Vikan


Vikan - 14.12.1961, Side 24

Vikan - 14.12.1961, Side 24
r miTceWtwmkm Tílyndabók lilla bróður Límið saman pappaspjöld með breiðum teppalímböndum og gætið þess að hafa nægilega langt á milli þeirra, eða eftir þykkt pappans. Beggja megin á blöðin limið þið svo alla vega myndir, úr blöðum eða eitthvað sem þið búið til sjálf og bókin er tilbúin. Þau má búa þannig til og hvítir kertabútar er bræddir með olíublandi i blikkdós, einn iitur í hverri dós, sem sett er niður í heitt vatn? Siðan er helt eða sprautað í ýmis mynztur yfir kertin. Ef þau eiga að vera doppótt, má hita iitaðan kertisstubbinn yfir ioga og ýta doppunum á með honum Rétt er að hafa disk undir svo hægt sé að nota afganginn seinna. \r* Jólaserviettuhringir iagaðir eins og jóla- sveinshúfa og jólatré, geta verið skemmtileg- ir fyrir jólagestina. Þið búið til pappamót eftir teikningunni og hafið ferhyrningana eins cm. stóra. Eftir mótinu klippið þið svo hringina, tréð grænt og húfuna rauða og not- ið þunnan pappa eða glanspappír. Skemmti- legt er að skrifa nöfn gestanna á hringina. Farið í langar gönguferðir öðru hverju um jólin og í jólafríinu. Það vegur töluvert upp á móti vökunum, átinu og inniverunni. Sérstaklega getur það hjálpað börnunum, sem oft verða þreytt og taugaveikluð af spenningnum og óreglulegum lifnaðarhátt- um. Það eT ótrúlega gaman að koma heim aftur eftir gönguferðina og kveikja á jóla- trénu í rökkrinu og kökurnar bragðast betur en nokkru sinni fyrr. Smáenglar úr pappa eru skemmtilegir á ýmsum stöð- um, bæði standandi og hangandi. Það er mjög auðvelt að búa þá til. Notaður er venjulegur hvitur teiknipappir þar sem vængir og ermar eiga að vera og límið þá að innanverðu, eftir að brotið hefur verið inn á þá. Gott er að nota límband, og límið síðan kjólinn saman, eins og sýnt er á teikningunni. Höfuðin er búin til úr gipsi eða bómullarkúlum, þegar þær fást. Sé gips notað, eru höfuðin búin til með því að setja svolítið vatn saman við gips, þannig að það verði eins og þykkur grautur og mynda úr því kúlur. Þunnur málmþráður er klipptur i 6—7 cm langa búta. Á annan endann er gerð smálykkja, en hinum stungið í gegnum kúluna og höfuðin látin þorrna. Þegar þau eru alveg þurr, er bundinn hnútur varlega á endann, sem kemur út úr gipsinu. Ef englarnir eiga að standa, er gott að hengja eitthvað þungt í neðri enda þráðar- ins, en ef þeir eiga að hanga, er þráðurinn látinn liggja niður í kramarhúsið og límdur með límbandi við það að innan verðu (sjá teikninguna). Bómullarhöfuðin eru bara límd við. Síðan eru höfuðin máluð og gert á þau andlit og ef vill má setja á þau hár úr silkigarni. Geislabauginn má búa til úr málmþræði eða tvöföldum gullpappír, sem límdur er við höfuðið. Kjól- ana má skreyta á ýmsa vegu, annaðhvort lita þá eða líma skraut úr pappír eða taui á þá. Það getur verið mjög fallegt að nota fíngerðar blúndur og legginga- bönd, og auðveldast er að skreyta þá áður en þeir eru limdir saman. Klippa má smáfætur og líma innan á kjól- faldinn og litla sálmabók má búa til úr hvítum pappír og líma við hendurnar. 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.