greni. Borið fram sem ábætisréttur eða við önnur
tækifæri.
ís með ávöxtum.
Ms 1. rjómi, 4 egg, 1%
msk. sykur, Vanilla
ca. 1 tesk.).
Eggjarauðurnar 'eru
þeyttar með sykrinum, þar
til þær eru ljósar og létt-
ar. Rjóminn er þeyttur
(bezt er að stífþeyta hann ekki). Blandað saman við rauðurnar
ásamt vaniljudropunum og ef vill víni (bezt er sherry). Hvíturn-
ar eru stifþeyttar, það er ekki nauðsynlegt að nota þær allar,
ísinn verður drýgri en grófari. ísmótið er skolað úr köldu vatni
og sykri stráð i það. Sé fryst i stórum mótum er öruggara að
hræra öðru hvoru í ísnum, þar til hann fer að frjósa, þá setjast
eggin síður á botninn. Þegar ísinn er borinn fram
er lionum hvolft á fat og ávöxtunum raðað fallega i
kring, t. d. jarðarberjum og ferskjum og eru þá oft
hafðir hnelukjarnar með, en þeim má sleppa.
VIKAN 11