Vikan


Vikan - 28.12.1961, Síða 17

Vikan - 28.12.1961, Síða 17
vilja. — Maud. Ég hef margsinnis sagt þér það, að þú virðist eiga næsta örð- ugt með að láta þér skiljast það, sem þú vilt ekki viðurkenna einhverra hluta vegna. Bn nú ertu allt í einu orðin svo skarpskyggn að það liggur við að mér standi ótti af því. Hvernig getur það eiginlega átt sér stað, að manneskja skuli geta orðið fulltíða og þroskuð á einni nóttu . . . eða kannski við segjum nokkrum vikum aftur þann tuttugasta og áttunda nóvember 1970, og ræðast við I ein- lægni. — Þú hefur þá ekki hugsað þér að giftast mérf — Jú, svaraði hún, rólega sem fyrr. Þar sem ég er haldin sjálfskvalar- fýsn, tek ég þessu boði þínu allshug- ar fegin. Ég veit, að það er illa gert þín vegna. Ég get ekki boðið þér annað en blóð og tár og sjúklega sjálfselsku. En eins og öllu er nú á hana, snýr hún máli sínu að honum sjálfum og ávitar hann fyrir það að hann skuli alltaf vera að þessu sparki, ef hún freistast til að kveikja sér í sígarettu eftir matinn. Britta ætlar að hætta starfi sinu hjá vátrygging- arfélaginu um nýárið og stofna eigið heimili, og guð almáttugur hvað hún hlakkar til. — Ætli Tobias sjái ekki svo um, að þú yrðir því fegnust að mega fara að þræla í skrifstofunni aftur, segir en voru þarna við borðið. Tækifærið kom, þegar þær drukku teið sitt seinna um daginn. Sonja hafði það fyrir venju að fá dagblað- ið að láni hjá Stengárd bókhaldara og renna augunum yfir fyrirsagnirn- ar, á meðan hún maulaði vínarbrauð- ið. Irma kom með tebollann sinn og settist á borðið hjá henni. — Hamingjan góða, hvað þetta getur verið drepleiðinlegt allt saman. Það segi ég satt, að ég er farin að því að það er víst orðið alllangt síð- an við höfum rifizt ... — Við skulum ekki tala um það, svaraði hún rólega. Er það til þess að ögra sjálfum þér, að þú vilt kvæn- ast mér? — Ef til vill, svaraði hann. Þótt ég eigi að kallast sálfræðingur, þá er mér það ekki nokkur lifsins leið að gera mér grein fyrir því hversvegna ég er nú allt i einu gripinn sterkri löngun til að breyta þveröfugt við það, sem ég hef áður viljað. — Og vesalings læknirinn, sagði hún og reyndi að bregða fyrir sig glettni. Þú hefur getað hjálpað öðr- um, en getur svo ekki orðið sjálfum þér að liði. Öldungis eins og þú gazt ekki heldur orðið mér að liði. Þú ættir nú að spyrja sjálfan þig þess í einlægni, hvort það sé ekki einmitt læknirinn í þér, sem þessu ræður. Hvort þetta sé ekki einskonar ör- væntingarúrræði, sem þú hefur grip- ið til í því skyni að lækna mig, erfið- asta sjúklingnum, sem þú hefur nokkru sinni haft undir höndum. Jan Stenlund teygaði ölið úr glas- inu og setti það síðan harkalega frá sér á borðið. — Það er eins og það er vant, þú getur ekki um annað hugsað en sjálfa þig, sagði hann. Ef til vill veld ég þér vonbrigðum, en ég tek áhætt- una. Reyndu að segja sem svo, að það sé ekki fyrst og fremst þín vegna, heldur sjálfs mín vegna, að ég vil kvænast Þér. — Sjálfs þín vegna? Gagnstætt. vilja þínum? — Já, hversvegna ekki? Ef til vill hefur mér liðið allt of vel. Hef ekki verið neyddur til að beita þreki mínu og kröftum. Hef þess vegna alltaf dregið mig í hlé, einmitt þegar á átti að herða. Það væri annars gaman að vita hvaða breytingum við höfum tekið eftir tíu ára hjónaband. Við getum kannski komizt að raun um það. Við skulum hittast hérna háttað, varðandi samband okkar, hlýtur öll breyting að verða til batn- aðar. — Maud, ég er ekki að gera að gamni minu. Hún leit á hann og svipur hennar var þrunginn alvöru. — Ég ekki heldur. Hægt og rólega, en þó eins og hik- andi, ýtti hann hringnum hennar til hennar aftur, yfir borðið. Hún dró hann á fingur sér aftur, og það mátti sjá það á vöðvahreyfingunni á hálsi hennar, að það var sem hún kyngdi einhverju. Matsölustaðurinn, sem stundum var kallaður Næringarbásinn, var troðfullur fólki og sígarettureykur- inn sveif eins og ský yfir borðun- um, mettaður margvíslegum matar- þefi. Skrifstofustúlkurnar frá vá- tryggingafélaginu sátu þröngt við borð, og þar sem Irmu bar síðast að, varð hún að taka sér sæti fyrir enda þess eins og væri hún forseti sam- kundunnar. Það var henni óþægilegt vegna þess