Vikan


Vikan - 28.12.1961, Síða 7

Vikan - 28.12.1961, Síða 7
'bekk, bendingu um að koma til sin. A3 þvi búnu héldu þeir tveir beina leið til búningsklefa dávaldsins, þar sem þeir tilkynntu honum, hæversk- lega en af festu, sem ekki varð mis- skilin, að honum væri boðið að sýna kunnáttu sína í aðalstöðvum þýzku 'herlögreglunnar, Gestopo. Arpady var það fyllilega Ijóst að slikt boð jafngilti skipun, sem ekki varð hunzuð. Hann tók því á allri sinni rósemi, þakkaði boðið eins og hann kunni bezt, tók af sér vefjarhöttinn, strauk leiksviðsfarðann af andliti sér og hélt að því búnu af stað með sendiboðunum. HIN þunglamalega og illúðlega bygg- ing að Andrassy Ut 60 gat varla haft uppörvandi áhrif á neinn þann gest, sem gekk þar inn fyrir dyr. Það var því líkast sem byggingin :sjálf væri sér þess meðvitandi hve alræmd og illræmd hún var orðin meðal almennings, og því væri útlit hennar og yfirbragð hennar svo kuldalegt og steinrunnið, valds- manslegt og jafnvel ekki laust við grimmd. Arpady fór að minnsta kosti ekki í neinar grafgötur um það. Þeir voru ótaldir, Ungverjarnir, ;sem annaðhvort höfðu horfið ger- samlega inni í þessari byggingu, eða verið bornir út þaðan sem lifandi lik, andlega og likamlega þreki þrotnir eftir hinar hræðilegustu mis- þyrmingar og pyndingar; hugsun þeirra gersamlega lömuð, allur lif-s- kjarkur úr þeim drepinn. Stormsveitarmennirnir þrír mæltu ekki orð frá vörum, en bentu Arpady að ganga inn um dyrnar, síðan upp stiga og inn gang að dyr- um með miklum vængjahurðum; þar "vísuðu þeir honum inn i skrifstofu með þykkri ábreiðu á gólfi. Þar sat -von Struckel stormsveitarforingi bak við stórt skrifborð innst við gafi, laut yfir skjöl nokkur og virtist önnum kafinn. Arpady svipaðist um i þessuiy viða sal. bar sem ekki var um að væða aðra lýsingu en daufan bjarm- Þeir náðu ekki orði upp úr Arpardy með hinum venju- legu pyndingaaðferðum, en þar kom að stormsveitar- foringinn fann lykil að honum. ann frá litlum lampa á skrifborði stormsveitarforingjans. Hlerar voru fyrir öllum gluggum. Dávaldurinn skildi þegar, að þetta þénaði allt sínum ákveðna tilgangi og var fylli- lega rökrétt frá sálfræðilegu sjón- armiði — þeim tilgangi að vekja óhug og ótta með hverjum manni. Og hann varð að játa, að hann var siður en svo ónæmur fyrir þeim áhrifum, frekar en aðrir. Þarna stóð ungverski dávaldurinn drykklanga stund, sem honum þótti eilífðarlöng, en óttinn og vonin börðust um yfirráðin i huga lians. Hann kannaðist við von Struckel stormsveitarforingja af orðspori, vissi að hann var bæði alræmdur og illræmdur. En hve mikið vissi hann? Ef til vill vissi hann alls ekki neitt. Kannski var hann ein- ungis að dorga. Kannski var það líka allt annað, sem gerði að dá- valdurinn var kallaður á hans fund. Loks hagræddi stormsveitarfor- inginn skjölunum af ýtrustu ná- kvæmni og lagði þau frá sér. Skrúf- aði hettuna á sjálfblekunginn, hægt og rólega og virtist þá fyrst veita því athygii að Arpady var þarna staddur. Án þess að mæla orð benti hann dávaldinum að talca sér sæti á stól, en reis sjálfur úr sæti sínu og tók að skálma aftur og fram um gólfið með keyri í höndum. Öðru- hverju skipti hann um hönd á keyr- inu, eins og hann ætti örðugt með að halda ró sinni, skálmaði án afláts fram og aftur um hinn víða sal, unz hann nam skyndilega staðar frammi fyrir Arpady dávaldi og hvessti á hann augun. „Herra Arpady,“ sagði hann, „ég ætla ekki að vera með neinar vifilengjur. Við vitum allt um yður.“ „Einmitt það,“ svaraði dávaldur- inn og þvingaði sig til að brosa. „Þá er líka allur vandinn leystur.“ Hann lét sem hann hygðist risa á fætur. „Sitjið kyrr!“ öskraði von Struc- kel. „Þér eruð ekki að sýna á leik- sviðinu í þetta skiptið.“ Hann gekk að skrifborðínu, nam staðar á bak við það og starði illúðlega á dávald- inn ungverslca. „Okkur er kunnugt um það, að þér hafið samband við fjandmenn okkar. Okkur er einnig kunnugt um það, að þér hafið með dáleðislubrögðum yðar, aflað upp- lýsinga hjá fólki, sem er á okkar vegum. Og loks er okkur kunnugt um að yður hefur tekizt að koma þeim upplýsingum í hendur njósn- urum Bandamanna.“ „Og hvernig í ósköpunum fóruð þér að þvi að,komast að þessu öllu saman?