Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 30

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 30
Ól. K. M. Morgunblaðið. Ólafur K. Magnússon er fyrsti eiginlegi blaða- ljósmyndari íslands, því hann var fastráðinn sem slíkur áriS 1947, og hefur síðan haft þaS að aSal- atvinnu. Ólafur lærSi ljósmyndun í Bandaríkjunum 1944. Þar fór hann á sérstök námskeiS í blaðaljósmynd- un. Síðan var hann i 1 ár hjá Paramount kvik- myndafélaginu, þar sem hann kynnti sér kvik- myndatöku. Eftir að hann kom heim, ætlaSi hann aS stofnsetja ljósmyndastofu, en það strandaSi á tækja- og gjaldeyrisskorti. Nokkru síðar var hon- um boðin staða hjá Morgunblaðinu við ljósmyndun, og hefir hann verið þar síðan. Hann notaSi fyrst lengi framan af Speed Graphic, en síðari árin notar hann til skiptis Leica 35 mm. og Rolleiflex. MEÐ FINGURINN Á GIKKNUM Mennirnir á bak við myndavélar dagblaðanna. Mennirnir, sem myndir birtast af hér á síðunni, eru í rauninni allir góðkunningjar ykkar, þótt þið hafið ef til vill aldrei séð þá áður. Þið hafið vafalaust séð þeirra handverk oft og mörgum sinn- um, og jafnvel á hverjum degi. Þetta eru nefnilega mennirnir, sem eru á bak við myndavélina, þegar fréttamyndir eru teknar fyrir dagblöðin í Reykjavík, því allir eru þeir starfandi fréttaljósmyndarar fyrir blöðin. Flestir þeirra hafa byrjað á þessu af áhuganum einum saman, selt blöðunum eina og eina mynd, en sokkið dýpra þar til þeir haf a ráð- ið sig sem fasta starfsmenn hjá dagblöðunum, og lifa nú dag og nótt fyrir myndir og fréttir, tala helzt ekki um annað en myndir, hugsa ekki um annað en myndatökur, ljísmagn, filmutegundir, mynda- vélar o. fl. Sumir ganga jafnvel svo Iangt, að ef þeir sjá fallega stúlku á götu, hugsa þeir ekki eins og þú, heldur Tri-X, f.8,1/100 sek. Þ. J. VÍSIR> Þorsteinn Jósefsson er sér- staklega þekktur fyrir sín- ar gullfallegu landslags- myndir. Hann byrjaði ung- ur að taka myndir og hefur yfirleitt alltaf notað Rollei- flex vélar. Þorsteinn starf- ar að vísu ekki sem frétta- ljósmyndari, heldur sem fréttamaður og hefur verið hjá Visi siðan i ársbyrjun 1939. Hann ferðast mikið um landið og raunar víðar, og þá skilur hann ekki við vélina á meðan. Myndin af Þorsteini er tekinn er hann var nýkom- inn úr ferð til Öskju, en hann var með fyrstu mönn- um til að taka fréttamyndir þar — af jörðu. < G. G. Alþýðublaðið. Gísli Gestsson byrjaði að taka myndir um fermingu, og þá helzt kvikmyndir. Nokkru síðar, eða um 15 ára aldur fór hann að taka fréttamyndir, sem hann seldi hinum ýmsu dagblöð- um og hafði upp úr þvi dá- lítinn vasapening, jafn- framt því sem hann var í Verzlunarskólanum, en þaðan er hann útskrifaður. Gisli hefir verið fastráð- inn fréttaljósmyndari Al- þýðublaðsins síðan i júlí 1960. Hann notar aðallega Leica 35 mm og Rolleiflex. 30 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.