að fyrir bragðið varð hún stöðugt að líta um öxl til þess að geta virt fyrir sér þann, sem stúlk- urnar voru að pískra um í það og það skiptið. Þær höfðu sína ákveðnu meiningu um flesta — yerkfræðing- inn, sem sat einn við borð, glæsilega klæddur og spengilegur . . . það var sagt að konan hans væri leiðinleg og skapill og yndi hann hjónabandinu illa. Og Adolfson gjaldkeri, sem alltaf var á höttunum eftir skrifstofustúlk- unum, enda Þótt hann væri kominn hátt á sextugsaldur og væri með ístru . . . sveiattan. Britta etur á við hvern karlmann og vel það. Hún er ákaflega hreyk- in af næringarþörf sinni; klappar á þrútinn kvið sér og spyr hvort Tobias sé nú ánægður — en Tobias er ófædd- ur sonur, sem hún ber undir belti. Britta getur aldrei orðið þreytt á að tala um hann Tobias sinn, og þegar þær hinar verða þreyttar á að hlusta Maja-Lísa þurrlega. Við sjáum til ... Maja-Lísa á dóttur, svo hún veit af reynslunni hvað hún er að tala um. Hún býr með karlmanni, en þau ganga samt ekki I hjónaband. Hún kveðst fyrst verða að komast að raun um hvort hún vilji í rauninni giftast. Engin þeirra leggur þó trúnað á það. Elvor hefur prjónana með sér og tekur alltaf 1 þá þegar hún hefur lokið matnum. Hún prjónar alltaf hið sama, handtöskur, sem hún festir á höldur úr gljáviði og gefur síðan. Ásta talar aldrei um annað en sjón- varpið. Hún fylgist stöðugt með dag- skránni og hefur sínar ákveðnu skoð- anir. Hún er trúlofuð, og Irmu finnst örðugt að koma þessu heim. — Hvers vegna eruð þið eiginlega trúlofuð, fyrst ykkur verður svo ekki annað úr tímanum en sitja og horfa á sjónvarp. Væri ég ... Hún segir þó ekki upphátt það sem býr í huga hennar. Irma hafði nefni- lega verið komin á fremsta hlunn með að trúlofast í fyrravetur, og það var ekki neinn hallærisnáungi, sem var hinum megin; faðir hans var sjálf- stæður atvinnurekandi. En það fór ósköp hörmulega. Hún hafði haldið að hún væri með barni; hann var hálf- kvíðinn þess vegna en hún sjálf him- inlifandi — en svo kom það bara á daginn, að hún var alls ekki með barni. Og þetta hafði svo orðið til þess að náunginn lét sér kvíðann að kenningu verða og dró sig í hlé. Irmu varð litið til Sonju, þar sem hún sat úti við gluggann, álút og ann- ars liugar. Það var enginn kraftur í henni. Ef hún hefði verið gædd þó ekki væri nema helmingi þess dugn- aðar, sem hinar stúlkurnar beittu, Þegar þær voru að klófesta karlmenn- ina, mundi hún vera komin í það heilaga fyrir fimm árum síðan og eiga nú börn, bil og sjónvarpstæki. Hvernig skyldi henni annars ganga með lækninn? Irma ákvað að spyrja hana um það við hentugri aðstæður, hugsa um það í fullri alvöru að kom- ast til Bandaríkjanna og verða þar vinnukona. — Enn einu sinni? — Það er ekki neitt „enn einu sinni“, svaraði Irma. Ég hef aldrei ráðgert Það í fullri alvöru fyrr en nú. Þræla i skrifstofunni, sitja svo heima eins og illa gerður hlutur og láta sér leiðast — er það nokkurt líf? — Líttu heim til mín eitthvert kvöldið og rabbaðu við mig, sagði Sonja. — Hefur þú tima aflögu til þess? — Eg hef nógan tíma ... — Heyrðu, þetta með þig og lækn- inn ... er það runnið út í sand- inn? Sonja laut yfir dagblaðið. — Hvaða lækni? — Hann ... þú veizt? — Já, — nei, það varð ekkert úr því. — Það var leitt, sagði Irma stutt og laggott um leið og hún stökk nið- ur af borðinu og tók nokkur dansspor á góifinu. — Sonja, veiztu hvað mig langar mest til? Að skreppa út í kvöld og dansa. Og Þar sem ég hef engan til að fara með, þá ættir þú nú að slá til og koma með mér. Það er liðið meira en ár síðan drengurinn ... þú veizt hvað ég á við. Komdu bara ... ÞEGAR hún sat frammi fyrir spegl- inum og hagræddi hárinu, yfirvann hún loks þá freistingu að hringja til Irmu og tilkynna henni, að hún gæti ekki farið út í kvöld. Hún skildi ekki í sjálfri sér, að hún skyldi hafa látið til leiðast að heita Irmu því að koma út með henni i kvöld. Til að dansa ... Hún hafði meira að segja sagt, að hún væri viss um að hún mundi hafa gaman af að koma i fjölmenni, hlusta á fjöruga hljómlist og lyfta sér upp. Og það var að vísu satt — svo langt Framkald á bls. 33. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.