Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 56

Vikan - 14.12.1961, Qupperneq 56
\ hann á við þær linnulaust þrávigi, þar sem stöðugt reynir á andlegt og líkamlegt þrek hans, þol og harð- fylgi fram yfir hið ýtrasta, og hann veit að sú ofraun stendur eins lengi og hann sjálfur endist. Og þá fyrst stendur maðurinn berskjaldaður gagnvart hverri veilu sinni og veik- leika, þegar hættulegasti freistari hans í hverri úrslitabaráttu, hin svo- kallaða „heilbrigða skynsemi“ hvislar þvi að honum, að fyrr eða síðar hljóti hann að bila fyrir þjáningum sínum og þrengingum, sem hann geti tafar- laust bundið endi á með uppgjöf, eða flótta og því sé hver stund, sem hann verst, einungis tilgangslaus lenging þeirra. Það er þarna, sem markalínan milli þess mannlega og ofurmannlega er dregin; slika ofraun stenzt því enginn nema hann eigi þá karl- mennsku og heilsteyptu skaphöfn, sem gerir honum kleift að ganga fram af sjálfum sér, og verður þó aldrei samur eftir. Vafalítið hefur hvorttveggja freist- að þeirra jafnaldra þessa nótt, upp- gjöfin og flóttinn, en þeir stóðust þá freistingu. Eflaust hefur „heilbrigð skynsemi" hvíslað í eyra þeim; spurt þá hvort þeir sæu ekki hversu heimskulegt Það væri að þrauka þarna yfir félögum sinum dauðum eða sama og dauðum, og væri Því öll þeirra barátta til einskis háð; spurt þá hvers vegna þeir gæfust því ekki upp, eða freistuðu að bjarga sjálfum sér á flótta, þar sem ekki væri örvænt um að þeir næðu til byggða, svo fremi, sem þeir drægju það ekki stundinni lengur; að þétta heit þeirra væri fásinna ein. . . Þá var skammt til morguns, þegar þeim Pétri og E'inari barst fyrsta raunverulega lífsmarkið frá félögum sínum í skaflinum. Einhver kallaði og bað fyrir guðs skuld að rofinn yrði snjórinn ofan af sér, því sér lægi við köfnun. . . Við þetta kall var sem álagafjötur brysti af þeim, tvímenningum. Þeir fengu ekki einungis tækifæri til at- hafna, heldur voru þeir nú ekki ein- ir lengur. Og þó var ef til vill mest um það vert, að Þessi vökurödd færði þeim sanninn um það, að ekki hefðu þeir til einskis þraukað af þessa ógn- þrungnu nótt. Pétur þreifaði í skaflinn; þar lá Þorsteinn ungi örendur og hafði hnigið ofan á höfuð þeim Bjarna og Isaki, sem báðir voru á lifi. Hafði Pétur nú snör handtök og kippti of- an af þeim líkinu, en Einar kom hon- um til áðstoðar og reyndi að losa þá Bjarna og Isak úr hjarngrófinni; hafði líkamshitinn þýtt frá þeim snjó- inn fyrst í stað, en föt þeirra síðan frosið föst niður og máttu þeir sig nú hvergi hræra og eins var um þá aðra, sem nú vöknuðu til ráðs og rænu og beiddust hjálpar er þeir heyrðu að enn stóðu einhverjir uppi. Tókst þeim Einari og Pétri að losa þá hvern af öðrum, sem var þó erfiði mikið, þar eð eingöngu varð að beita til þess höndunum, en Þeir hinir veittu þeim þó lið jafnótt og þeir höfðu sjálfir verið losaðir og studdir á fætur; þó kól þá nú báða, Einar og Pétur, mjög á höndum og fótum við þetta björg- unarstarf. Þorsteinn frá Kervatns- stöðum var látinn, eins og fyrr segir, og annan félaga sinna, Jón frá Ketil- völlum, fundu þeir látinn í hjarngróf sinni. Þegar gránaði af degi gegnum hríð- arsortann, stóðu uppi þeir tólf, sem enn voru á lífi; þótt hvorki hefði veðrinu slotað né dregið úr hríðinni eða frosthörkunni, var hin langa hör- munganótt þeirra þó liðm og dagurinn framundan jók lífsvon og þrótt, jafn- vel þeim, sem hún hafði harðast leik- ið. En það var eins og sú óvættur feigðarinnar, sem fyrst hafði gengið í slóð þeirra eins og hljóður skuggi allt frá því er för þeirra að heiman hófst, og siðan til návígis við þá hvern og einn eftir að hriðin skall á, tæki það sem ögrandi storkun við sig, 56 VIKAN Árni Óla. Orustan um Atlantshafið var háð að verulegu leyti frá íslandi. f orustunni um