Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.12.1961, Qupperneq 17

Vikan - 21.12.1961, Qupperneq 17
mikill upp úr svellinu og bau8 ákjósanlegt skjól, svo vi8 bjuggumst þar fyrir. Eskimóarnir eru snill- ingar i því að búa sér ból, jafnvel þótt á berangri sé. SleSanum er velt, svo hann myndar skjólhlif, skinn breitt á ísinn, svefnpokarnir lagSir ofan á þaS og sleSafeldurinn svo breiddur yfir allt saman. Þegar maSur skríSur í svefnpokann, leggur hann loStreyjuna sina þannig frá sér, aS sem auSveldast verSi fyrir hann aS komast aftur í hana frosna, en þaS veitist Eskimóunum hægara fyrir þaS, aS nefiS á þeim er flatt; viS áttum alltaf á hættu aS hrufla á okkur nefiS. Brókunum stingur maSur aftur á móti alltaf undir svefnpokann; þá eru þær þíSar, þegar til þarf aS taka. ViS Knud lágum undir okkar sleSa, „Svirinn" og kona hans undir sinum, þvi aS hún var meS honum í þessari ferS. ViS sváfum vel um nótt- ina, lögSum aftur af staS i býti aS morgni, fram- hjá höfSanum. Og nú urSum viS aS fara gætilega. og allri hans ætt, sem þar bjó. Majark vildi hafa sem flesta af ættmönnum sinum í grennd viS sig. Hann átti oft i erjum og útistöSum; hann hafSi til dæmis rænt konu annars manns, og einhvern tima höfSu morS veriS framin innan ættbálksins, sem ekki hafSi enn tekizt aS fá upplýst. Raunar hafSi Knud Rasmussen tekizt meS fortölum sinum aS koma á sæmilegum friSi. En þaS var aldrei aS vita nema aSvaranir hans gleymdust, og karlarnir þarna færu aS jafna deilurnar á sinn hátt aftur. Knud Rasmussen sagSi oft, aS Majark væri öll- um kostum og göllum búinn. En Knud talaSi lika alltaf einstaklega vel um alla. AS þessu sinni urSum viS eingöngu vör þeirra kosta, sem þetta heljarmenni var búiS. Hann veitti okkur af mikilli rausn. FVrst voru bornir inn rostungshreifar, hæfilega morknir og grænleitir á spikiS. Húsbóndinn glennti sig yfir kjötflykkiS, sem var fyrirferSarmikiS á kofagólfinu, og lýsti Sé ísinn bládökkur, er hann ekki heldur. Það er ekki fyrr en hann fer aS taka á sig mjólkurhvlt- an blæ, aS honum er aS treysta ef hægt er ekiS. NýlagSur sjávaris er furSu seigur í sér. Hann svign- ar kannski undir hundunum og sleSunum en brest- ur ekki, ef ekki er fariS of hratt, annars er hætta á aS meiSarnir risti niSur úr bungunni, sem mynd- ast milli hundanna og sleSans, viS þaS aS isinn sígur. Og þá er maSur óSara kominn i kaf. ÞaS er stórhættulegt aS fara niSur um nýlagSan is. Skörin brotnar æ meir viS hverja tilraun manns til aS komast upp á isinn, og loks verSur hann aS gefast upp. Margur hefur drukknaS uppgefinn i vök eftir langa og árangurslausa baráttu. ÞaS var þvi áríSandi aS viS ækjum sem hægast. ViS gengum tveir fyrir og börSum löngum svipu- ólunum á báSar hliSar, til þess aS hundarnir fréist- uðust ekki til aS taka sprcttinn meS sleSana á sléttu og flughálu svellinu. Við höfSum og skutul í höndum, sem viS stungum í svelliS viS og við. Fari skutulbroddurinn ekki gegnum isinn, er hann heldur. En þetta tók tímann sinn, og stundum urðum viS aS fara meS löndum undir þverniptu berginu, eSa eftir mjóum spöngum. Oft urðum við aS létta hundunum dráttinn eða styðja sleðana, öll fjögur. Þá varS myrkriS okkur og til mikils trafala. FerSa- lög i desembermánuði geta orðið manni örðug í misjafnri færS. Við náðum þó heilu og höldnu til Netsilik, þar sera viS hlutum hinar beztu móttökur hjá Majqrk yfir þvi, aS við hefðum heldur átt aS leita gist- ingar einhvers staðar hjá öðrum en sér, þar sem betur væri veitt. Þetta var óþverra matur, sagði hann. Hann kunni ekki að meðhöndla kjöt sitt þannig, að það yrði hæfilega morkið og ljúffengt. Þar að auki voru hreifar þessir af rostung, sem orðið hafði ellidauður en húsbóndinn rekizt á hræið, og þá hafði það legið lengi i sólinni og var ekki Setilegt lengur. Þegar hann hafði lokið þessari ræðu, reiddi hann öxi sína til höggs og hjó stóra bita úr flykk- inu. Við völdum úr þá beztu, en konurnar, sem