Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 49

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 49
legar hugsanir eru alveg bannaOar i hinu fyrirheitna jólalandi. Nú ættuO þér aö fara og hafa fataskipti, svo þér veröiö aftur eins og venjuleg ung stúlka. Síöan getum við tekið þátt í jólaballinu. Hún kinkaði kolli og stóð upp. — Þér þurfið að fá yður eitt glas af kampavíni í viðbót, þegar þér komið aftur — en flýtið yður nú, við, sem höfum verið svo einmana bæði tvö megum ekki missa af allri jólagleðinni. Þegar hún var farin stóð hann einnig upp og gekk út á bílastæðið framan við krána. Það var hætt að snjóa, en það var dálítið frost og heiðskír himinn, og Robert fannst kaldur, hressandi andblærinn ennþá áfengari en nokkurt kampavín. Snjór- inn gerði landslagið svo skínandi bjart og ævintýralegt ... Robert flýtti sér inn, þegar hann varö þess var að hann var farinn að skjálfa. Hann leit inn á skrifstofuna hjá gestgjafanum, og sagði brosandi. — Þér ættuð aö fyrirveröa yður fyrir að leika svona á mig á sjálft aðfangadagskvöldið. Nú langar mig til að þér svarið spurningu minni hreinskilnislega og án nokkurra undanbragða. — Ég skal reyna það, sagði gest- gjafinn. — Hversu lengi verður jólasveinn- inn — ég á við ungfrú Berg hérna í kránni? — Þangað til á þriðja jóladag. — Og get ég fengið herbergi hjá yöur? Gestgjafinn leit í gestabókina. — Já, ætli við höfum ekki einhver ráð með þaö, sagði hann og brosti íbygg- inn. — Hve lengi ætlið þér að dvelja hérna? — Til þriöja jóladags, sagði Ro- bert, og fór aftur inn að borðinu, þar sem Birgit sat og beið eftir honum, og horfði á hann með glampa í blá- um augunum. Feigðarvaka. Framhald af bls. 14. rekkjuna átti, sem varnaði Pétri svefns lengi nætur og olli honum þeirri annarlegu vanlíðan, að hann var hvað eftir annað kominn á fremst hlunn með að fara á fætur, og hefði gert það ef honum hefði ekki þótt minnkun að. Og hvernig mátti skýra Það, að hann heyrði braka og bresta í húsviðum öðru hverju, en blæjalogn var úti ? Það var ekki fyrr en undir morgun, að hann festi blund og þó ekki nema í svip. 'Þóttist hann Þá ganga suður Kirkjugarðsstiginn og var frosin gat- an, tina nokkra gullpeninga upp af leið sinni og heyrði hann sjálfan sig mæla i því hann vaknaði: „Þar hef ég þá fjórtán." Fjórtán — og nú voru þeir félagar fjórtán saman í för. Seinna um veturinn hafði hann þótzt vera staddur úti á hlaði að Mosfelli í Mosfellssveit í draumi sín- um, horfa austur á heiðina og sjá koma þar menn með sleða sex i drætti, en er hann spurði hvaða menn þeir færu Þar með, var honum svarað því til, að það væru samferðamenn hans. Kannski stóð þessi draumur hans þó I einhverju sambandi við at- burði, sem ættu eftir að gerast að Mosfelli, en kæmu honum annars ekki við; Það hafði frétzt, að kirkju- klukkur hringdu þar líkhringingu af sjálfu sér á gamlárskvöld og nýjárs- morgun, og töldu margir að Það mundi boða andlát prestsins þar, séra Magnúsar Grimssonar. . . . Pétri varð litið til Guðmundar, seytján ára piltsins, sem gekk næst honum; hann hafði verið lagsmaður Péturs í Múla um veturinn, og var kært meö þeim. Eina nóttina hafði Pétur dreymt, að iisnn sæi kirkju- klukku hanga yfir höfð' Guðmundar, þar sem hann hvíldi hjá honum; var öxi í stað kólfs í klukkunni og sló eitt hðgg og hrökk Pétur þá upp, en ískyggilegur hafði honum þótt draumurinn og leið hann ekki úr minni. Ekki heldur sá draumur, sem hann dreymdi nokkru síðar, og sem hann gat ekki varizt að gerði honum nokkurn geig nú, er hann átti heið- ina framundan. Hann hafði einmitt þótzt vera staddur suður á Mosfells- heiði, búinn til bardaga og allvel lið- aður, en vopnlaus sjálfur og kunni þvi illa, einkum þegar hann sá iið sitt taka að falla. Gekk þá að hon- um maður mikill vexti og rétti hon- um eitthvað að vopni, sem honum leizt þó ekki sigurstranglegt og þótt- ist hann mæla, í því hann vaknaði: „Ég kann að geta bjargazt við það, en ekki líkar mér það.