Vikan


Vikan - 28.12.1961, Side 10

Vikan - 28.12.1961, Side 10
Þau leiðast niður brattan götuslóðann, í áttina að sjónum. Hún léttfætt og smástíg, hann dálitið þungur í spori og alvarlegur. Öðru hvoru hnykkir hún snöggt til höfðinu, svo ijósir óstýrlátir lokkarnir kastast hærra upp á ennið, en þar tolla þeir aðeins brot úr sekúndu, óðar bregða þeir á leik og flögra ertnislega yfir augu hennar. PiltUrinn horfir beint fram fyrir sig, en sér þó ekkert tiema stúlkuna, sem hann leiðir. Hann sér hvernig brjóst hennar standa fallega út í þrönga bláa peysuna og hvern- ig kvöidgolan lyftir pilsfaldi hennar, svo sólbrún ber hnén koma í Ijós. Hann hefur aldrei veitt þessu eftirtekt á sama hátt og nú, kannske er það þessari peysu að kenna, kannske af því hann er að fara. Ailt er öðruvisi í kvöld, hann sjálfur er annar en hann hefur verið og hún-----------hann er hálf feiminn við hana, þó hefur hann þekkt hana síðan þau voru bæði smábörn. Þau nema staðar í grösugum hvammi, girtum háum klettum á þrjá vegu. — Hvers vegna förum við hingað? segir stúlkan dá- lltið þrákelknislega. “ Héðan sjáum við svo vel þegar báturinn kemur, segir hanh. — Báturinn. — Eins og við hefðum ekki getað séð hann frá samkomuhúsínu. Og þá hefðum við líka getað dansað lengur. — Ég kæri mig ekki um að dansa meira í kvöld, segir hann kuidalegri röddu. — En ég kæri mig um það, segir hún og hnykkir til höfðinu þóttafull. -— Og þó er þetta síðasta kvöldið mitt heima. — Einmitt þess vegna. Það er svo langt þangað til við dönsum aftur saman. — Það er lika langt þangað til við getum spjaliað saman hér tvö ein, segir hann og svipur hans mildast. — Mig iangar að vera hér með þér dálitla stund, — þú ert svo yndisleg. Honum finnst þetta siðasta sem hann segir, láta undar- lega í eyrum, næstum eins og einhver annar segi það, og það finnst henni víst líka, því hún hlær, en ekki háðslega, heldur vandræðalega, og verður allt i einu önnum kafin við að halda pilsfaldinum á réttum stað. — Svo. segir hún, án þéss að lita upp: — Ég er þó vænti ég, jafn yndisleg, hvar sem ég er. Svipur hans harðnar aftur og hann kreppir hnefana. Þá brosir hún og segir blíðlega: — Ertu reiður við mig? Þú veizt mér þykir gaman að dansa, og nú þegar þú ert að fara þá--------- — Þá hvað? — Ekkert. — Jú, segðu það. — Æ nei, það var ekkert. — Jú vist, finnst þér kanske leiðinlegt að ég fer? — Auðvitað finnst mér það leiðinlegt. Bjóstu við öðru? Hann tekur um axlir hennar og dregur hana að sér, og allt i einu er hann mjög glaður, finnst gott að vita að hún er leið hans vegna, samt læðist einhver tor- tryggni, einhver efasemd að sál hans og hann spyr: — Ætlar þú aftur á ballið þegar ég er farinn? — Ég veit ekki, ég hefði viljað vera þar kyrr, það hefði verið betra að kveðja þig með hinum krökkunum. Hann þrýstir henni fastar að sér, en segir ekkert. — Þú hefðir ekki átt að fara, segir hún við eyra hans. — Ég kem aftur. — Kannske. — Efastu um það? — Já. — Hvers vegna? Það drukkna ekki allir sjómenn. Hann segir þetta hressilega, eins og sönnum sjómanni sæmir. Og þá skilur hann í einni svipan, hvers vegna hann er allur annar, hann er að verða fullorðinn, hann er að verða maður. Honum er ekki ljóst hvernig þetta hefur orðið, en hann stækkar og vex í sjálfum sér, en jafnframt minnkar hún, verður bara hrædd litil stúlka, sem hann verðpr gð hugga og vernda. 10 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.