Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 27

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 27
dögum mínum að Laugarvatni höfum við Eysteinn verið góðir vinir —• og ekki var að sökum að spyrja, forvitni mín fór af stað — og ekki leið á löngu þar til ég vissi helztu drættina i ævi hans. Ég sagði við Eystein á siðasta sumri, að mig langaði til að kynna hann fyrir almenningi með greinaflokki í víðlesnu blaði. Hann varð dálítið hissa til að byrja með, en sagði svo, að ég réði því, en tilgangslaust væri að tala saman í sumarönnunum, hann skyldi heimsækja mig i haust þegar leyfi hans byrjaði. Það gerði hann og við tókum saman efni þessara greina. Þegar ég hóf máls við Eystein um það, hvar hann væri fæddur, lenti hann strax i dálitlum vandræðum. Hann strauk sér fyrst um ennið og síðan hökuna. Svo skimaði hann um í stofunni og sagði svo: „Það get ég ekki sagt þér. Áttu ekki sjókort?“ Þetta kom mér alveg á óvart. Ég hef víst spurt allt að þúsund manns þessarar spurningar, en aldrei fyrr verið svarað með því að spyrja um hvort ég ætti sjókort. Ég átti ekki sjókort. En þá tók Eysteinn málið i sínar hendur: „Foreldrar mínir,“ hóf Eysteinn máls, „voru Guðrún Eysteinsdóttir frá Hraunsholti við Hafnarfjörð og Jóhannes Guðmundsson, ættaður úr Kjós. Meiri ættfærslu kann ég ekki, og þykir hálfgerð skömm að. Sumarið 1902 fóru foreldrar mínir, sem þá áttu heima á Njálsgötu 36 i Reykja- vík, til Austfjarða í atvinnuleit, en það var siður verkafólks af Suðurlandi á þeim tima. Faðir minn gerðist formaður á bát fyrir austan, en móðir mín vann i fiski. Þá var harkan mikil að þvi er virðist, því að móðir min var þunguð og meira að segja komin langt á leið. Um haustið, þegar sumarvertíð lauk, héldu þau heim til Reykjavikur og tóku sér far með Hólar. Þetta var seint í september og þá allra veðra von, enda skall á versta veður þegar skipið var komið nokkuð á leið og varð veðrið svo mikil afspyrna, að skipstjóri leitaði vars við eyjuna Skrúð út af Fáskrúðs- firði. Móðir min tók þar léttasóttina og þarna fæddist ég í fárviðri um nótt og skipið veltist, en skipstjóranum tókust vel nærkonustörfin, því að allt gekk að óskum og ég „tók grenjið“ eins og stundum er sagt og án þess að ég væri flengdur. Þetta var 24. september. Skipstjórinn fór Framhald á bls. 43. Vilhjáhnur S. Vilhjálmsson ræðir við Eystein Jóhannesson,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.