Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 40

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 40
Ljósmynda- bókin er með 265 mynd- um, efninu til skýringar LJÓSMYNDABÓKIN er fyrst og fremst rituð fyrir byrjendur og þá, sem eitthvað hafa áður fengizt við Ijósmyndun. Bókin er rituð um ljós- myndun almennt og hún krefst einskis af útbúnaði nema þess, sem sérhver áhugaljósmyndari getur aflað sér. Hér er sýnt í texta og myndum, hvað átt er við með orðunum: brennivídd. Ijósstyrk- leiki, ljósop, ljósmælir, hliðarsjónskekkja. Hér er einnig sagt frá notkun leifturljósa, framköllun, kóperíeringu, stækkun og margt fleira, sem hjálpar lesandanum að taka betri og frumlegri ljósmyndir. Verðlækkun - Verðlækkun - Verðlækkun - Verðlækkun JÓLAGJÖFIN ER PIERPOHT ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: ★ höggvarið ★ vatnsþétt ★ glæsilegt ★ árs ábyrgð ★ dagatal ★ óbrjótanleg gangfjöður ★ verð við allra hæfi. Sencli í póstkröfu um állt land. Garðar Olafsson, úrsmiður. Lœkjartorgi — Sími 10081. í leit að lífsförunaut. Framhald af bls. 21. tilfinningar hana um það, að það get- ur aldrei orðið annað en óeðlilegt hverri manneskju af holdi og blóði að flýja á náðir minninganna, sem aldrei geta veitt sanna fullnægingu. Og síð- ast en ekki sizt, að það væri upphaf ósigursins, að fara að efast um það, að hún gæti haldið þeim sigurlaunum, sem henni mundi þó takast að vinna; að hún reyndist þeirra ekki verðug. Ef Jan hefði ekki hringt aftur ... Það hefði verið hræðilegt áfall. Þrátt fyrir efann, hlaut hún að við- urkenna það fyrir sjálfri sér, að lík- ami hennar og sál brann af þrá eftir honum öllum stundum, og þá þrá gat hún hvorki kæft né linað, nema með því að vinna sjálfri sér óbætanlegt mein; drýgja þann giæp gegn heil- brigðu eðli sínu og tilfinningum, sem hlaut að hefna sín. Þau voru maður og kona af holdi og blóði, og ástin hafði sameinað þau samkvæmt því. Sú ást, sem hafði gert ástríðu þeirra og fullnægingu að þeim heilaga eiði blóðsins, sem einn er órúfanlegur. Hún opnaði dyrnar, en þorði ekki að líta í augu honum. Þegar hann vafði hana örmum og kyssti hana, var hún hlutlaus — fyrst í stað. En það þurfti ekki nema snertingu hennar til að fjötrar vaf- ans hryndu af henni. Hann var kom- inn til hennar aftur. Hann var hjá henni — ekki sem minning, heldur sem maður af holdi og blóði. Um hvað gat hún þá efazt?- Hún fann að hann var hikandi og kvíðinn, og þessvegna gerði hún það eitt, sem hún fann að Skyldan bauð henni. Hún kyssti hann, kyssti andlit hans, augu og háls eins heitt og inni- lega og hún væri að kveðja hann ævilangt og óafturkallanlega. Henni tókzt að kyssa á brott hik hans og hlédrægni; á einni svipstundu varð hann sterkur aftur, áleitinn og sigur- viss, svo hún gat notið þess að vera ekki framar hún sjálf, heldur aðeins óaðskiljanlegur hluti af honum. Um leið og hann svaraði skefjalausri eggj- an hennar og lyfti henni á arma sér, hvarf hún að barmi honum, titrandi af unaðsþrungnum fögnuði, eins og hún væri borin inn í hið allrahelgasta í musteri lífsins í fyrsta skipti. Hví skyldi hún þá kvíða því, að einhverju sinni yrði það i síðasta skiptið? Nótt- in beið hennar, og hverju skiptu hana þá allar næturnar, sem hún átti síðan framundan? Hún hvíldi við barm hans, samein- aðist honum óralangt utan við tíma og rúm, í tómi algleymisins, þar sem hvorki fyrirfannst sól né stjörnur, myrkur eða birta, þar sem gleðin var sorg og sorgin gleði. Hún lifði og hrærðist í sterkum líkama hans, heitu blóði hans, og það var eins og hún vildi fá óyggjandi sönnun fyrir því, þegar munnur hennar leitaði nakinnar axlar hans og hún