“ spurði Arpady, sem lézt verða næsta undrandi og brosti sínu frægasta leiksviðsbrosi. „Já, þér viljið gjarna fá að vita hvernig við fórum að þvi?“ varð þýzka stormsveitarforingjanum að orði. „Jú, það get ég sagt yður. Frú Letitzer mundi eftir á nokkrar af þeim spurningum, sem þér höfðuð lagt fyrir hana, þegar þér dáleidduð hana í samkvæmi nokkru i Halsz í vikunni sem leið.“ „Einmitt það,“ varð Arpady að orði og leiksviðsbrosið hvarf af vörum hans. Frúin hafði verið ein af þessum auðveldu og fljótsigruðu, sem dávaldar kunnu aldrei að var- ast um of. „En,“ mælti dávaldurinn og leit á stormsveitarforingjann, „upplýsingar þær, sem hún lét mér í té, voru þær i alla staði réttar og áreiðanlegar?“ „Þvi miður, já,“ svaraði storm- sveitarforinginn. „Og nú viljum við vita hvert þér komuð þessum upp- lýsingum og hvernig, og hverjir veittu yður þar aðstoð. Við viljum fá að vita nauðsynleg nöfn, bæði á mönnum og stöðum. Og ...“ stormsveitarforinginn leit á hann og glotti við tönn, „þér veitið okkur þær upplýsingar." „Það efast ég um,“ svaraði dá- valdurinn. „Ég efast hinsvegar ekki um það,“ sagði von Struckel. „Þér getið til dæmis byrjað á því að segja rétt til yðar eigin nafns. Ég geri ráð fyrir að Arpad Arpady sé aðeins gervinafn, sem þér notið í starfi yOar.‘- „Já, réttu nafni heiti ég að sjálf- sögðu David Cohen.“ Þjóðverjinn reiddi keyrið til höggs og lauzt dávaldinn ólinni á miðjan handlegg. Dávaldurinn kenndi svíðandi sársauka, einbeitti hugsuninni að handlegg sér eitt andartak og var óðara horfin öll tilkenning. Slík sjálfsefjun var orð- in honum svo auðveld, að hann gat gripið til hennar hvenær sem var og hann vildi. Það vissi stormsveit- arforinginn að sjálfsögðu ekki, og gerði sér því ekki grein fyrir, að sársaukinn mundi ekki reynast jafn biturt vopn gagnvart honum og öðr- um. „Við vitum,“ mælti von Slruckel enn, „að þér heitið Lawrence Meszaros réttu nafni. En það skiptir ekki svo miklu máli í þessu sam- bandi. Það eru önnur nöfn, sem við ieggjum mun meiri áherzlu á að vita.“ Þjóðverjinn tók sér sæti á bak við skrifborðið og virti dávaldinn fyrir sér nokkur andartök, ekki beinlinis óvingjarnlega. „Þér eruð ekki neinn viðvaningur þegar um viljastyrk e-r að ræða,herraArpady,“ mælti hann. „Það er ég í rauninni ekki heldur. Við getum komizt þannig að orði, að við séum báðir í sama bát hvað það snertir, enda þótt við róum sitt í hvora áttina. Þér eruð listamaðurinn, ég visinda- maðurinn. Þér gerið yður leik að þvi, að gera vilja annara yður undir- gefinn, og hagnýtið yður það vald þannig að aðrir hafi skemmtun af. Ég brýt vilja annara til undirgefni í þágu þeirrar stjórnmálastefnu, sem ég berst fyrir. Yður er viljinn leikfang, mér er hann tæki. Þér vinnið sem einstaklingur og öðrum óháður, eins og allir sannir lista- menn — ég hef hinsvegar að bak- hjarli voldugustu þjóð i heimi, hið göfugasta og hreinasta kyn og þá öflugustu hernaðarvél, sem sögur fara af.“ „Ég veit það,“ svaraði Arpady þurrlega og leit beint framan í stormsveitarforingjann. „Þið eruð allir ofurmenni!" „En það eruð þér liinsvegar ekki,“ hreytti von Struckel út úr sér. Hann virti dávaldinn enn fyrir sér, veitti því athygli að hann var í rauninni mun lágvaxnari en hann hafði virzt á leiksviðinu, að hann var farinn að gerast nokkuð feitlaginn og hár hans tekið að grána við gagnaugun. „Það verður hvorki langt verk né örðugt að brjóta yður til lilýðni,“ varð honum að orði um leið og hann þrýsti á rofa á skrifborðinu, sem kallaði aðstoðarmenn hans á vett- vang þegar með þurfti. Klefi sá, scm þeir vörpuðu Arpady í, var bæði lágur og þröngur. Storm- sveitarmennirnir þrír, hinir sömu og sótt höfðu hann inn í búnings- herbergið undir leiksviðinu, fylgdu hö'num þar inn og lokuðu dyrunum. Arpady veilti þvi athygli hve hund- leiðir þeiv virtust orðnir á þessu ö.llu saman. Einn af þeim gekk skeefi nær Arpady, og án þess að bregða leið- indasvipnum hið minnsta, rétti hann út arminn og rak dávaldinum svo þungt högg á munninn, að hann féll aftur á bak i fangið á öðrum storm- ' sýeitarmanni, en sá íiratt honum ,til og rak honum fyrst högg fyrir bringspalirnar og síðan sitt á hvorn Framháld á bls. 30. ▼ÍKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.