Vikan


Vikan - 28.12.1961, Page 24

Vikan - 28.12.1961, Page 24
Gotfred (Gotti) Bernhöft stórkaupmaður verður að vera hér með. Hann er einn þeirra manna, sem ávallt gera lifið léttara og bjartara fyrir náungann, og sumir þurfa ekki annað en heyra minnzt á Gotta fil að komast í gott skap. 3?g hefi aldrei séð hann öðruvísi en i sólskinsskapi, Gotfred. ávallt tilbúinn með glens og gaman, en jafnframt hinn full- komna sjentilmann, við háa sem lága. Sennilega er Gotti einn vinflesti maður Reykja- vikur, og þótt víðar væri leitað. Hann móðgast heldur ekkert þótt ég kalli hann Gotta, — eins og raunar allir aðrir — því ef Þið hringið til hans og hann svarar sjálfur í símann, þá segir hann þegar í stað: „Gotfred Bernhöft og kompaní — Gotti hér!“ „Hvað hefir þú rekið heildverzlun lengi, Gotti?“ „Það eru rétt 20 ár núna. Siðan 1941. Þar áður vann ég i 22 ár hjá H. Benediktsson & Co. Ann- arsstaðar hefi ég ekki verið." „Þú hefur semsagt alltaf verið I sama bisnessn- um?“ „Já, svipuðum." „Hvaða vörur eru það aðallega, sem þú verzl- ar með?“ „Allskonar skrifstofutæki, peningaskápa, pen- ingakassa, búðarkassa, reiknivélar, ritvélar, skjala- skápa, allt slíkt, sem nöfnum tjáir að nefna — og svo auðvitað ýmislegt fleira. En þetta eru aðal lagervörurnar.“ „Ertu ekki vongóður með viðskiptin á næsta ári ... ?“ „Jú, það er nú líklega. Ég skal skála við þig uppá það. Gleðilegt nýár og skál!“ „Skál fyrir næsta ári. Hvað minnir Á-ið þig annars á ... ?" „Á-ið ... ? Ávallt reiðubúinn til að þjóna kúnn- unum.“ Þó að jólin og nýárið sé á þeim árstíma hér á Islandi, þegar allur gróður liggur und- ir snjó og is og blóm sjást hvergi nema í gróðurhúsum, þá er þetta vissulega blóma- hátíð á móts við margar aðrar. Heimilin og verzlanir eru skreytt með blómum, blóm eru gefin og blóm þegin. Sjaldan hafa blómaverzlanir eins mik- Sigurlína. ið að gera á árinu, en einmitt um þetta leyti. Þess vegna fannst mér mjög vel viðeigandi að koma við i einhverri blómabúð og vita hvernig starfsfólkið tekur hátíðinni. Litla blómabúðin i Bankastræti 14 varð fyrir valinu að þessu sinni, enda var þar glatt á hjalla og bros á hverri vör. Það hlýtur að vera mjög ánægjulegt að af- greiða í blómabúð. Þar hljóta allir að vera alltaf í sólskinsskapi innan um allt þetta skraut og blómailm. Það er munur en að vera blaðamaður. Það eina sem minnir mann á gróður jarðar í þeirri atvinnugrein, er þegar maður er kallaður kálhaus. Það þykir vægilega að orði komizt. Sigurlína Helgadóttir var líka á sama máli, þegar ég fór að ræða við hana — Þ. e. a. s. að það sé gaman að vinna í blómabúð. „Hvað ertu annars búin að vinna hér lengi?" „Það er nú ekki langur timi. Hérumbil tvö ár.“ „Og þú ert ánægð með starfið?" „Já, það er yndislegt." „Yndislegt, já. Það passar við upsilonið, sem þú heldur á.