fann lifandi hörund hans og hold milli tanna sér. Það var eins og einhver hefði kallað á hana úr órafjarlægð, og kallið bergmálaði í ástríðu hennar, sem almáttk ósk um að atlot þeirra breyttust í frumur að því fóstri, er væri runnið frá þeim báðum, en ætti eftir að þroskast og öðlast líf af henn- ar eigin likama, ttiærast af blóðji hennar . . . verða það líf, sem þau lifðu bæði í. Svo hvarf henni öll skynjun, þau hnigu niður í hið heita djúp algleymisins í yfirskilvitlegri sameiningu; líkami hans varð henni allt og eitt, og henni þótti sem hún mundi aldrei vakna til lífsins aftur, ef hún mætti ekki njóta hans lengur . . . lengur . . . Svo fann hún, að hún var að koma aftur til sjálfsmeðvitundar, hægt og smám saman, enda þótt hún reyndi að sporna á móti því ósjálfrátt. En hún var alsæl, örmagna af heitum, Ijúfum fögnuði. Og loks, þegar hún opnaði augu, fann hún arma hans undir hnakka sér og horfði í augu honum og hann brosti. Hann kyssti hana, kyssti augu hennar, nef, vanga og munn og hún lyfti armíinum, strauk fingurgómum sínum um and- lit honum, eins og hún vildi sannfær- ast um að hann væri þarna, að hann væri raunveruleiki en ekki draumar. Hann, maðurinn, sem hún hafði þráð öllum stundum, hann. . . . Hún hnipraði sig að honum. Nú vissi hún, að hún var ekki réttlaus framar og þurfti ekki að hafa sam- vizkubit af neinu, sem þeim færi á milli eftir þetta. Hún tók um hönd honum og lagði hana ofan á annað brjóst sér, þrýsti vörum sínum að kverkgróp hans. Þannig staðfesti hún rétt sinn, þann rétt holds og blóðs, sem enginn gat vefengt. Langa stund lá hún þannig eins og barn, sem loks veit að það er ör- uggt og þarf engu að kvíða. Hönd hans þrýsti hvelft brjóst hennar. . . . hreyfðist síðan, hægt og leitandi nið- ur barminn, kannaði líkama hennar af ástúðlegri varúð; fullkomnaði sælu hennar .... Þá hringdi síminn. Jólin eru týnd. Framhald af hls. 9. enn einu sinni, en allt kom fyrir ekki, jólin voru týnd, á því lék enginn vafi. En einhvers staðar hlutu þau þó að vera, kannske úti, já það gat verið. Óli læddist hljóðlega niður stig- ann, opnaði stóru þungu útidyra- hurðina og lokaði hægt á eftir sér, svo enginn slcyldi verða þess var að hann fór. En hann hefði getað sparað sé þessa varfærni, þvi enn voru allir of önnum kafnir til að muna eftir drengnum. Æ, það var þá svona kalt úti, hann hefði átt að fara í úlpu, en nú var of seint að hugsa um það, héðan af vildi liann ekki snúa við, enda fengi hann þá kanske ekki að fara aftur út. Óli fór fyrst i búðina á horninu, þar var svo góð stúlka, hún hlaut að vita eitthvað um jólin. En, nei, inni i búðinni var allt á fleygiferð, enginn tók eftir Óla, þvi hann var svo lítill, og lítil börn eru ekki vön að kaupa mikið. Óli rölti aftur út og kom beint i fangið á tveimur stúlknm, sem honum leizt strax mjög vel á. — Kannske þið vitið hvar jólin eru, spurði hann og horfði upp til þeirra, stórum bláum augum er Ijómuðu af eftirvæntingu. Stúlkurnar litu á hann, siðan hvor á aðra og flissuðu. — Sá er skrýtinn. — Þið eruð sjálfar skrýtnar, tautaði Óli, og var alveg hissa á þvi að honum skyldi hafa litizt vel á þessa stelpukjána. Hann labhaði áfram út götuna og niður brekkuna hjá skólanum, og svo var hann allt í einu kominn niður í bæ. Hann nam staðar á götuhorni óviss í hvað gera skyldi. Þá kom hann auga á skritinn hlut sem stóð á gangstéttinni rétt hjá honum. Hann gekk að þessum hlut og athugaði hann vandlega. Hvað gat þetta verið? — Láttu þetta vera, væni minn. óli leit upp, hjá honum stóð stór og falleeur maður, með afar skritna húfu á höfðinu. 40 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.