Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.12.1961, Qupperneq 21

Vikan - 28.12.1961, Qupperneq 21
ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG Dr. Matthías Jónassorr. HVAD KOSTAR DYGGÐIN? SAUÐARGÆRA LASTANNA. „Auðsætt er, hversu lofsvert það væri, ef vald- hafinn stæði við orð sín, beittí aldrei svikum, en léti siðgæðið ráða. Eigi að síður sýnir reynsla okkar tíma það ótvírætt, að þeir menn einir bera sigur af hólmi í valdastreitunni, sem taka ekki yfirlýsingar sínar né gefin heit hátíðlega, heldur kunna að nota vélabrögðin til þess að villa mönnum sýn. Valdhafar með slíku inn- ræti hafa jafnan borið sigurorð af þeim and- stæðingum, sem treystu á heiðarleikann." Þessi orð, skráð fyrir hálfri fimmtu öld, eru enn i dag í fullu gildi. Höfundur þeirra er hinn opinskái Niccolo Machiavelli, sem rýndi dýpra en nokkur samtiðarmanna hans inn í siðgæði og siðleysi mann- legs eðlis. í hverju samfélagi eru menn, sem hafa dygðina aðeins að yfirskyni. Þeim sjálfum er hún ekki alvörumál, fram yfir það, sem hægt er að hagn- ast u henni. En hagnaðarvon af slíku atferli er því háð, að öðrum mönnum sé dygðin meira en orðin ein, að hún sé þeim hjartans mál, svo að þeim ói ekki við að leggja eitthvað á sig hennar vegna. Ef enginn maður vildi taka á sig óþægindi vegna sann- leikans, væri lygin ekki arðvænleg. Öll blekking i hagnaðarskyni er háð þeirri forsendu, að aðrir menn álíti biekkjandann dygðugri en hann er í raun. Machiavelli skoðar þetta fyrst og fremst frá sjónarmiði blekkjandans. „Vitur valdhafi hvorki getur haldið heit sín né heldur á hann að gera það, ef það fer í bága við hagsmuni hans og sú nauðsyn er horfin, sem leiddi til þess, að hann gekkst undir það. Ef mennirnir væru góðir, þá væri þessi regla ekki rétt. En af því að þeir eru svikulir og myndu ekki halda heit sín við þig, þá ber þér ekki fremur að standa við þín orð. Og valdhafa mun aldrei skorta yfirvarp til þess að réttlæta heitrof sín.“ Samt eru nú sauðir nauðsynlegir, ef gæra þeirra á að verða úlfum haldgott dulargervi. Þvi skiptist kostnaðúrinn af þróun og verndun þess siðgæðis, sem við játum, mjög ójafnt niður á einstaklingana. Öllurn er þetta sýnilegt. Margur maður, sem i einlægni á- stundar siðgæði, sér lestina hreykja sér í skjóli þess. Hann þarf að samsinna siðgæðiskröfunni í innstu taug hjarta síns, ef hann á ekki að fyllast beiskju og van- réttiskennd yfir því, að sérgræðingurinn metur inn- ræti hans eingöngu í hagnaðarskyni. Siðfræði vélabragðanna, sem Machiavelli boðar, upphefur sjálfa sig jafnskjótt og hún hlýtur almenna viðurkenningu. Heilhuga siðgæði fjöldans er sú for- senda, sem hagfræði prettanna hvílir á. HVER NÝTUR DYGGÐARINNAR? Hirðir fanturinn þá uppskeruna af akri dygðar- innar? Ekki verður því neitað, að úlfurinn dafnar vel í sauðargærunni. Sá, sem ástundar siðgæði hjart- ans og lætur það í einlægni ráða gerðum sínum, verður oft að lúta að lægri hlut i viðskiptum sínum við sérgræðinginn, sem metur siðrænt hugarfar sem einbert veiklunarmerki óákveðins vilja, sem hinum kaldrifjaða og einbeitta sé heimilt að hagnast á. En einnig sjálft eðli manns er klofið milli þessara andstæðu sjónarmiða. 1 mannsbrjóstinu er tvibýli sérgæðisins og hins siðræna hjartalags. Við freistumst oft til að ganga feti framar en samvizka og jafnvel sjálfsvirðing okkar leyfir. Tilfinningar og ástríður blinda þá skynsemi okkar og teyma okkur á glap- stigu. Þetta byrjar oft sakleysislega og virðist slétt á ytra borði. Hvað er heiðarlegra en að skiptast á skoðunum um ágreiningsefni, t. d. gildi fræðisetn- ingar eða listmæti skáldverks. 1 byrjun hafa deilu- aðiljar e. t. v. sannleikann einn fyrir augum og rök þeirra ættu þá aðeins að hníga að þvi að varpa ljósi yfir hann. En dæmin sýna, að þetta breytist auðveld- lega i framhaldi deilunnar. Rökfærslan víkur fyrir aurkasti, sannar og lognar ávirðingar andstæðingsins eru dregnar fram, og sigurinn virðist undir þvi kom- inn, hvor reynist slyngari mannskemmdasnillingur. í þeim átökum verður hið upphaflega deiluefni auka- atriði. En flekkleysi er í sjálfu sér engin trygging fyrir Framhald á bls. 27, Þetta er síðasta greinin í þessum flokki. Eftir áramótin mun atthías Jónas- son skrifa í Vikuna tvær greinar í mán- uði og taka fyrir annað efni. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.