“ „Upsílon. Þetta er ekkert upsílon. Þetta er ý." ,,Já, auðvitað er það Ý. Hvernig læt ég? (Ekki reiknað með svari.) Ý . . . Ý . . . jæja, við segjum bara að Það séu engar ýkjur að það sé ýmislegt ýkjagott við nýárið. Skál fyrir þvi!" Þá brosti Sigurlína og skálaði ýkjulaust. Við áttum leið framhjá Lækjartorgi í djúpum hugleið- ingum um hvern við ættum að ná í til að afmynda. Hver væri líklegastur til að óska okkur og ykkur gleðilegs ný- árs. Lækjartorg minnir fyrst og fremst á eitt: Strætó. Það er annars undarlegt að strætóar skuli vera kallaðir strætóar, en strætisvagnabíl- stjórar strætisvagnabílstjórar. Úr þvi við köllum strætó strætó, ættum við að kalla strætisvagnabílstjóra strætóstjóra, eða þá bara að kalla strætó strætisvagn og strætóstjóra strætisvagnstjóra, en ekki stræ ... Nei, það er víst komið nóg af slíku. Jæja, við fundum nokkra stræ ... vagnstjóra samankomna þar sem þeir hafa nú aðsetur eftir að Hótel Hekla var rifin, og réðumst til inngöngu. Eg var að vísu einn, en það er miklu fínna í blaðaviðtali að segja „við — okkur — okkar og svoleiðis. „Jæja," sagði „við“. Hver vill skála fyrir okkur hérna — og nýárinu." Þá upphófust mikil læti og hamagangui*, hver þvældist fyrir öðrum og annar fyrir hverjum, unz í Ijós kom að þeir urðu sjálfir að skaffa drykkinn. Samt varð það úr að Karl Gunnarsson vaktfor- maður var útvalinn til að sitja fyrir. Honum til hróss skal það tekið fram að hann fór ekkert hjá sér, — ekki heldur þegar húfunni var troðið ofan á hausinn á honum, enda sögðu þeir það hinir stræ ... hinir vagnstjórarnir, að hún færi honum prýðisvel, og svona húfu ætti hann helzt að hafa alla daga. Karl tók þessu gamni ósköp rólega og lét það ekekrt trufla sig — enda fór húfan honum vel eins og þið sjáið. „Hvað ertu búinn að vera strætisvagnsstjóri lengi, Karl?“ „Við skulum nú sjá. Hvað er ég búinn að vera lengi strákar? Ég var byrjaður þegar þú komst, Halli, var það ekki?“ „Jú, jú, blessaður. Þú byrjaðir 46 eða 7." „Já, alveg rétt. Líklega hef ég byrjað 47. Ég er þá á 14. árinu." „Þú ert á fjórtánda árinu, segirðu?" „Já, við skulum segja það.“ „Eigum við þá ekki að skála fyrir þvi fimmt- ánda?" „Jú, það skulum við gera. Skál, og gleðilegt ár!" „Góðan daginn, ungfrú góð. Væriðu ef til vill fáanleg til að standa kyrr eitt augnablik á meðan ég tek af þér mynd?“ „Da-da-bla-klabla." „Já, ég skil það prýðilega, en þrátt fyrir það verð ég að biðja þig um að setja upp þenn- an hatt ...“ „Ba-ba. Ma-ma.“ „Já, þau eru hérna bæði á næstu grösum, svo að ég held að öllu sé óhætt. Settu nú upp hattinn og stattu kyrr augnablik ...“ „Glug-glug-bla-beddi-bla-flafla-tla.“ „Nei, nei, það liggur ekkert á. Bara róleg. Haltu svo á upphrópunarmerkinu aðeins augnablik og passaðu það vel á meðan." „Bla-bla. Glug.“ „Horfðu svo á hana mömmu þína og brostu dálítið." „Brrrrr. Prrrr. Ægiddígó." „Svona já. Ágætt. Hvað heitirðu annars?" „Babba." „Dóttir hans pabba þins, já ...“ „Mamma." „Þér er greinilega að fara fram. Gleðilegt ný- ár, elskan, og við vonum öll að þér vegni vel á næsta ári.