Vikan


Vikan - 28.12.1961, Síða 5

Vikan - 28.12.1961, Síða 5
1 fullrl nlvöru: SRSMOT FORD Skyldi ekki vera nokkur leiö ac5 koma því þannig fyrir, að alger mannhelgi ríkti i janúarmánuöi, þannig að áramótafagnaöur minnti ekki eins almennt á hinztu gleði þeirra, er vita sig dauðadæmda? Með mannhelgi mundi þá átt við það til dæmis, að reikningar frá því i desembermánuði væru ekki inn- heimtir fyrr en í febrúar — og skattaskýrslublöðin ekki heldur borin út fyrr en i þeim mánuði. Ef sá siður kæmist á, sem að sjálf- sögðu mundi ekki verða nema fyrir lagaboð, má telja mjög liklegt að ekki yrðu jafn margir ofurölvi á gamlárskvöld og nú tiðkast, heldur rétt sísvona góðglaðir og skemmti- legir. Og kannski yrðu þeir þá líka betur undir það búnir fjárhagslega, að horfast í augu við innheimtu- mennina þegar þar að kæmi; ekki eingöngu fyrir það, að þeir hefðu þá líka fengið janúartekjurnar til umráða, heldur og þess vegna að þeim hefði þá ekki eyðzt alveg eins mikið fé á gamlárskvöld. Þess munu nefnilega fleiri dæmi en mann grunar, að menn hugsi þá sem svo, að það þýði ekki neitt að vera að horfa í skildinginn, inn- heimtumennirnir hirði hann af manni upp úr nýárinu hvort eð er, og miði svo drykkjuna við það. Ættu þeir hinsvegar ekki von á innheimtumönnunum fyrr en i febrúar, kynni það viðhorf að breyt- ast. Og skuldheimtumönnunum og sendiboðum þeirra, „rukkurum“, mætti á sama standa, þótt þessi mannhelgi yrði upp tekin — þeir fá yfirleitt ekki neina skuld greidda í janúarmánuði hvort eð er. Og þeir mundu losna við allskonar þref og ergelsi í þeim mánuði, fyrir bragðið, svo mannhelgin næði að því leyti einnig til þeirra. Auk þess yrðu innheimtumennirnir áreiðanlega vinsælli, ekki eingöpgu í janúar- rnánuði, heldur og alla mánuði árs- ins, þvi að mikið af óvinsældum þeirra á vafalaust rætur sínar að rekja til ýmissa leiðinlegra árekstra, sem orðið hafa i sambandi við heimsóknir þeirra upp úr nýárinu. Og svo er það skattaskýrslan. Því miður er öll okkar skattalög- gjöf, skattaálagning og skattheimta með þeim hætti, að flestir skatt- greiðendur munu ekki í neinum vafa um það, að allir, sem hlut eiga í þeirri heldur ógeðslegu grautar- gerð, séu að minnsta kosti ekki mannvinir í eðli sínu, og sumir jafn- vel bafa þá grunaða um mannhatur og aðkenningu af ofsóknaræði. Eins og allir vita sendir þessi þokkalega samkunda svo kveðju sina inn á hvert heimili á landinu upp úr ný- árinu, og mun hiklaust mega full- yrða að ekki geti óvinsælli nýárs- kveðju. Víst er um það, að margur fer að kviða henni þegar kemur fram í miðjan desember og ársupp- gjörið skammt undan. Þessi kviði eitrar fyrir mörgum jólagleðina að meira eða minna leyti — og er það táknrænt fyrir afstöðu almennings til fyrrnefndrar samkundu, að enda þótt jólaboðskapurinn setji frið með öllum mönnum, hefur sú friðargerð aldrei náð til skattstofunnar. Upp úr jólunum verður sá kvíði svo blátt áfram martröð mörgum manni, og áramótin kærkomið tækifæri til að drekka sig svo fulla, að þeir muni ekki einu sinni eftir væntanlegri nýárskveðju skattstofunnar — en til þess þurfa menn víst að verða mikið fulþr, og áreiðanlega verður nefnd nýárskveðja það, sem þeir muna á meðan þeir muna nokkuð, eða vita yfirleitt nokkuð af sér. Og loks enn eitt atriði, sem ekki hefur hvað minnsta þýðingu. Mörg- um verður það, fullum sem ófullum, að fremja ýmsar heitstrengingar á gamlárskvöld — jafnvel að verða að nýjum og betri manni að ein- hverju eða öllu leyti, en takmörk- in fara oftast eftir áfengismagninu í líkamanum, þegar heitin eru unn- in. Um uppfyllingu þeirra heit- strenginga þegar af mönnum renn- ur hefur löngum brugðið til beggja vona. Væri það ekki nokkurs virði, að hið opinbera þvingaði ekki þá, sem heitstnengt hafa að gerast góðir drengir og batnandi, til að rjúfa það heit sitt þegar í janúarmánuði, með þvi að gera þeim skylt að g'anga frá skattaframtali sínu þá þegar — og skrifa síðan nafn sitt undir hálf- gildings heitstaf um það, að satt og rétt sé frá öllu skýrt, og hver eyrir i tekjulið tiltindur? Það ætti að minnsta kosti engan að saka, þótt það mætti dragast nokkuð fram í febrúar ... Drómundur. jafnvel þótt yfirbygging bílsins ger- eyðilegðist. En hvað um þá, sem sitja i fram- sætinu? Bandariskir sérfræðingar ráðleggja þeim að styðja krosslögð- um örmum við mælaborðið og lúta fram, svo höfuðið hvíli við arm- ana. Með þvi móti hafi maður stuðning af mælaborðinu í stað þess að skella á það þegar árekst- urinn verður. Samkvæmt því ber bilstjóranum að styðja krosslögðum örmum við stýrið og láta þá hlífa höfðinu. Sé höndum stutt á stýrið á venjulegan hátt, veitir ])að ekki neitt teljandi öryggi við harðan árekstur, sökum þess að armana brestur afl til að veita nema lítinn hluta þess við- náms, sem með þarf. Aftur á móti verður bilstjórinn að gæta þess, að hafa full tök á stýrinu meðan þess er nokkur kostur að draga úr á- rekstrinum með þvi að víkja bíln- um til á veginum. Ekki hafa þessi viðbrögð verið þjálfuð i Svíþjóð, og því engar Framhald á bls. 27. ANGLIA De Luxe ANGLIA De Luxe bifreiðin hefir fjögurra strokká topp- ventlavél, 41 hestöfl. ANGLIA De Luxe hefir fjögurra gíra gírkassa. ANGLIA De Luxe er bifreiðin, ásamt Ford Consul 315, með hina sérstöku gerð á afturrúðu sem fyrirbyggir, að á hana setjist snjór, vatn eða óhreinindi, því ætíð óhindrað útsýni yfir umferð sem á eftir kemur. Verð frá 128 þúsund krónum. Leitið nánari upplýsinga. F O R D - umboðið Kr. Kristjánsson h.f. Suðurlandsbraut 2. — Sími 35-300. mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamina þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVE A ! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.