Vikan


Vikan - 28.12.1961, Síða 23

Vikan - 28.12.1961, Síða 23
SKÁLAÐ FYRIR NÝJA ÁRINU Konráð Guðmundsson er einn vnsælasti veitingamaður okkar hér i höfuðstaðnum, enda mun hann vera með ánægjulegustu „gestunum" í veitingasölum Lidó, þvi alltaf birtir þar upp dálítið, Þegar hann kemur inn. Ekki svo að skilja að mönn- um þurfi að leiðast þar, jafn- vel þótt „Konni“ sé ekki við- staddur, því þar er vel séð fyrir öllum. „Hvernig gengur, Konni?“ spurði ég. Þetta var hnitmiðuð setning, nokkurs- konar „drottningargambítur“, því að mikið lá við að mér tækist að fá hann til að makka rétt. „Gengur? Blessaður góði, eins og í sögu, maður. Eins og i sögu. Hvað segir fótógrafinn?" — Strax kominn í vörnina, og hún ekki af verra taginu. Nú var um að gera að leika rétt. „Niðurbrotinn maður. Aldeilis niðurbrot- inn.“ (!!!) — Stórkostleg gildra, enda varaði Konni sig ekki á henni og gekk beint í hana. „Hvað er að, kæri vinur? Get ég gert nokkuð fyrir þig ?“ „Þú getur bara reddað mér alveg, Það er ekk- ert annað. — Mát i næsta leik, ef hann áttar sig ekki. „Alveg sjálfsagt. Hvað get ég gert fyrir þig?“ „Spandéraðu á mig fimm minútum, og lofðu mér að skjóta á þig meðan þú skálar fyrir ný- árinu.“ „Hefurðú farið til læknis nýlega ... ?“ — Örvæntingarfull tilraun til bjargar. — „Nei, en ef þú makkar ekki rétt, þá þarf að leggja mig inn ...“ — Skák og mát. -— Og svo var tekin mynd af Konráð, þar sem hann heldur á G-inu og skálar i ósviknum Lidó- kokkteil við ykkur öll og býður öllum Gleðilegt nýár. „Hvað minnir G-ið þig á, Konni . . . ?“ „Gleðilegt nýár!“ — Skák og mát — (!!!!) Okkur brá í brún, þegar við komum til Egils Bachmans, mannsins, sem einmitt bjó til alla stafina fyrir okkur. Við vorum búnir að hamast í hon- um undanfarna daga að láta okkur nú fá stafina okkar, svo við gætum farið að taka mynd- ir, en alltaf var svo yfirfullt að gera, að h’ann sá ekki út úr því. „Það er allt á hvínandi hausnum," sagði Egill, „allt kolbrjálað. Ég sé ekki út úr því. Þetta endar með ósköpum.” En ekki datt okkur í hug að þetta yrði að áhrínsorðum. Svo loks, þegar við komum til að taka af hon- um mynd, þá hékk hann á löppunum á bita í loftinu og var að bjástra við að reyna að koma ofan í sig einhverju glundri í glasi, sem hann hélt á í hendinni. „Þetta tekst aldrei, E'gill minn,“ sagði ég vin- gjarnlega. „Ja, erfitt er það, því helvítis glasið snýr öf- ugt.“ „En ef þú reynir nú að snúa sjálfum þér við, Egill minn ...“ „Það er alveg sama, drengur, sérðu það ekki? Þá snýst glasið auðvitað líka, svo það kemur alveg það sama út.“ „En ef ég lána þér staf til að styðja þig við?“ „Já, gerðu það góði. Hvaða staf áttu eftir?“ „Ell. Hvað dettur þér í hug þegar þú sérð ell?“ „Ell?“ „Já, ell." „Ellefu elliærir Efliðar eltast við ellistyrk ...“ „Nei, L.“ „Litlir, ljótir og leiðinlegir ljósmyndarar leggja leiðina um Laugaveginn í leit að laglegum, ljós- hærðum léttúðardrósum, en laglegir og laghentir láglaunamenn lenda á Letigarðinum ef lánar- drottna lengir eftir lausaskuldum ...“ „Laukrétt. Láttu nú lagó úr loftinu ...“ „Þá lendir L-ið á löppunum á þér.“ Lýtalaus L-della! Egill. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.