‘‘ En hvi var hann að rekja drauma þá í huga sér nú? Ekkert mark var að draumum, og gilti einu hvort Það voru draumar hans sjálfs eða Krist- jáns frá Arnarholti. Hafði ekki Egill á Hjálmstöðum, sem nú var í för með þeim, hætt við að reka fé sitt sjálf- ur suður yfir Mosfellsheiði þá um haustið, vegna þess að hann dreymdi áður draum nokkurn, er hann réði þannig, að hann yrði úti á heiðinni, ef hann færi? Fengu rekstrarmenn þó bezta veður og varð ekkert sögu- legt við för þeirra yfir heiðina. Pétur færði poka sinn yfir á hina öxlina með snörpu handtaki, rétt eins og hann vildi um leið varpa af sér fargi þess geigs, sem ásókn draumanna hafði vakið með honum. Um leið varð hon- um litið til Egils bónda og í sömu andrá var, sem einhver mælti í eyra honum að ekki rættust allir draumar þann dag er maður hygði. Og það varð með geigþungann eins og pok- ann; hann gat dregið úr byrðinni i bili með því að skipta á öxl, því að betur var ódreymt ‘en illa dreymt. Og hver og einn hlaut að taka Því, sem að höndum bar, eins og hann var maður til. Bjóða örlögum sínum, ef ill voru, byrginn í lengstu lög og láta ekki bugast fyrr en yfir lyki. IÐUNNARSKÓR A ALLA FJÖLSKYLDUNA HVAÐ UNGUR NEMUR GAMALL TEMUR Og hvaö gat svo sem valdlð Þelm, fjórtán fullfrískum karlmönnum, al- varlegum farartálma í slíku blíöskap- arverðri. Þeim átti að endast dags- birta yfir heiðina, enda þótt færðin væri þung og þeir hefðu orðið helzt til síðbúnir að heiman frá Þingvalla- klerki um morguninn. Að vísu gat skjótt skipt veðri um þetta leyti . . . Pétur Einarsson kippti pokanum hærra á öxl sér og svipaðist um. Þeir voru komnir utarlega í Vilborgar- keldu, veður var enn milt sem fyrr og bjart yfir allt umkring, nema hvað lítinn skýhnoðra dró upp yfir Esjunni; í svo skjótri svipan að furðu gengdi og varð að myrkri kólgu. Um leið var sem helkaldur gustur færi um heiðina og urðu nú snögg umskipti úr blíðu og birtu í norðansterkviðri með grimmdarfrosti og svo myrkri hrið, að ekki sá út úr augunum. Þeir félagar námu staðar til að setja á sig stefnu og vindátt og ráða ráð- um sínum. Vildu sumir snúa við og freista að ná á bæi i Þingvallasveit- inni, en öðrum leizt það óráð — bæði vegna þess hve Þar var vandhitt á bæi sökum strjálbýlis, og voðalegt að villast út á vatnið, þar sem víða voru afætur við landið vegna kalda- vermsla, eða út í hraunið, þar sem menn urðu að hafa fyllstu gætni I snjó þótt albjart væri veður, að þeir gengu ekki í þröngar gjár eða djúpar sprungur, sem hemað haföi yfir. Sýndist þeim því flestum meiri von, að þeir gætu náð að sæluhússkofa, sem þeir vissu á heiðinni, en færu þeir samt framhjá honum hallaði brátt undan fæti, ofan í Mosfells- dalinn og næðu þar á einhvern bæinn, enda mátti gera ráð fyrir að veður- ofsinn væri þar öllu minni. Lögðu Þeir þvi enn af stað, í þá stefnu er þeir hugðu á sæluhúskofanum, og gekk Egill frá Hjálmstöðum fyrir. Færðin gerðist nú enn þyngri og tók snjórinn víða meir en kné. Frost- harkan jókst og veöurhæðin að sama VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.