At- lantshafið var teflt um lífs- hagsmuni fslands. Nú hefir verið birt bók um orustuna um Atlantshafið, eftir brezkan rithöfund, Mclntyre, spenn- andi frásögn um heiftarlega atburði, fræðandi, með ítar- legum landabréfum um þróun orustunnar. Frásögnin er byggð á heimildum frá báðum stríðsaðilum, og birt fimmtán árum eftir stríðslok, eftir að menn eru farnir að meta og vega styrjaldaratburðina frá hærri sjónarhól en áður, er heift og hátur líðandi stundar lituðu frásögn manna. Þetta er ein af hinum markverðustu jólabókum safoldar. Af öðrum toga er spunnin norska skáldsagan Silkislæðan ættarsaga, saga um stolt og heitar ástir, saga um hryggð, en einnig um háleita bjart- sýni, eftir fræga norska skáld- konu, Anitru. ISAFOLD gefur út nú fyrir jólin yfir 20 bækur. Biðjið bóksala yðar um bóka- skrá ísafoldar. Viljið þér vera í hópi vandlátra gefenda um jólin? ísafold hefur lagt sérstakt kapp á að gera nokkur sigild nt sem bezt ur gefenda. Leikrit sr. Matthíasar. Öll leikrit þjóðskáldsins góða, öll átta leikrit hans í einu bindi, með ítarlegum formála eftir dr. Stein- grím J. Þorsteinsson um leikrita- skáldskap Matthíasar. Skyldu vera margar bækur eigulegri en leikrit Matthíasar á jólamarkaðnum í ár? (Þér getið einnig fengið allar þýð- ingar sr. Matthíasar á leikritum Shakespears í bók, sem kom út í fyrra. garði vegna vandlátra íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Dr. Einar Ól. Sveinsson sá um útgáfuna. Þetta vinsæla rit, sem er fyrir löngu þjóðfrægt og komið í hefð- arsess í íslenzkum bókmenntum kemur hér í þriðju útgáfu, með formála dr. E'inars og ítarlegu efn- isregistri, prentað á ágætan papp- ír og í vönduðu bandi. Ef segja má um nokkra bók, að hún sé bók hinna vandlátu gefenda, þá er það þessi bók. Skuggsjá Reykjavfkur eftir Árna Óla er Reykjavíkurbók allra landsmanna. Hún er fróðleg, hún er skemmti- leg, hún er vönduð að frágangi, með fjölda mynda. Kynnið yður þessa bók, ef þér viljið teljast í hópi hinna vandlátu gefenda. Nýjar íslenzkar skáldsögur Um hvaða bók hefir verið skrifað: „Þetta er stórfengleg bók um stór- brotin harmsöguleg örlög, mögnuð kynngi seið og dul, ófreskri skyggni, töfrum og skáldlegri fegurð". Þetta eru ummæli Sigurðar Ein- arssonar í Holti um bókina, sem Ragnar í Smára hefur opinberlega kallað „bók ársins 1961“, ótviræða metsölubók, bókina Sonur minn Sinfjötli, eftir Guðmund Daníelsson skáld. Þér lásuð kafla úr þessari bók í Vikunni síðeist. Næturgestir, eftir Sigurð A. Magnússon, blaðamann. Fyrsta skáldsaga blaðamannsins hefur hlotið góðar viðtökur hjá þeim mönnum, sem gaman hafa af skáldsögum um lif fólksins á íslandi. Rauði kötturinn, eftir Gísla Kolbeinsson, er sú íslenzka skáldsagan á árinu 1961, sem ná mun e. t. v. til flestra lesenda, fyrst og fremst vegna þess að hún fjallar um ástir og vín og byltingu á Kúbu. Gisli er ungur maður, sjómaður I Vest- mannaeyjum, maður sem skrifar einkum um atburði, sem hann hefir upplifað sjálfur. Ævisögur og ferðaþættir Isafold hefur á boðstólum að þessu sinni tvær ævisögur og harla ólikar. önnur, Saga bóndans í Hrauni, eftir Guðmund skáld á Egilsá, er saga um dugmikinn islenzkan bónda, sem brýzt frá sárustu örbirgð til nægta á stórbúinu Hrauni í öxnadal. Hér er á ferðinni skáldleg frásögn úr íslenzku umhverfi. Hin ævisagan er um heitar ástir, já dulmagnaðar ástir, hrikalegar ástir eins mesta skáldjöfurs 19. aldarinnar ASTIR DOSTOEVSKYS, eftir frægan rithöfund, Marc Slonim. Þetta er mögn- uð ævisaga. Ferðabók Isafoldar á þessu ári spanna yfir vítt svið, Frá Grænlandi til Rómar, eftir Einar Asmundsson, lögmann. Einar er landskunnur, m. a. sem ritstjóri Morgunblaðsins um eitt skeið, og ekki síður fyrir ýmsa þætti, sem hann hefir flutt I útvarp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.