Vikan - 14.12.1961, Side 37
Sr. Sigurður Einarsson í
Holti undir Eyjafjöllum er svo
kunnur með þjóðinni fyrir
kennimennsku sína, skáldskap
í bundnu og óbundnu máli,
mælsku og orðheppni, að óþarft
er með öllu að rekja æviferil
hans hér. Hinsvegar ber að geta
þess, að ritstjórn Vikunnar var
mikil þökk á því að fá svo
ágætan mann til þess að skrifa
um jól í Skálholti, meðan hag-
ur staðarins var með blóma. Sr.
Sigurður er nákunnugur sögu
biskupsstólsins og telur hann
reisn staðarins tæpast nokk-
urn tíma hafa verið meiri
en um 1200, þá er Páll biskup
Jónsson hafði embættið með
höndum.
'En nú líður að jólum og hyggur margur gott
til að koma í Skálholt og hlýða biskupsmessu á
jóladag. Ber það eitt til með öðru, að Páll biskup
er „svo mikill raddmaður og söngmaður, að af
bar rödd hans og söngur öllum mönnum er þá
væru samtíða á Islandi". Svo mikið orð fór og af
lærdómi hans „að vart voru dæmi til, að nokkur
maður hefði jafn mikið nám numið né þvílíkt á
jafnlangri stund“. Hafði hann og gert þá virðing
fyrsta til stóls síns og kirkju, sem enginn Skál-
holtsbiskupa hafði áður gert, að hann söng enga
messu eftir að hann hafði vigslur þegið, fyrri en
heim kom í Skálhólt, og dreif þá að fjöldi manns
til að hlýða á hann og fór svo jafnan, er þess var
kostur. Páll biskup Jónsson gleymdi aldrei veg-
leika sínum né stórmannlegri rausn, en var þó svo
hógvær og lítillátur við alþýðu manna, að allir
unnu honum hugástum nálega um allt land. Þá
var það og auðsýnt, að hann var hinn mesti fé-
maður sakir umsjár og skörungsskapar, en jafn-
framt hverjum manni veitulli og gestaglaðari. Þó
að ekki sé von slíks fjölmennis að Skálholti nú
að jólum, sem verða myndi á kirkjuhátíð að
sumri, þegar komnir eru hesthagar, er samt búizt
við margmenni og önn mikil í soðhúsi og steikar-
húsi, ölheita og hvað annað, er til fagnaðar heyr-
ir. Enginn snauður skal ógladdur hafa sótt Guðs
fund að jólum, enginn svangur á brott ganga. Um
þetta sér húsfrú Herdís Ketilsdóttir með bryta og
þjónustuliði. Hún hefur flutzt í Skálholt með
bónda sínum og hefur alla umsjá innan staðar.
Þótti henni það allt stórvel fara, sem Páli biskupi
kirkjustjómin.
— Komið er að hámessu á jóladag og margt
manna komið í Skálholt. Yfir staðnum óma
klukkur þær hinar miklu, sem Páll biskup hafði
haft út með sér úr vígsluför og þá vom beztar á
öllu Islandi. Hafði hann og út haft fjögur tré með
klukkunum tvítug að álnum og þótti miklir viðir.
Nú ymur mildur hljómur klukknanna ofan úr há-
ræfrum, og líður út yfir snæviþakta byggðina,
þar sem enn sér til mannaferða allvíða. Vitt tekur
mál hinna miklu klukkna og margt verður um
manninn í Skálholti í dag.
En hvað er það, sem svo mjög dregur menn til
Skálholts? Það fyrst, að á þessum hátíðum er
að minnast hingaðburðar vors Drottins, en auk
þess er þá hluti að heyra og sjá í Skálholti, sem
hvergi getur annarsstaðar á Islandi. Koman þang-
að er viðburður, sem engum líður úr minni. Þá er
það enn, að Páll biskup lét sjaldan, nema þá er
hátíðir væru, kenna af stóli kenningar, þótt hann
léti tvær messur sýngja hvern helgan dag. Fjóra
daga helga kenndi hann sjálfur guðlegar kenn-
ingar hvert ár. Það var jóladag hinn fyrsta, mið-
vikudag fyrstan í föstu, skírdag og kirkjudag. Og
nú er einmitt slíkt að heyra í dag og dregur það
margan til.
Fólkið er á ferli um stéttar og hlöð, fjöldi manns
er úti í kirkjunni og virðir fyrir sér nývirki þau er
Páll biskup hefur gera látið. Enn vekja þeir undr-
un og aðdáun, glergluggar þeir tveir hinir miklu,
er Páll biskup hafði utan með sér úr vígsluför og
gaf dómkirkjunni. Slíkt furðusmíð er ekki áður
séð á fslandi og leiðir hugann að höllum konunga
og dýrlegum musterum. Hvort mun svo vera ger
sú festing himins, sem blánar í upphæðum og
prýdd er stjörnum og sól?
Allt í einu fellur dauðakyrrð á mannfjöldann
og stendur hver kyrr í þeim sporum þar sem hann
er kominn. Nú gengur biskup út af staðnum með
klerkum sínum. Hann er alskrýddur með mítur
á höfði og styðst við bagal, ber fagurskreyttan
bug haus upp yfir öxl biskupi. Klerkar eru og
VIKAN 37