Vikan


Vikan - 28.12.1961, Page 6

Vikan - 28.12.1961, Page 6
 Árpad Arpady stóð í björtu skini sviðsljósanna? og beindi starandi augnaráði sinu að fallegri og ýturvaxinni stúlku, sem stóð þar frammi fyrir honum. „Horfið í þennan roðastein,“ mælti hann og benti henni á ódýra eftirlikingu úr rauðu gleri, sem hann bar i umgerð framan á vefjarhetti sin- nm. „Horfið í þennan roðastein, og innan andar- taks munuð þér verða þess vör, að líkami yðar tekur að sveigjast aftur og fram, hægt og mjúk- lega aftur og fram.“ Og stúlkan starði á djásnið og líkami hennar tók að sveigjast aftur og fram eins og samkvæmt skipun. „Svona, já,“ mælti Arpady lágum, sefjandi róini. ,J4ú takið þér mjúkar og fallegar sveighreyfingar. Öldungis eins og þér væruð fiskur í sjó. 1 raun- inni,“ tilkynnti hann henni, „eruð þér lika fiskur.“ Samstundis tók stúlkan að mjamta vörunum, tók jafnvel á sig svip, sem minnti furðulega á fisk. Áheyrendurnir skellihlógu og klöppuðu dávald- inum lofa i lófa. ,J>að er einungis rödd min, sem nær til vitundar þinnar,“ mælti Arpady enn. „Þú heyrir ekkert nema hana. Við erum alein hér inni og þú hlýðir hverri skipun minni eins og hundur hlýðir hús- bónda sinum. Þvi að vitanlega ertu hundur.“ Og stúlkan lét tafarlaust fallast á fjóra fætur, skreið nm sviðið á höndum og hnjám og gelti ákaft, áheyrendum til mikils fagnaðar. „Hvers vegna geltirðu eins og hundur?“ spurði dávaldurinn Arpady. „Þú ert ekki hundur, heldur köttur.“ Um leið og hann sleppti orðinu, hætti stúlkan að gelta, en tók þess i stað að mjálma og skreið um sviðið, sett og mjúklega eins og kisa, unz hún nam staðar og sleikti sig, en áhorfendurnir ætluðu beinlínis að tryllast af fögnuði. Þannig var það á hverju kvöldi þ egar kom að þessu atriði, það brást aldrei. Andartaki síðar vakti Arpady ungu stúlkuna af dáleiðslunni, eftir að hann hafði ámálgað það við hana, að hún væri hvorki köttur, hundur né fiskur, heldur falleg og aðlaðandi ung stúlka. Loks endaði sýningin á því, að hann útskýrði nokkuð vald dá- leiðslunnar fyrir áhorfendum. August von Struckel, þýzki stormsveitarforing- inn, klappaði með öðrum áheyrendum, en þó frek- ar af einskonar skyldurækni en hrifningu. Að sjálfsögðu hafði hann verið viðstaddur sýningar enn frægari dávalda í Berlín, annars var hann ekki tíður gestur í leikhúsum eða svipuðum skemmti- stöðum. Hann hefði ekki heldur verið þarna við- staddur þetta kvöld, ef það hefði ekki verið fyrir það, að hann átti þar erindi að rækja. Um leið og kveikt var i salnum aftur, gaf hann þrem stormsveitarmönnum, sem sátu á aftasta Smásaga eftir Andrew Meisels: 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.