Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 41

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 41
— HvatS er þetta og hvað er i þvi? spurði Óli. — Þetta er nú kallaður jólapott- ur og i honum eru peningar, sagði fallegi maðurinn og brosti ósköp vingjarnlega. — Jæja, ekki annað, sagði Óli, hryggur í bragði. — Nú, hvað hélztu að væri þar. — Jólin, þau eru týnd. í þessu bar að annan mann með skrítna húfu, og hann þurfti að tala eitthvað við fallega manninn, sem snöggvast gleymdi Óla. Á opnu svæði þarna rétt hjá, stóð hópur af fólki og hlustaði á mann sem var að halda ræðu. Þang- að fór Óli. Hann skildi litið í því sem maðurinn var að segja, en þó heyrði hann, að hann minntist oft á jólin. Houm fannst maðurinn vera mjög reiður, og allt fólkið i kring- um hann, var ákaflega alvarlegt og hátíðlegt á svipinn, alveg eins og fólkið á gömlu myndunum hennar ömmu. Óli stóð þarna svolitla stund, loks sneri hann sér að einni konunni og sagði: — Af því er þessi maður reið- ur? Konan hnykklaði brýrnar, lirissti höfuðið og sagði: — Uss. En Óli var ekki á þvi að gefast upp við svo búið, hann sagði: —Er hann reiður af því jólin eru týnd? — Þá tók konan i handlegg- inn á Óla og dró hann afsiðis. — Þú mátt ekki trufla samkom- una drengur minn, ef þú ert stillt- ur, skal ég leyfa þér að vera hérna, annars verðurðu að fara. Þegar konan var aftur komin á sinn stað i mannþrönginni, lædd- ist Óli burt. Hann mætti stórum og myndarlegum lögregluþjóni, sem spurði hann hvað hann héti og hvar hann ætti heima. Óli gaf greið svör við báðum þessum spurningum og þegar lögregluþjónninn spurði hann hvort hann rataði ekki áreið- anlega heim, brosti Óli mannalega og sagði: — jú, jú. — Það er gott góði, sagði lög- regluþjónninn. — Passaðu þig nú á bilunum, þegar þú ferð yfir göt- una. — Já, já, sagði Óli og gekk hnakkakertur burt. Það hvarflaði ekki að honum að spyrja lögreglu- þjóninn um jólin, hann er alveg sannfærður um að hann vissi ekkert um þau. Enginn vissi neitt um þau, því allir höfðu um annað að hugsa. ÓIi var orðinn mjög vonlítill um að jólin væru hér i miðjum bæn- um. Kannske ætti hann bara að fara heim. Hann var orðinn kaldur og þreytt- ur, og mamma hlaut að vera farin að leita að honum. Aumingja mamma, hún yrði kannske svo hrædd að hún færi að gráta. Átti hann ekki bara að taka strætó heim, stóru strákarnir fóru alltaf í strætó. En Óli vissi ekkert hvaða vagn hann átti að fara upp í, og svo átti hann ekki heldur neina peninga, samt vék hann sér að einum vagnstjór- anum og sagði: — Má ég sitja í hjá þér þó ég eigi engan aur? GARNTIZKAN VETURINN 1962 0 im Æ j * GEFJUN AKUREYRI Yanti yður saumavél þá veljið ELNA Supermatic er fullkomnlega sjálfvirk saumavél, sem stjórnar hreyfingu nálarinnar til beggja liliða og færir efnið samtimis fram og aftur. Á ELNA Supermatic er hægt að sauma þrenns konar húllsaum auk margs konar skrautsaums algjörlega sjálfvirkt. Einnig er hægt að sauma blindsaum, fellingasaum (bísalek), varpsaum, bótasaum, rúllaða falda, flatsaum, hnappagöt, festa á tölur o. m. fl. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Varahlutir fyrirliggjandi. Löng ábyrgð. Fullkomið viðgerðarverkstæði. ELNA er saumavélin, sem allar húsmæður þurfa að eignast. HEILDVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR H. F. Aðalstræti 7, Reykjavík. Símar 15805 — 15521 — 16586. VIKAN 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.