sátu í dyngju sinni allsnaktar, fengu þá næstbeztu. Svo var tuggið og smjattað án afláts, talað og hlegið, en áður hafði verið hljótt í kofanum. AS lokinni jiessari krás voru borin inn frosin æðaregg, og á meðan maður þiddi þau i lófa sér svo hægt væri að flysja af þeim skurnið, var sagt frá því sem gerzt hafði síSastliðið vor og sumar, þegar kliður fuglanna í loftinu var svo hávær, að enginn heyrði þótt krakkarnir færu að grenja vegna þess að hundarnir stálu matnum þeirra. Já, það var nóg um hlátursefni og meir en nóg að borða. Auk þess fengu hundarnir okkar eins og þeir gátu i sig látið, svo við héldum kyrru fyrir annan dag til. Okkur leið allt of vel til þess, að við hefðum ekki nokkra viödvöl. En morguninn, sem við ætluðum að leggja af stað, gerðist atburður sem ruglaði alla okkar ferða- áætlun, sorglegur atburður þar að auki. Barn nokk- urt þarna í þorpinu hafði látizt. Ungt barn, sem lengi hafði ver- ið svo lasburða, að þvi var vart hugað lif. FaSir Majarks, hinn mikli töframaður, Sorqaq, hafði „haldið barninu lifandi“ á meðan máttur hans dugði til. En nú höfðu Hel- andarnir krafizt lífs þess, og hót- uðu meira að segja að taka lif margra annarra, ef þeir fengju ekki þeirri kröfu fullnægt. Þá hafði Sorqaq hætt að berjast fyrir lifi barnsins, og lézt það i örmum móð- ur sinnar. Barnslíkið var dysjað við venju- lega athöfn, en að henni lokinni var öllum bannað að yfirgefa þorp- ið i fimm sólarhringa. Þetta kom okkur gestunum ákaf- lega óþægilega, en okkur var sagt að litla barnið yrði gætt feiknaorku, þegar það kæmi I dauðraríkið, og færi svo, að það gengi aftur, mátti búast við þungum hefndum af þess hálfu, ef það rataði aftur heim i þorp'ið. Þess vegna máttu engin sleðaför sjást að þvi i fimm sólar- hringa, en að þeim tíma loknum mundi sál barnsins halda kyrru fyr- ir i dauðrarikinu og þurfti því ekki að óttast neinar hefndir eftir það. Við áttum því ekki um annað að velja en dveljast þar sem við vor- um komin; þessa fimm sólarhringa höfðum við svo ekkert annað fyrir stafni en að sitja átveizlur i kofun- um. Sorgarinnar eftir barnið gætti hvergi nema i kofanum, þar sem það hafði átt heima. Fólk hló og át og sagði sögur. En móðir barnsins sat ein á bálki sínum og hafði vafið fötum þess að höfði sér til að heiðra minningu þess. Loks liðu þessir fimm sólarhring- ar, við átum, sváfum og ólum hund- ana og vorum löt og þung á okkur, þegar við lögðum af stað. Það var dimmt, ákaflega dimmt, því að nú var komið fram yfir miðj- an desember. Þó sást aðeins roða fyrir sól um miðjan daginn. Ekki veittist okkur örðugt að rata, því að hvit fjöllin bar við myrkbláan himininn, norðurljósin vöfðu um- hverfiS dularfuUu skini. „Hvíta- myrkur“ er þetta stundum kallað. Maður venst því, og eins að átta sig á umhverfinu, og okkur sóttist vel og greiðlega ferðin norður til Etah, þar sem Qolugta bjó, maðurinn hníf- lausi. Ekki var okkur tekið af minni rausn þar. Qolugta hafði lika ljúf- meti að bjóða, rengi af Grænlands- hval í svo stórum lengjum, að þær þöktu kofagólfið, og var etið bæði frosið og þitt. Rengið, eins og Græn- lendingar meðhöndla það, er mesta sælgæti i heimi. Þar að auki er það liin hollasta fæða, þrungið fjör- efnum og hin öruggasta vörn gegn skyrbjúgi og öðrum slíkum sjúkdóm- um. Og svo var það frosna hval- kjötið. Það var lika mjukmorkið, sumt hafði verið vindþurrkað og síðan lagt í lýsi. Allt var þetta svo dásamlegur veizlumatur, að maður kunni sér ekki magamál. Okkur gleymdist það algerlega, að við þurftum að hraða okkur heim og halda jól. Og það var lika nógur tími til stefnu. Desember ekki nema rúmlega hálfnaður, og því ekki nein ástæða til að kvíða þvi, að við næð- um ekki heim í tæka tíð. Qolugta ákvað að efna til sérstakrar kveðju- veizlu og skreppa eftir frosnum æðareggjurri, svo hátiðarkosturinn yrði sem fjölbreyttastur. Pramhald á bls. 26. YIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.