“ „Glug!" „Bless!" „Ble-ble.“ Það virðist allsendis útilok- að að taka myndir af nokkrum mönnum án þess að hafa eins og eina flugfreyju með í hópn- um — það er að segja ef mað- ur ætlar að punta eitthvað upp á hópinn. Þess vegna fór ég suður á flugvöll og bað um viðtal við einhverja flugfreyju, — alveg sama hver er, því all- ar eru þær jafnsætar, og ó- gerningur að vera óheppinn í vali. Það brást heldur ekki í þetta sinn, því hver heldurðu að hafi stillt sér upp fyrir framan myndavélina nema Brynja Kristjánsson? Engin. Brynja var ósköp ánægð með að hafa E-ið, því hún sagði að Það væri stafurinn hans pabba síns, Einars Kristjánssonar söngvara. „Þú hlýtur þá að hafa átt heima erlendis meiri- hluta ævinnar? „Já, ég hefi verið erlendis alla mína ævi, utan fjögur síðustu árin, sem ég hefi verið hér heima að mestu." „Og hvar áttirðu þá heima?" „Það var aðallega í Danmörku og Þýzkalandi. Ólst upp í þeim löndum er óhætt að segja.“ „Þú ættir þá að geta brugðið fyrir þig þessum málum, ef mikið liggur við?“ „Já, það liggur eiginlega I hlutarins eðli." „Hve lengi hefirðu verið flugfreyja?" „Það eru líklega um tvö ár.“ „Og kannt að sjálfsögðu vel við Þig?“ „Já, alveg prýðilega." „Þú ert hjá Flugfélagi Islands. Ert Þú í ferðum innanlands eða utan?" „Svona sitt á hvað, við skiptum því á milli okkar. Annars vill það frekar vera svo að þær nýrri eru á innanlandsleiðum, en við sem erum búnar að vera lengur förum í utanlandsferðir." „Finnst þér alltaf jafngaman að vera flug- freyja?" „Það er mjög skemmtilegt starf og góðir félag- ar, sem maður vinnur með. Bn fyrsti spenning- urinn fer samt fljótlega af.“ Svo skálaði Brynja við mig og ykkur öll og óskaði öllum gleðilegs nýárs. „Upplýsingar." „Halló, er það 03?" „Já, upplýsingar." „Já, viljið þér gjöra svo vel að veita mér dálitlar upplýs- ingar ... ?“ „Sjálfsagt. Hvað er það?" „Hvað heitið þér, fröken?" „Steinunn Erlendsdóttir." „Kunnið þér alla síma- skrána?" Steinunn. „Nei, — ekki alla. Annars eru ekki veittar neinar per- sónulegar upplýsingar í þennan síma. Aðeins um símanúmer." „Mætti ég þá spyrja yður um eitt símanúmer?" „Gjörið þér svo vel.“ „Hvaða símanúmer er heima hjá yður, fröken ?“ „Engar persónulegar ...“ Eruð þér ættaðar úr Reykjavík?" „Eng ... Keflavík." „Hvað hafið þér unnið lengi við símann?" „Það eru um 3 ár samtals. Fyrst i Keflavík og svo hér." „Hvað eruð þið margar í upplýsingaþjónust- unni?" „Við erum níu, held ég.“ „Verðið þér á vakt um nýárið?" „Ég á frí á nýársdag og kvöld." „Eigið þér einhverja sérstaka ósk á nýárinu?" „Já. — Að vinna stærsta vinninginn i happ- drættinu ...“ „Viljið þér gera mér þann greiða að setja upp pappírshúfu, halda á E-i og skála við mig í kók rétt á meðan ég tek mynd?" „Sjálfsagt, — ef þér borgið kókinn." „Það er nú líklega. Hvað minnir E-ið yður annars á ... Erlendsdóttur ... ?" „Nei, — Engar persónulegar upplýsingar." Glug! 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.